Týnd kynslóð Sjálfstæðiskvenna undir forystu Bjarna Benediktssonar Jónína Sigurðardóttir, Elín Jónsdóttir, Berta Gunnarsdóttir, Karólína Íris Jónsdóttir og Ragnheiður Skúladóttir skrifa 2. nóvember 2022 16:31 Á komandi landsfundi gefst Sjálfstæðisfólki tækifæri til að kjósa nýjan formann flokksins. Í framboði eru tveir menn, einn sem stendur fyrir óbreyttu ástandi og annar sem stendur fyrir breytingar; að efla og breikka flokkinn. Af greinaskrifum síðustu daga mætti halda að Guðlaugur Þór sé í framboði til formanns gegn ungri konu. Raunin er þó sú að hann er í framboði gegn Bjarna Benediktssyni, sem er víst hvorugt af þessu tvennu. Bjarni nefnir það gjarnan að hafa stutt tvær ungar konur til setu á ráðherrastól, þær Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu, til að sýna fram á að hann styðji við konur í flokknum. Við tökum undir að við Sjálfstæðisfólk getum verið stolt af því að eiga slíkar frambærilegar ungar konur í okkar röðum. Það var einmitt Guðlaugur Þór sem greiddi götu Áslaugar Örnu með því að stíga til hliðar er hún bauð sig fram til ritara á landsfundi árið 2016. Önnur frambærileg kona á uppleið sem má nefna í þessu samhengi er Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og fyrrum aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, sem kom með krafti inn á sviðið í síðustu þingkosningum og hefur notið mikils stuðnings, meðal annars frá Guðlaugi. Þetta og fleira hefur Guðlaugur Þór gert til að styðja við framgang ekki bara kvenna heldur ungs öflugs fólks innan flokksins. Margar öflugar konur horfið úr flokknum Það er hins vegar hæpið að Bjarni stilli sér upp sem frambjóðanda fjölbreytileikans, þrátt fyrir að hafa valið bæði karla og konur sem ráðherra, sem ætti auðvitað að teljast sjálfsagt. Enn undarlegra er að láta eins og Guðlaugur Þór standi á einhvern hátt í vegi fyrir framgangi kvenna í flokknum, líkt og einhverjir hafa ýjað að. Við þurfum að horfast í augu við það að undir stjórn Bjarna höfum við misst stóran hluta heillar kynslóðar sjálfstæðiskvenna úr flokknum. Það var einmitt í formannstíð hans, fyrir ekki svo mörgum árum, sem 11 konur af 14 sögðu sig úr stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna vegna óánægju með stöðu jafnréttismála innan flokksins. Við höfum líka misst margar öflugar konur til Viðreisnar sem og til annarra flokka. Við þurfum að fá þær til baka í flokkinn okkar, en það gerist ekki nema við tökum markviss skref til að gera hann aðgengilegan og aðlaðandi fyrir fjölbreyttan hóp með ólíkar skoðanir. Það er hins vegar ekki nóg að styðja konur, heldur þarf með markvissum hætti að efla fjölbreytileika innan flokksins á breiðum grundvelli, bæði þegar kemur að kyni og aldri, stétt og stöðu. Við þurfum að færa flokkinn af þeirri braut að tala til sífellt þrengri hóps fólks, sem hefur því miður verið þróun síðustu ára. Guðlaugur Þór er sá frambjóðandi sem hefur sýnt það að hann getur leitt áfram fjöldahreyfingu sem sameinar fjölbreytt fólk undir sjálfstæðisstefnunni. Við, sjálfstæðiskonur úr grasrót flokksins, ætlum að kjósa breytingar á sunnudaginn og styðjum Guðlaug Þór til formanns. Jónína Sigurðardóttir, ráðgjafi í málefnum heimilislausra og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-,Bústaðar-, og Fossvogshverfi Elín Jónsdóttir, lögfræðingur og formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hlíða- og holtahverfi Berta Gunnarsdóttir, lögfræðingur Karólína Íris Jónsdóttir, fasteignasali Ragnheiður Skúladóttir, viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-, Bústaðar-, og Fossvogshverfi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Á komandi landsfundi gefst Sjálfstæðisfólki tækifæri til að kjósa nýjan formann flokksins. Í framboði eru tveir menn, einn sem stendur fyrir óbreyttu ástandi og annar sem stendur fyrir breytingar; að efla og breikka flokkinn. Af greinaskrifum síðustu daga mætti halda að Guðlaugur Þór sé í framboði til formanns gegn ungri konu. Raunin er þó sú að hann er í framboði gegn Bjarna Benediktssyni, sem er víst hvorugt af þessu tvennu. Bjarni nefnir það gjarnan að hafa stutt tvær ungar konur til setu á ráðherrastól, þær Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu, til að sýna fram á að hann styðji við konur í flokknum. Við tökum undir að við Sjálfstæðisfólk getum verið stolt af því að eiga slíkar frambærilegar ungar konur í okkar röðum. Það var einmitt Guðlaugur Þór sem greiddi götu Áslaugar Örnu með því að stíga til hliðar er hún bauð sig fram til ritara á landsfundi árið 2016. Önnur frambærileg kona á uppleið sem má nefna í þessu samhengi er Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og fyrrum aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, sem kom með krafti inn á sviðið í síðustu þingkosningum og hefur notið mikils stuðnings, meðal annars frá Guðlaugi. Þetta og fleira hefur Guðlaugur Þór gert til að styðja við framgang ekki bara kvenna heldur ungs öflugs fólks innan flokksins. Margar öflugar konur horfið úr flokknum Það er hins vegar hæpið að Bjarni stilli sér upp sem frambjóðanda fjölbreytileikans, þrátt fyrir að hafa valið bæði karla og konur sem ráðherra, sem ætti auðvitað að teljast sjálfsagt. Enn undarlegra er að láta eins og Guðlaugur Þór standi á einhvern hátt í vegi fyrir framgangi kvenna í flokknum, líkt og einhverjir hafa ýjað að. Við þurfum að horfast í augu við það að undir stjórn Bjarna höfum við misst stóran hluta heillar kynslóðar sjálfstæðiskvenna úr flokknum. Það var einmitt í formannstíð hans, fyrir ekki svo mörgum árum, sem 11 konur af 14 sögðu sig úr stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna vegna óánægju með stöðu jafnréttismála innan flokksins. Við höfum líka misst margar öflugar konur til Viðreisnar sem og til annarra flokka. Við þurfum að fá þær til baka í flokkinn okkar, en það gerist ekki nema við tökum markviss skref til að gera hann aðgengilegan og aðlaðandi fyrir fjölbreyttan hóp með ólíkar skoðanir. Það er hins vegar ekki nóg að styðja konur, heldur þarf með markvissum hætti að efla fjölbreytileika innan flokksins á breiðum grundvelli, bæði þegar kemur að kyni og aldri, stétt og stöðu. Við þurfum að færa flokkinn af þeirri braut að tala til sífellt þrengri hóps fólks, sem hefur því miður verið þróun síðustu ára. Guðlaugur Þór er sá frambjóðandi sem hefur sýnt það að hann getur leitt áfram fjöldahreyfingu sem sameinar fjölbreytt fólk undir sjálfstæðisstefnunni. Við, sjálfstæðiskonur úr grasrót flokksins, ætlum að kjósa breytingar á sunnudaginn og styðjum Guðlaug Þór til formanns. Jónína Sigurðardóttir, ráðgjafi í málefnum heimilislausra og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-,Bústaðar-, og Fossvogshverfi Elín Jónsdóttir, lögfræðingur og formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hlíða- og holtahverfi Berta Gunnarsdóttir, lögfræðingur Karólína Íris Jónsdóttir, fasteignasali Ragnheiður Skúladóttir, viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-, Bústaðar-, og Fossvogshverfi
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun