„Við þurfum að verja Valhöll“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 19:38 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er mikill rokkaðdáandi. Hann hefur jafnan dálæti á textasmíð íslenskra þungarokkssveita. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og rokkaðdáandi, segir að íslenskt þungarokk með góðri textasmíði virki vel til að útrýma staðalímyndum um hina fornu æsi. Mikilvægt sé að verja norræna sagnaarfinn. Þungarokk hressir, bætir og kætir, sagði forsetinn í viðtali við Ómar á útvarpsstöðinni X-inu fyrr í dag. „Ég er enginn járnhaus en mér finnst gaman að kröftugu rokki, sérstaklega þegar ég þarf að vera með eitthvað í eyrunum; úti að hlaupa eða inni í rækt að gera eitthvað – þá er gott að hafa læti. Og Dimma er gott dæmi um hljómsveit sem er á mínum lagalista,“ segir Guðni. Fjarri lagi að ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum Það er ekki bara Dimma sem kemur til umræðu enda mikil gróska í íslensku þungarokkssenunni. Hann er mikill aðdáandi Skálmaldar og hrósar meðlimum sveitarinnar í hástert. Tónlistarmennirnir séu ekki aðeins frábærir heldur einnig lunknir textasmiðir. „Við þurfum að verja Valhöll, við þurfum að verja Ásgarð, við þurfum að verja Bifröst, við þurfum að verja orðstír þessara goða sem við eigum gegn ásælni öfgaafla sem vilja misnota þennan arf; vilja telja öðrum trú um það að norræn goðafræði gangi út á það að bláeygðar eða ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum, það er fjarri lagi. Og við getum notað þennan sagnaarf á svo margan hátt til þess að undirstrika mikilvægi heiðurs, mikilvægi réttlætis, mikilvægi þess að bera virðingu fyrir öðrum, mikilvægi fjölbreytni,“ segir Guðni. Ekki þar með sagt í sollinum Hann bendir á mikilvægi þess að dæma fólk ekki fyrir fram. „Til þess er ég hérna líka kominn til þess að benda á að við eigum ekki að stimpla fólk. Við eigum ekki að gefa okkur að einn hópur sé svona eða hinsegin, við eigum ekki að fordæma. Og það á við um unnendur þungarokks og flytjendur þeirra eins og annars fólks. Þannig að þegar ég kem hérna og tala um þungarokk þá er ég að benda á að við sem höfum áhuga á þessari tegund tónlistar, við erum ekki þar með sagt í sollinum.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Tónlist Forseti Íslands X977 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Þungarokk hressir, bætir og kætir, sagði forsetinn í viðtali við Ómar á útvarpsstöðinni X-inu fyrr í dag. „Ég er enginn járnhaus en mér finnst gaman að kröftugu rokki, sérstaklega þegar ég þarf að vera með eitthvað í eyrunum; úti að hlaupa eða inni í rækt að gera eitthvað – þá er gott að hafa læti. Og Dimma er gott dæmi um hljómsveit sem er á mínum lagalista,“ segir Guðni. Fjarri lagi að ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum Það er ekki bara Dimma sem kemur til umræðu enda mikil gróska í íslensku þungarokkssenunni. Hann er mikill aðdáandi Skálmaldar og hrósar meðlimum sveitarinnar í hástert. Tónlistarmennirnir séu ekki aðeins frábærir heldur einnig lunknir textasmiðir. „Við þurfum að verja Valhöll, við þurfum að verja Ásgarð, við þurfum að verja Bifröst, við þurfum að verja orðstír þessara goða sem við eigum gegn ásælni öfgaafla sem vilja misnota þennan arf; vilja telja öðrum trú um það að norræn goðafræði gangi út á það að bláeygðar eða ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum, það er fjarri lagi. Og við getum notað þennan sagnaarf á svo margan hátt til þess að undirstrika mikilvægi heiðurs, mikilvægi réttlætis, mikilvægi þess að bera virðingu fyrir öðrum, mikilvægi fjölbreytni,“ segir Guðni. Ekki þar með sagt í sollinum Hann bendir á mikilvægi þess að dæma fólk ekki fyrir fram. „Til þess er ég hérna líka kominn til þess að benda á að við eigum ekki að stimpla fólk. Við eigum ekki að gefa okkur að einn hópur sé svona eða hinsegin, við eigum ekki að fordæma. Og það á við um unnendur þungarokks og flytjendur þeirra eins og annars fólks. Þannig að þegar ég kem hérna og tala um þungarokk þá er ég að benda á að við sem höfum áhuga á þessari tegund tónlistar, við erum ekki þar með sagt í sollinum.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Tónlist Forseti Íslands X977 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira