„Margir sögðu að ég ætti verðlaunin ekki skilið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2022 16:01 Sophia Smith hjá Portland Thorns með verðlaunin sem besti leikmaður úrslitaleiksins í NWSL deildinni. Getty/Ira L. Black Portland Thorns varð um helgina bandarískur meistari í fótbolta kvenna eftir sigur á Kansas City Current í úrslitaleiknum. Besti leikmaðurinn stóð undir nafni á stóra sviðinu. Sophia Smith, framherji Portland, var kosin mikilvægasti leikmaður deildarinnar fyrir úrslitaleikinn. Hún hélt upp á þau verðlaun með því að koma liði sínu yfir í upphafi úrslitaleiksins. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Smith vakti athygli fyrir að fagna eins og Michael Jordan gerði svo eftirminnilega á sínum tíma. Þessi 22 ára stelpa fagnaði markinu með því að yppta öxlum. Jordan gerði það á sínum tíma eftir sjötta þristinn sinn fyrir leik þar sem var talað um að hann væri ekki nógu góð þriggja stiga skytta. Smith fannst ástæða til að fagna svona eftir að hafa heyrt gagnrýni á það úr mörgum áttum að hún ætti ekki skilið að vera kosin mikilvægasti leikmaður NWSL deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Eftir leikinn var bandaríska landsliðskonan spurð út í það hvernig hún fagnaði markinu sínu. „Margir sögðu að ég ætti verðlaunin ekki skilið svo þetta var bara mitt svar,“ sagði Sophia Smith. Hún var síðan líka kosin besti leikmaður úrslitaleiksins. Hún var aðeins annar leikmaður í sögu deildarinnar sem fylgir því eftir að fá þessi stóru verðlaun með því að skora í úrslitaleik um titilinn. Hún er líka sú yngsta til að skora í úrslitaleik um bandaríska titilinn. Smith var valin fyrst í nýliðavalinu 2020 og er þegar búin að spila 25 landsleiki fyrir heimsmeistara Bandaríkjanna þar sem hún hefur skorað ellefu mörk. Hún skoraði fimmtán mörk fyrir Thorns á tímabilinu. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira
Sophia Smith, framherji Portland, var kosin mikilvægasti leikmaður deildarinnar fyrir úrslitaleikinn. Hún hélt upp á þau verðlaun með því að koma liði sínu yfir í upphafi úrslitaleiksins. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Smith vakti athygli fyrir að fagna eins og Michael Jordan gerði svo eftirminnilega á sínum tíma. Þessi 22 ára stelpa fagnaði markinu með því að yppta öxlum. Jordan gerði það á sínum tíma eftir sjötta þristinn sinn fyrir leik þar sem var talað um að hann væri ekki nógu góð þriggja stiga skytta. Smith fannst ástæða til að fagna svona eftir að hafa heyrt gagnrýni á það úr mörgum áttum að hún ætti ekki skilið að vera kosin mikilvægasti leikmaður NWSL deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Eftir leikinn var bandaríska landsliðskonan spurð út í það hvernig hún fagnaði markinu sínu. „Margir sögðu að ég ætti verðlaunin ekki skilið svo þetta var bara mitt svar,“ sagði Sophia Smith. Hún var síðan líka kosin besti leikmaður úrslitaleiksins. Hún var aðeins annar leikmaður í sögu deildarinnar sem fylgir því eftir að fá þessi stóru verðlaun með því að skora í úrslitaleik um titilinn. Hún er líka sú yngsta til að skora í úrslitaleik um bandaríska titilinn. Smith var valin fyrst í nýliðavalinu 2020 og er þegar búin að spila 25 landsleiki fyrir heimsmeistara Bandaríkjanna þar sem hún hefur skorað ellefu mörk. Hún skoraði fimmtán mörk fyrir Thorns á tímabilinu.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira