Tottenham hefur gengið vel að undanförnu. Liðið komst áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og þá er liðið sem stendur í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Liðið mætir Liverpool síðar í dag en gestirnir hafa átt erfitt uppdráttar.
Lærisveinar Antonio Conte mæta hins vegar vængbrotnir til leiks í dag þar sem liðið er án þriggja lykilmanna í dag. Sóknarmaðurinn Heung-Min Son verður frá næstu vikurnar eftir að hafa gengist undir aðgerð þar sem hann var sprungu í vinstri augnbotni.
Ásamt Son eru Richarlison og miðvörðurinn Christian Romero á meiðslalistanum. Conte staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrir leikinn.
Jákvæðu fréttirnar eru að vængmaðurinn Dejan Kulusevski er að snúa til aftur eftir að hafa verið frá undanfarið vegna meiðsla. Einnig er Rodrigo Bentancur leikfær en talið var að hann gæti misst af leiknum.