Halland drukknar í vinsældum Haalands Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2022 16:30 Erling Haaland hefur verið óstöðvandi í fremstu víglínu hjá Manchester City en er reyndar núna frá keppni vegna smávægilegra meiðsla. Getty Erling Haaland er orðinn að svo mikilli stjörnu að það hefur skapað viss vandræði fyrir ferðamálayfirvöld í sænska héraðinu Halland. Þó að glöggir lesendur taki væntanlega eftir því að Haaland og Halland er ekki ritað með sama hætti þá er ekki hægt að segja það sama um alla netverja. Þess vegna birtast eintómar myndir og færslur um knattspyrnumanninn Haaland þegar nafn sænska héraðsins Halland er skrifað í leit á samfélagsmiðlum. Jimmy Sandberg, stjórnandi hjá Visit Halland, fann sig því knúinn til að birta opið bréf á LinkedIn þar sem hann biðlaði til aðdáenda norsku knattspyrnustjörnunnar um að gefa sænska héraðinu Halland aftur myllumerkið sitt. Sandberg benti á að ekki væri hægt að finna myndir á Instagram eða Google af fallegum stöðum í Halland því að þar birtust bara myndir af Haaland. Fólk verði einfaldlega að átta sig á því hvernig nafn knattspyrnumannsins sé ritað. „Eftir frammistöðu hans hjá City þá birtist hann úti um allt. Í öllum myndaleitum og undir myllumerkinu. „Hvað í fjandanum, hann heitir jú ekki Halland?“ En maður sér strax að það eru margir sem skrifa þetta vitlaust,“ sagði Sandberg við Fotbollskanalen. „Þá sáum við að við gætum gert eitthvað flott úr þessu. Þetta er ekkert alvöru vandamál en þetta gæti orðið það ef að hann skorar enn fleiri mörk. Þetta er gaman fyrir hann en við erum að drukkna svolítið í þessum uppgangi hans,“ sagði Sandberg og benti á að best hefði verið ef að Haaland hefði verið keyptur til Halland en bætti við að það væri líklega ekki raunhæf ósk. Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Þó að glöggir lesendur taki væntanlega eftir því að Haaland og Halland er ekki ritað með sama hætti þá er ekki hægt að segja það sama um alla netverja. Þess vegna birtast eintómar myndir og færslur um knattspyrnumanninn Haaland þegar nafn sænska héraðsins Halland er skrifað í leit á samfélagsmiðlum. Jimmy Sandberg, stjórnandi hjá Visit Halland, fann sig því knúinn til að birta opið bréf á LinkedIn þar sem hann biðlaði til aðdáenda norsku knattspyrnustjörnunnar um að gefa sænska héraðinu Halland aftur myllumerkið sitt. Sandberg benti á að ekki væri hægt að finna myndir á Instagram eða Google af fallegum stöðum í Halland því að þar birtust bara myndir af Haaland. Fólk verði einfaldlega að átta sig á því hvernig nafn knattspyrnumannsins sé ritað. „Eftir frammistöðu hans hjá City þá birtist hann úti um allt. Í öllum myndaleitum og undir myllumerkinu. „Hvað í fjandanum, hann heitir jú ekki Halland?“ En maður sér strax að það eru margir sem skrifa þetta vitlaust,“ sagði Sandberg við Fotbollskanalen. „Þá sáum við að við gætum gert eitthvað flott úr þessu. Þetta er ekkert alvöru vandamál en þetta gæti orðið það ef að hann skorar enn fleiri mörk. Þetta er gaman fyrir hann en við erum að drukkna svolítið í þessum uppgangi hans,“ sagði Sandberg og benti á að best hefði verið ef að Haaland hefði verið keyptur til Halland en bætti við að það væri líklega ekki raunhæf ósk.
Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira