Sjáðu markaflóðið úr Meistaradeildinni í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 07:31 Hinn sautján ára gamli Rico Lewis fagnar hér marki sínu Manchester City á móti Sevilla í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Getty/MB Media 33 mörk voru skoruð í síðustu leikjunum í E, F, G og H riðlum Meistaradeildar karla í fótbolta og nú má sjá mörkin frá gærkvöldinu hér á Vísi. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í gær og nú er ljós hvaða sextán lið komust áfram í útsláttarkeppnina. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var þróun mála í H-riðlinum. Paris Saint-Germain vann sinn leik og var með mun betri markatölu en Benfica og því héldu að sigur myndi duga franska liðinu til að enda í fyrsta sætinu í H-riðlinum. Portúgalar voru á útivelli en tókst að komast upp í toppsætið með 6-1 útisigri á Maccabi Haifa. Benfica og Paris Saint-Germain enduðu jöfn á stigum, innbyrðis leikjum, markatölu og skoruðu mörkum en Benfica skoraði fleiri mörk á útivelli í riðlinum og tók fyrsta sætið á því. Annað sætið þýðir það fyrir Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar gætu mætt mjög sterku liði í sextán liða úrslitunum sem yrði ekki í fyrsta skiptið sem að gerist fyrir PSG. Klippa: Mörk úr Meistaradeildinni 2. nóvember 2022 Við Íslendingar fögnuðum örugglega mest marki Hákon Arnars Haraldssonar fyrir FC Kaupmannahöfn á móti Borussia Dortmund en þetta var fyrsta og eina mark danska liðsins í riðlakeppninni í ár. FCK tapaði ekki heimaleik í riðlinum en varð engu að síður að sætta sig við neðsta sætið. Argentínumaðurinn Julian Alvarez fór á kostum í framlínu Manchester City í fjarveru Erling Haaland og var með eitt mark og tvær stoðsendingar en eitt marka City skoraði hinn sautján ára gamli Rico Lewis. Svisslendingurinn Denis Zakaria var líka eins af hetjum kvöldsins en hann skoraði sigurmark Chelsea í sínum fyrsta leik með félaginu en kom á láni frá Juventus 1. september. Chelsea og Manchester City unnu bæði sinn riðil eins og Benfica og það gerði líka Real Madrid. AC Milan, RB Leipzig, Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain komust áfram úr öðru sæti sinna riðla. Hér fyrir ofan má sjá markaveislu gærkvöldsins úr Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í gær og nú er ljós hvaða sextán lið komust áfram í útsláttarkeppnina. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var þróun mála í H-riðlinum. Paris Saint-Germain vann sinn leik og var með mun betri markatölu en Benfica og því héldu að sigur myndi duga franska liðinu til að enda í fyrsta sætinu í H-riðlinum. Portúgalar voru á útivelli en tókst að komast upp í toppsætið með 6-1 útisigri á Maccabi Haifa. Benfica og Paris Saint-Germain enduðu jöfn á stigum, innbyrðis leikjum, markatölu og skoruðu mörkum en Benfica skoraði fleiri mörk á útivelli í riðlinum og tók fyrsta sætið á því. Annað sætið þýðir það fyrir Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar gætu mætt mjög sterku liði í sextán liða úrslitunum sem yrði ekki í fyrsta skiptið sem að gerist fyrir PSG. Klippa: Mörk úr Meistaradeildinni 2. nóvember 2022 Við Íslendingar fögnuðum örugglega mest marki Hákon Arnars Haraldssonar fyrir FC Kaupmannahöfn á móti Borussia Dortmund en þetta var fyrsta og eina mark danska liðsins í riðlakeppninni í ár. FCK tapaði ekki heimaleik í riðlinum en varð engu að síður að sætta sig við neðsta sætið. Argentínumaðurinn Julian Alvarez fór á kostum í framlínu Manchester City í fjarveru Erling Haaland og var með eitt mark og tvær stoðsendingar en eitt marka City skoraði hinn sautján ára gamli Rico Lewis. Svisslendingurinn Denis Zakaria var líka eins af hetjum kvöldsins en hann skoraði sigurmark Chelsea í sínum fyrsta leik með félaginu en kom á láni frá Juventus 1. september. Chelsea og Manchester City unnu bæði sinn riðil eins og Benfica og það gerði líka Real Madrid. AC Milan, RB Leipzig, Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain komust áfram úr öðru sæti sinna riðla. Hér fyrir ofan má sjá markaveislu gærkvöldsins úr Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira