Elsti fanginn í Guantanamo látinn laus Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2022 21:57 Aðstæður sem fangar mega sæta í Guantanamo Bay eru ekki góðar. Chris Hondros/Getty Elsti fangi sem setið hefur inni í hinu alræmda Guantanamo Bay-fangelsi, sem Bandaríkjastjórn starfrækir á Kúbu, hefur verið látinn laus. Hinn 75 ára Saifullah Paracha frá Pakistan var handtekinn í Tælandi árið 2003, grunaður um að hafa tengsl við Al Kaída hryðjuverkasamtökin. Hann var meðal annars talinn hafa tengst Osama bin Laden, sem var leiðtogi samtakanna þangað til hann var felldur í aðgerðum Bandaríkjahers í Pakistan árið 2011. Eftir að hafa verið handekinn í júlí 2003 sat Paracha í 14 mánuði í bandarísku herfangelsi í Afganistan. Eftir það var hann fluttur í Guantanamo Bay, hvar margir grunaðir hryðjuverkamenn hafa setið inni. Fangelsið er alræmt fyrir slæmar aðstæður og mýmargar ásakanir um gróf mannréttindabrot innan veggja þess hafa komið fram. Lögmaður Paracha hefur verið afar gagnrýninn á hve langan tíma tók að sleppa honum, en meira en ár leið frá því að samþykki fékkst fyrir lausn hans og þar til honum var sleppt til heimalands síns. „Hann var vanur að humma við mig Eagles-lagið Hotel California, þar sem þú getur tékkað þig út hvenær sem þú vilt, en færð aldrei að fara,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir lögmanninum, Clive Stafford-Smith. Saifullah Piracha var sleppt í gær og er hann snúinn aftur til Pakistan.Getty Hann segist eiga von á því að fleiri föngum verði sleppt á næstunni. „Fjórir minna skjólstæðinga sitja enn þar inni, en búið er að samþykkja að láta þá alla lausa,“ sagði Stafford-Smith og sagði málið „vandræðalegt fyrir Bandaríkin.“ Heldur hefur fækkað í fangelsinu á undanförnum árum, sem eitt sinn hýsti hundruð fanga. Nú eru þeir 35, en nokkur pressa er á Joe Biden Bandaríkjaforseta að loka fangelsinu, líkt og hann hefur sjálfur lýst yfir áhuga á að gera. Barack Obama, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 2009 til 2017 sagðist einnig ætla að gera það. Joe Biden var varaforseti í forsetatíð Obama. Bandaríkin Kúba Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Hinn 75 ára Saifullah Paracha frá Pakistan var handtekinn í Tælandi árið 2003, grunaður um að hafa tengsl við Al Kaída hryðjuverkasamtökin. Hann var meðal annars talinn hafa tengst Osama bin Laden, sem var leiðtogi samtakanna þangað til hann var felldur í aðgerðum Bandaríkjahers í Pakistan árið 2011. Eftir að hafa verið handekinn í júlí 2003 sat Paracha í 14 mánuði í bandarísku herfangelsi í Afganistan. Eftir það var hann fluttur í Guantanamo Bay, hvar margir grunaðir hryðjuverkamenn hafa setið inni. Fangelsið er alræmt fyrir slæmar aðstæður og mýmargar ásakanir um gróf mannréttindabrot innan veggja þess hafa komið fram. Lögmaður Paracha hefur verið afar gagnrýninn á hve langan tíma tók að sleppa honum, en meira en ár leið frá því að samþykki fékkst fyrir lausn hans og þar til honum var sleppt til heimalands síns. „Hann var vanur að humma við mig Eagles-lagið Hotel California, þar sem þú getur tékkað þig út hvenær sem þú vilt, en færð aldrei að fara,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir lögmanninum, Clive Stafford-Smith. Saifullah Piracha var sleppt í gær og er hann snúinn aftur til Pakistan.Getty Hann segist eiga von á því að fleiri föngum verði sleppt á næstunni. „Fjórir minna skjólstæðinga sitja enn þar inni, en búið er að samþykkja að láta þá alla lausa,“ sagði Stafford-Smith og sagði málið „vandræðalegt fyrir Bandaríkin.“ Heldur hefur fækkað í fangelsinu á undanförnum árum, sem eitt sinn hýsti hundruð fanga. Nú eru þeir 35, en nokkur pressa er á Joe Biden Bandaríkjaforseta að loka fangelsinu, líkt og hann hefur sjálfur lýst yfir áhuga á að gera. Barack Obama, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 2009 til 2017 sagðist einnig ætla að gera það. Joe Biden var varaforseti í forsetatíð Obama.
Bandaríkin Kúba Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira