Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 07:00 Guðrún fór rakleiðis í að gróðursetja eftir að titillinn fór á loft. Rosengård „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. „Gaman að titillinn sé kominn í hús því þetta var markmiðið,“ bætti Guðrún við í viðtali við Vísi. Titillinn kom frekar óvænt upp í hendurnar á þeim þetta kvöld þar sem liðið bjóst ekki við að Linköping myndi tapa stigum. „Við fórum ekki einu sinni að hittast, liðið, því við gerðum ráð fyrir að Linköping myndi klára sitt. Það var ekki fyrr en það voru tuttugu mínútur eftir sem ég áttaði mig á að þetta gæti farið að gerast, hringdi í vinkonu mína og hoppaði yfir hennar. Vildi ekki vera ein að fagna titlinum. Var alls ekki að búast við þessu en kannski eitthvað sem maður ætti að fara hugsa út í því þetta gerðist í rauninni líka í fyrra. Þá tapaði Häcken óvænt stigum og við urðum meistarar.“ Guðrún samdi við Rosengård í fyrra, um mitt tímabil, og vann titilinn á sinni fyrstu leiktíð. Miðvörðurinn hefur spilað frá upphafi í ár, finnst henni hún eiga meira í þessum titli? „Já og nei. Mér fannst ég alveg eiga líka í honum í fyrra. Þegar ég kom þá leið mér strax svo vel í hópnum, í lok tímabils leið mér eins og ég hefði verið töluvert lengur en hálft ár. Auðvitað er maður búinn að setja meiri vinnu inn í þennan titil en maður er samt stoltur af þeim báðum.“ Það var fagnað að hætti hússins.Rosengård Guðrún var hluti af landsliði Íslands sem tapaði fyrir bæði Hollandi og Portúgal í haust og missti þannig af sæti á HM næsta sumar. Henni þykir bót í því að hafa einhverju að fagna eftir þau gríðarlegu vonbrigði. „Það fór rosalega í mann og skilur eftir sár í hjartanu. Bæði að hafa ekki náð að komast upp úr riðlinum á EM og komast ekki á HM. Það svíður alveg. Þá er gott að fá smá jákvæðari hluti og eitthvað til að fagna á móti. Eins og ég segi, þetta tekur sinn toll. Mikið af tilfinningum. Gott þegar maður fær ánægjuna og fá að fagna einhverju líka. Það hjálpar andlegu hliðinni.“ Guðrún Arnardóttir.Rosengård „Þau gera það. Líka þegar maður sá dregið í riðlana og svona, þá kemur aftur stingurinn. Af því við ætluðum okkur á HM. Okkur fannst við eiga fullt erindi þangað. Þá svíður þetta alveg og held það muni svíða þangað til fram yfir að maður er búinn að horfa á alla leikina,“ sagði Guðrún að endingu. Klippa: Viðtal: Svíþjóðarmeistarinn Guðrún um titilinn og vonbrigðin að komast ekki á HM Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
„Gaman að titillinn sé kominn í hús því þetta var markmiðið,“ bætti Guðrún við í viðtali við Vísi. Titillinn kom frekar óvænt upp í hendurnar á þeim þetta kvöld þar sem liðið bjóst ekki við að Linköping myndi tapa stigum. „Við fórum ekki einu sinni að hittast, liðið, því við gerðum ráð fyrir að Linköping myndi klára sitt. Það var ekki fyrr en það voru tuttugu mínútur eftir sem ég áttaði mig á að þetta gæti farið að gerast, hringdi í vinkonu mína og hoppaði yfir hennar. Vildi ekki vera ein að fagna titlinum. Var alls ekki að búast við þessu en kannski eitthvað sem maður ætti að fara hugsa út í því þetta gerðist í rauninni líka í fyrra. Þá tapaði Häcken óvænt stigum og við urðum meistarar.“ Guðrún samdi við Rosengård í fyrra, um mitt tímabil, og vann titilinn á sinni fyrstu leiktíð. Miðvörðurinn hefur spilað frá upphafi í ár, finnst henni hún eiga meira í þessum titli? „Já og nei. Mér fannst ég alveg eiga líka í honum í fyrra. Þegar ég kom þá leið mér strax svo vel í hópnum, í lok tímabils leið mér eins og ég hefði verið töluvert lengur en hálft ár. Auðvitað er maður búinn að setja meiri vinnu inn í þennan titil en maður er samt stoltur af þeim báðum.“ Það var fagnað að hætti hússins.Rosengård Guðrún var hluti af landsliði Íslands sem tapaði fyrir bæði Hollandi og Portúgal í haust og missti þannig af sæti á HM næsta sumar. Henni þykir bót í því að hafa einhverju að fagna eftir þau gríðarlegu vonbrigði. „Það fór rosalega í mann og skilur eftir sár í hjartanu. Bæði að hafa ekki náð að komast upp úr riðlinum á EM og komast ekki á HM. Það svíður alveg. Þá er gott að fá smá jákvæðari hluti og eitthvað til að fagna á móti. Eins og ég segi, þetta tekur sinn toll. Mikið af tilfinningum. Gott þegar maður fær ánægjuna og fá að fagna einhverju líka. Það hjálpar andlegu hliðinni.“ Guðrún Arnardóttir.Rosengård „Þau gera það. Líka þegar maður sá dregið í riðlana og svona, þá kemur aftur stingurinn. Af því við ætluðum okkur á HM. Okkur fannst við eiga fullt erindi þangað. Þá svíður þetta alveg og held það muni svíða þangað til fram yfir að maður er búinn að horfa á alla leikina,“ sagði Guðrún að endingu. Klippa: Viðtal: Svíþjóðarmeistarinn Guðrún um titilinn og vonbrigðin að komast ekki á HM
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira