„Afætur“ Sigmar Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2022 10:01 Fólk ætti að hlusta á Magnús Ingvason, skólameistara FÁ, i viðtali á RÚV í gær. Hann talar um Írösku systurnar Yasameen og Zahraa sem stunduðu nám við skólann í eitt og hálft og stóðu sig afburða vel. Lögðu sig fram um að læra íslensku og voru góðir námsmenn, enda ekki sjálfgefið að það tækifæri fáist í Grikklandi, hvað þá Írak. Þær voru sóttar af lögreglu í skólann og vísað úr landi í skjóli nætur ásamt öðrum úr fjölskyldunni. Magnús talar um stúlkurnar af virðingu og væntumþykju og vísar til þess hvað þær voru vel liðnar af skólafélögum. Magnús og skólasystkinin þekkja systurnar, við flest önnur gerum það ekki. Á sama tíma er sístækkandi hópur íslenskra rasista að kalla stúlkurnar og fjölskyldu þeirra afætur á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum fjölmiðlanna. Fréttum af ömurlegri framgöngu íslenskra stjórnvalda í þessu máli er póstað með glaðhlakkalegum óskum um góða ferð og ósóminn undirstrikaður með bros og hláturtjáknum. Það fólk þekkir systurnar ekki en telur sig samt þess umkomið að kalla þær og aðra hælisleitendur afætur. Líka fatlaðan bróður þeirra. Á einum þræðinum var fólk svo samanherpt í ofstækinu að fullyrða að hjólastóllinn væri leikmunur í leikriti fjölskyldunnar. Svona talar fólk opinberlega í dag og þykir ekki lengur tiltökumál. Sleggjudómarnir um hælisleitendur verða sífellt svæsnari og æ algengara að sú mynd sé teiknuð upp að öryrkjar, aldraðir og sjúklingar fái ekki þjónustu af því að fólk eins og systurnar fá að ganga í skóla á Íslandi. Engu virðist skipta, hvorki hjá stjórnvöldum né þeim sem ljótast tala í athugasemdum, að mál þessa fólks hafa enn ekki verið kláruð í kerfinu hér á Íslandi. Forsætisráðherra þjóðarinnar kom af fjöllum í fjölmiðlum í gær þegar sú staðreynd barst í tal. Ekkert hefur síðan spurst til félagsmálaráðherrans sem virðist týndur og skoðanalaus á þessum sömu fjöllum. Það er auðvitað ekkert skrítið að umræðan sé að þróast með þessum hætti. Af hverju skyldu Jón og Gunna ekki tala svona í kommentakerfinu á sama tíma og stjórnvöld gefa tóninn með fjandsamlegri stefnu gagnvart fólki í þessari stöðu? Í samfélagi þar sem stjórnvöld telja sér það sæmandi að henda fötluðum manni og námfúsum systrum hans upp í leiguflugvél að næturlagi, í skjóli lögreglu sem skipar flugvallastarfsmönnum að hindra fjölmiðla í að upplýsa almenning um myrkraverkið, er ekkert skrítið að heift og rætni þrífist vel. Eftir höfðinu dansa jú limirnir. Ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki miklar líkur á að landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nenni að lesa einhverja svona grein frá Viðreisnarþingmanni. En ef einhver þeirra skildi ramba á skrifin, þá langar mig í mestu vinsemd að benda á að skoðanir Bjarna og Guðlaugs á þessu máli, skipta talsvert meira máli en hvort formaður Sjálfstæðisflokksins komi úr Garðabæ eða Borgarnesi. Kannski væri best að höggva á hnútinn með því að gera bara Jón Gunnarsson að formanni. Honum hefur þó að minnsta kosti tekist það sem öðrum dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins hefur hingað til ekki tekist, en það er að koma enn harðari útlendingastefnu í gegnum þingflokka VG og Framsóknar. Án athugasemda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Hælisleitendur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fólk ætti að hlusta á Magnús Ingvason, skólameistara FÁ, i viðtali á RÚV í gær. Hann talar um Írösku systurnar Yasameen og Zahraa sem stunduðu nám við skólann í eitt og hálft og stóðu sig afburða vel. Lögðu sig fram um að læra íslensku og voru góðir námsmenn, enda ekki sjálfgefið að það tækifæri fáist í Grikklandi, hvað þá Írak. Þær voru sóttar af lögreglu í skólann og vísað úr landi í skjóli nætur ásamt öðrum úr fjölskyldunni. Magnús talar um stúlkurnar af virðingu og væntumþykju og vísar til þess hvað þær voru vel liðnar af skólafélögum. Magnús og skólasystkinin þekkja systurnar, við flest önnur gerum það ekki. Á sama tíma er sístækkandi hópur íslenskra rasista að kalla stúlkurnar og fjölskyldu þeirra afætur á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum fjölmiðlanna. Fréttum af ömurlegri framgöngu íslenskra stjórnvalda í þessu máli er póstað með glaðhlakkalegum óskum um góða ferð og ósóminn undirstrikaður með bros og hláturtjáknum. Það fólk þekkir systurnar ekki en telur sig samt þess umkomið að kalla þær og aðra hælisleitendur afætur. Líka fatlaðan bróður þeirra. Á einum þræðinum var fólk svo samanherpt í ofstækinu að fullyrða að hjólastóllinn væri leikmunur í leikriti fjölskyldunnar. Svona talar fólk opinberlega í dag og þykir ekki lengur tiltökumál. Sleggjudómarnir um hælisleitendur verða sífellt svæsnari og æ algengara að sú mynd sé teiknuð upp að öryrkjar, aldraðir og sjúklingar fái ekki þjónustu af því að fólk eins og systurnar fá að ganga í skóla á Íslandi. Engu virðist skipta, hvorki hjá stjórnvöldum né þeim sem ljótast tala í athugasemdum, að mál þessa fólks hafa enn ekki verið kláruð í kerfinu hér á Íslandi. Forsætisráðherra þjóðarinnar kom af fjöllum í fjölmiðlum í gær þegar sú staðreynd barst í tal. Ekkert hefur síðan spurst til félagsmálaráðherrans sem virðist týndur og skoðanalaus á þessum sömu fjöllum. Það er auðvitað ekkert skrítið að umræðan sé að þróast með þessum hætti. Af hverju skyldu Jón og Gunna ekki tala svona í kommentakerfinu á sama tíma og stjórnvöld gefa tóninn með fjandsamlegri stefnu gagnvart fólki í þessari stöðu? Í samfélagi þar sem stjórnvöld telja sér það sæmandi að henda fötluðum manni og námfúsum systrum hans upp í leiguflugvél að næturlagi, í skjóli lögreglu sem skipar flugvallastarfsmönnum að hindra fjölmiðla í að upplýsa almenning um myrkraverkið, er ekkert skrítið að heift og rætni þrífist vel. Eftir höfðinu dansa jú limirnir. Ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki miklar líkur á að landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nenni að lesa einhverja svona grein frá Viðreisnarþingmanni. En ef einhver þeirra skildi ramba á skrifin, þá langar mig í mestu vinsemd að benda á að skoðanir Bjarna og Guðlaugs á þessu máli, skipta talsvert meira máli en hvort formaður Sjálfstæðisflokksins komi úr Garðabæ eða Borgarnesi. Kannski væri best að höggva á hnútinn með því að gera bara Jón Gunnarsson að formanni. Honum hefur þó að minnsta kosti tekist það sem öðrum dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins hefur hingað til ekki tekist, en það er að koma enn harðari útlendingastefnu í gegnum þingflokka VG og Framsóknar. Án athugasemda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun