Salah tryggði Liverpool stigin þrjú gegn Tottenham Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2022 18:25 Mohamed Salah vippar hér boltanum yfir Hugo Lloris markvörð Tottenham og skorar annað mark Liverpool í dag. Vísir/Getty Mohamed Salah var maðurinn á bakvið sigur Liverpool á útivelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri. Fyrir leikinn var Tottenham í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Newcastle sem fór uppfyrir þá í töflunni með góðum sigri á Southampton fyrr í dag. Liverpool var hins vegar í tíunda sæti með sextán stig. Liverpool var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik í dag. Á elleftu mínútu skoraði Salah sitt fyrra mark þegar hann kláraði vel eftir sendingu frá Darwin Nunez. Fimm mínútum fyrir leikhlé kom hann Liverpool síðan í 2-0 þegar hann komst inn í skalla Eric Dier til baka á Hugo Lloris markvörð. Tottenham kom mun sterkara til leiks í síðari hálfleik heldur en í þeim fyrri. Ivan Perisic átti þrumuskot í þverslá strax í byrjun seinni hálfleiksins og Harry Kane minnkaði muninn á 70.mínútu eftir sendingu frá Svíanum Dejan Kulusevski. Lengra komst Spurs þó ekki þrátt fyrir mikla pressu undir lokin. Með sigrinum er Liverpool komið með 19 stig og situr í áttunda sæti deildarinnar. Tottenham er í fjórða sæti með 26 stig. Fótbolti Enski boltinn
Mohamed Salah var maðurinn á bakvið sigur Liverpool á útivelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri. Fyrir leikinn var Tottenham í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Newcastle sem fór uppfyrir þá í töflunni með góðum sigri á Southampton fyrr í dag. Liverpool var hins vegar í tíunda sæti með sextán stig. Liverpool var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik í dag. Á elleftu mínútu skoraði Salah sitt fyrra mark þegar hann kláraði vel eftir sendingu frá Darwin Nunez. Fimm mínútum fyrir leikhlé kom hann Liverpool síðan í 2-0 þegar hann komst inn í skalla Eric Dier til baka á Hugo Lloris markvörð. Tottenham kom mun sterkara til leiks í síðari hálfleik heldur en í þeim fyrri. Ivan Perisic átti þrumuskot í þverslá strax í byrjun seinni hálfleiksins og Harry Kane minnkaði muninn á 70.mínútu eftir sendingu frá Svíanum Dejan Kulusevski. Lengra komst Spurs þó ekki þrátt fyrir mikla pressu undir lokin. Með sigrinum er Liverpool komið með 19 stig og situr í áttunda sæti deildarinnar. Tottenham er í fjórða sæti með 26 stig.