Sjáðu markaflóðið úr Meistaradeildinni í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 07:31 Hinn sautján ára gamli Rico Lewis fagnar hér marki sínu Manchester City á móti Sevilla í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Getty/MB Media 33 mörk voru skoruð í síðustu leikjunum í E, F, G og H riðlum Meistaradeildar karla í fótbolta og nú má sjá mörkin frá gærkvöldinu hér á Vísi. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í gær og nú er ljós hvaða sextán lið komust áfram í útsláttarkeppnina. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var þróun mála í H-riðlinum. Paris Saint-Germain vann sinn leik og var með mun betri markatölu en Benfica og því héldu að sigur myndi duga franska liðinu til að enda í fyrsta sætinu í H-riðlinum. Portúgalar voru á útivelli en tókst að komast upp í toppsætið með 6-1 útisigri á Maccabi Haifa. Benfica og Paris Saint-Germain enduðu jöfn á stigum, innbyrðis leikjum, markatölu og skoruðu mörkum en Benfica skoraði fleiri mörk á útivelli í riðlinum og tók fyrsta sætið á því. Annað sætið þýðir það fyrir Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar gætu mætt mjög sterku liði í sextán liða úrslitunum sem yrði ekki í fyrsta skiptið sem að gerist fyrir PSG. Klippa: Mörk úr Meistaradeildinni 2. nóvember 2022 Við Íslendingar fögnuðum örugglega mest marki Hákon Arnars Haraldssonar fyrir FC Kaupmannahöfn á móti Borussia Dortmund en þetta var fyrsta og eina mark danska liðsins í riðlakeppninni í ár. FCK tapaði ekki heimaleik í riðlinum en varð engu að síður að sætta sig við neðsta sætið. Argentínumaðurinn Julian Alvarez fór á kostum í framlínu Manchester City í fjarveru Erling Haaland og var með eitt mark og tvær stoðsendingar en eitt marka City skoraði hinn sautján ára gamli Rico Lewis. Svisslendingurinn Denis Zakaria var líka eins af hetjum kvöldsins en hann skoraði sigurmark Chelsea í sínum fyrsta leik með félaginu en kom á láni frá Juventus 1. september. Chelsea og Manchester City unnu bæði sinn riðil eins og Benfica og það gerði líka Real Madrid. AC Milan, RB Leipzig, Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain komust áfram úr öðru sæti sinna riðla. Hér fyrir ofan má sjá markaveislu gærkvöldsins úr Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í gær og nú er ljós hvaða sextán lið komust áfram í útsláttarkeppnina. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var þróun mála í H-riðlinum. Paris Saint-Germain vann sinn leik og var með mun betri markatölu en Benfica og því héldu að sigur myndi duga franska liðinu til að enda í fyrsta sætinu í H-riðlinum. Portúgalar voru á útivelli en tókst að komast upp í toppsætið með 6-1 útisigri á Maccabi Haifa. Benfica og Paris Saint-Germain enduðu jöfn á stigum, innbyrðis leikjum, markatölu og skoruðu mörkum en Benfica skoraði fleiri mörk á útivelli í riðlinum og tók fyrsta sætið á því. Annað sætið þýðir það fyrir Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar gætu mætt mjög sterku liði í sextán liða úrslitunum sem yrði ekki í fyrsta skiptið sem að gerist fyrir PSG. Klippa: Mörk úr Meistaradeildinni 2. nóvember 2022 Við Íslendingar fögnuðum örugglega mest marki Hákon Arnars Haraldssonar fyrir FC Kaupmannahöfn á móti Borussia Dortmund en þetta var fyrsta og eina mark danska liðsins í riðlakeppninni í ár. FCK tapaði ekki heimaleik í riðlinum en varð engu að síður að sætta sig við neðsta sætið. Argentínumaðurinn Julian Alvarez fór á kostum í framlínu Manchester City í fjarveru Erling Haaland og var með eitt mark og tvær stoðsendingar en eitt marka City skoraði hinn sautján ára gamli Rico Lewis. Svisslendingurinn Denis Zakaria var líka eins af hetjum kvöldsins en hann skoraði sigurmark Chelsea í sínum fyrsta leik með félaginu en kom á láni frá Juventus 1. september. Chelsea og Manchester City unnu bæði sinn riðil eins og Benfica og það gerði líka Real Madrid. AC Milan, RB Leipzig, Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain komust áfram úr öðru sæti sinna riðla. Hér fyrir ofan má sjá markaveislu gærkvöldsins úr Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira