Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um það hvaða leikmenn sköruðu fram úr á náttúrulegu grasi og hverjir skiluðu mestu á gervigrasinu.
KR, FH, ÍBV, Keflavík, ÍA og Leiknir spiluðu heimaleiki sína á grasi en Breiðablik, KA, Víkingur, Stjarnan, Valur og Fram spiluðu heimaleiki sína á gervigrasi.
Það voru því jafnmörg graslið og gervigrasið í Bestu deildinni en þeir leikmenn sem spiluðu heimaleiki sína á grasi eða gervigrasi höfðu auðvitað forskot á því að skila mörkum eða stoðsendingum á því undirlagi.
Patrik Johannesen hjá Keflavík og Matthías Vilhjálmsson hjá FH skoruðu flest grasmörk í sumar eða níu slík hvor en þeir voru einu marki á undan Skagamanninum Eyþór Aron Wöhler.
Markakóngur deildarinnar, Nökkvi Þeyr Þórisson, skoraði flest gervigrasmörk eða 12 af 17 mörkum sínum. Framarinn Guðmundur Magnússon skoraði líka sautján mörk í sumar en ellefu þeirra litu dagsins ljós á gervigrasi.
Alex Freyr Hilmarsson hjá ÍBV og Atli Sigurjónsson hjá KR gáfu flestar stoðsendingar á grasi eða sex hvor en Framarinn Tiago Fernandes gaf flestar stoðsendingar á gervigrasi eða ellefu sem var einni fleiri en Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson.
Stoðsendingakóngurinn Adam Ægir Pálsson skipti þessu vel á milli grasleikja og gervigrasleikja og endaði í þriðja sætinu á báðum listum með átta stoðsendingar á gervigrasi en fimm á grasi.

- Flest gras-mörk í Bestu deild karla 2022:
- 1. Patrik Johannesen, Keflavík 9
- 1. Matthías Vilhjálmsson, FH 9
- 3. Eyþór Aron Wöhler, ÍA 8
- 4. Andri Rúnar Bjarnason, ÍBV 7
- 5. Guðmundur Magnússon, Fram 6
- 5. Atli Sigurjónsson, KR 6
- 7. Ægir Jarl Jónasson, KR 5
- 7. Halldór Jón Sigurður Þórðarson, ÍBV 5
- 7. Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 5
- -
- Flest gervigras-mörk í Bestu deild karla 2022:
- 1. Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 12
- 2. Guðmundur Magnússon, Fram 11
- 3. Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki 10
- 3. Jason Daði Svanþórsson, Breiðabliki 10
- 5. Emil Atlason, Stjörnunni 9
- 6. Dagur Dan Þórhallsson, Breiðabliki 8
- 6. Helgi Guðjónsson, Víkingi 8
- 7. Erlingur Agnarsson, Víkingi 7
- 7. Jannik Holmsgaard, Fram 7
- 7. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 7
- 7. Patrick Pedersen Val 7
- 7. Tryggvi Hrafn Haraldsson, Val 7
- 7. Kristinn Steindórsson, Breiðabliki 7
- -
- Flestar gras-stoðsendingar í Bestu deild karla 2022:
- 1. Alex Freyr Hilmarsson, ÍBV 6
- 1. Atli Sigurjónsson, KR 6
- 3. Björn Daníel Sverrisson, FH 5
- 3. Ísak Andri Sigurgeirsson, Stjörnunni 5
- 3. Kristinn Freyr Sigurðsson, FH 5
- 3. Gísli Laxdal Unnarsson, ÍA 5
- 3. Adam Ægir Pálsson, Keflavík 5
- 8. Atli Hrafn Andrason, ÍBV 4
- 8. Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 4
- 8. Steven Lennon. FH 4
- 8. Steinar Þorsteinsson, ÍA 4
- 8. Oliver Heiðarsson, FH 4
- -
- Flestar gervigras-stoðsendingar í Bestu deild karla 2022:
- 1. Tiago Fernandes, Fram 11
- 2. Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki 10
- 3. Adam Ægir Pálsson, Keflavík 8
- 3. Jason Daði Svanþórsson, Breiðabliki 8
- 5. Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki 7
- 5. Pablo Oshan Punyed Dubon, Víkingi 7
- 7. Sveinn Margeir Hauksson, KA 6
- 8. Ísak Andri Sigurgeirsson, Stjörnunni 5