„Bolsonaro var hræðilegur á alla vegu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. október 2022 23:02 Marcello Milanezi, Brasilíumaður og doktorsnemi við Háskóla Íslands. Vísir/Egill Brasilíumaður búsettur á Íslandi segir stærsta verkefni nýkjörins forseta að draga úr fátækt, sem hafi aukist á valdatíð Jairs Bolsonaro. Valdatíð fráfarandi forseta hafi verið stórslys á öllum sviðum. Mjótt var á munum í forsetakosningunum en Luiz Inacio Lula de Silva hlaut 50,9 prósent atkvæða gegn Bolsonaro, sem hefur enn ekki viðurkennt tapið eða tjáð sig eftir ósigurinn. „Brasilía er málstaður minn, fólkið er málstaður minn, að berjast gegn eymd er það sem ég lifi fyrir þangað til ég gef upp andann. Ég faðma ykkur öll og megi guð vernda mig þangað til ég hef vegferð mína þann 1. janúar,“ sagði Lula í sigurræðu sinni í nótt. Spilling landlægt vandamál í Brasilíu Bolsonaro lagði mikla áherslu á spillingu í forsetatíð Lula frá 2003 til 2010 og að hann hafi verið dæmdur í fangelsi vegna þess árið 2018. Lula var síðar sleppt en í ljós kom að verulegir gallar voru á rannsókn og dómaframkvæmd og halda margir stuðningsmenn hans að hann hafi verið sóttur til saka til að koma í veg fyrir framboð gegn Bolsonaro á sínum tíma. „Þegar Brasilía sem heild er annars vegar er spilling því miður alls staðar í pólitíkinni,“ segir Marcello Milanezi, Brasilíumaður sem er doktorsnemi við Háskóla Íslands. Aðstæður verri nú en fyrir valdatíð Bolsonaro Marcello flutti til Íslands fyrir tæpum fjórum árum, rétt eftir að Bolsonaro var kjörinn forseti. Hann segir Bolsonaro lítt skárri en Lula hvað spillingu varðar. „Það er spilling alls staðar. Ég myndi ekki vita hvernig hægt væri að mynda ríkisstjórn án spillingar ef einhver spyrði mig,“ segir hann. Meðal stóru verkefna Lula verði að tryggja verndun Amason frumskógarins, réttindi frumbyggja Brasilíu og að berjast gegn fátækt, sem hafi versnað í valdatíð Bolsonaros. „Ég var í Brasilíu núna í ágúst og aðstæður heimilislausra, að minnsta kosti í Sao Paulo, voru miklu verri en þegar ég fór,“ segir Marcello. Margir hafi ekki endilega viljað Lula aftur sem forseta en fólk fylkt sér á bak við hann til að tryggja að Bolsonaro viki. „Bolsonaro er hörmulegur á öllum sviðum. Það er erfitt skilja hvernig jafnvel hægrimenn geta stutt hann. Meira að segja efnahagsmálin eru stórslys,“ segir hann. Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro sé eins og kórdrengur við hlið Lula Miklar vendingar urðu í brasilískum stjórnmálum í gær þegar Jair Bolsonaro, forseti til fjögurra ára, tapaði í forsetakosningum. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti þegar tap Bolsonaro var orðið ljóst. 31. október 2022 12:33 Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32 Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Mjótt var á munum í forsetakosningunum en Luiz Inacio Lula de Silva hlaut 50,9 prósent atkvæða gegn Bolsonaro, sem hefur enn ekki viðurkennt tapið eða tjáð sig eftir ósigurinn. „Brasilía er málstaður minn, fólkið er málstaður minn, að berjast gegn eymd er það sem ég lifi fyrir þangað til ég gef upp andann. Ég faðma ykkur öll og megi guð vernda mig þangað til ég hef vegferð mína þann 1. janúar,“ sagði Lula í sigurræðu sinni í nótt. Spilling landlægt vandamál í Brasilíu Bolsonaro lagði mikla áherslu á spillingu í forsetatíð Lula frá 2003 til 2010 og að hann hafi verið dæmdur í fangelsi vegna þess árið 2018. Lula var síðar sleppt en í ljós kom að verulegir gallar voru á rannsókn og dómaframkvæmd og halda margir stuðningsmenn hans að hann hafi verið sóttur til saka til að koma í veg fyrir framboð gegn Bolsonaro á sínum tíma. „Þegar Brasilía sem heild er annars vegar er spilling því miður alls staðar í pólitíkinni,“ segir Marcello Milanezi, Brasilíumaður sem er doktorsnemi við Háskóla Íslands. Aðstæður verri nú en fyrir valdatíð Bolsonaro Marcello flutti til Íslands fyrir tæpum fjórum árum, rétt eftir að Bolsonaro var kjörinn forseti. Hann segir Bolsonaro lítt skárri en Lula hvað spillingu varðar. „Það er spilling alls staðar. Ég myndi ekki vita hvernig hægt væri að mynda ríkisstjórn án spillingar ef einhver spyrði mig,“ segir hann. Meðal stóru verkefna Lula verði að tryggja verndun Amason frumskógarins, réttindi frumbyggja Brasilíu og að berjast gegn fátækt, sem hafi versnað í valdatíð Bolsonaros. „Ég var í Brasilíu núna í ágúst og aðstæður heimilislausra, að minnsta kosti í Sao Paulo, voru miklu verri en þegar ég fór,“ segir Marcello. Margir hafi ekki endilega viljað Lula aftur sem forseta en fólk fylkt sér á bak við hann til að tryggja að Bolsonaro viki. „Bolsonaro er hörmulegur á öllum sviðum. Það er erfitt skilja hvernig jafnvel hægrimenn geta stutt hann. Meira að segja efnahagsmálin eru stórslys,“ segir hann.
Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro sé eins og kórdrengur við hlið Lula Miklar vendingar urðu í brasilískum stjórnmálum í gær þegar Jair Bolsonaro, forseti til fjögurra ára, tapaði í forsetakosningum. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti þegar tap Bolsonaro var orðið ljóst. 31. október 2022 12:33 Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32 Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Bolsonaro sé eins og kórdrengur við hlið Lula Miklar vendingar urðu í brasilískum stjórnmálum í gær þegar Jair Bolsonaro, forseti til fjögurra ára, tapaði í forsetakosningum. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti þegar tap Bolsonaro var orðið ljóst. 31. október 2022 12:33
Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32
Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43