Lóðaskortur á Ísafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2022 09:04 Allt stefnir í lóðaskort á Ísafirði verði ekki brugðist snöggt og vel við mikilli eftirspurn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Allar lóðir á Ísafirði undir íbúðarhúsnæði eru meira og minna uppseldar og því þarf að fara að endurskipuleggja aðalskipulag bæjarins með tilliti til nýrra íbúðarhverfa. Ísafjarðarbær varð til árið 1996 við sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Sameinað sveitarfélag er það langstærsta á Vestfjörðum með um 3.800 manns, sem er liðlega helmingur allra Vestfirðinga. Heilmikil uppbygging á sér nú stað í sveitarfélaginu. „Það er bara uppbygging fram undan, það er bara svoleiðis. Við þurfum að vinna í því að endurskipuleggja aðalskipulagið okkar og klára það á þessu kjörtímabili. Við þurfum að skipuleggja lóðir, fara í deiliskipulag og endurskoða deiliskipulög, þannig að það er mjög mikil skipulagsvinna fram undan, bæði hér á Ísafirði og í þorpunum hér í kring,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Sigríður Júlía segir að bæjaryfirvöld hafi ekki haft undan við að úthluta nýjum lóðum og nú sé komin upp sú staða að það sé að skella á lóðaskortur á Ísafirði. „Þetta er bara mjög gaman og virkilega gott og mikil stemming í fólki, maður finnur það alveg. Það er allt á uppleið hjá okkur, ég vill meina það. Og við erum líka að byggja nemendagarða hérna, bæði á vegum Háskólasetursins, sem er staðsett hér á Ísafirði og svo er líka verið að byggja nemendagarða á Flateyri fyrir Lýðskólann,“ segir Sigríður Júlía. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar er mjög ánægð með hvað það er mikið að gerast í hennar sveitarfélagi hvað varðar alls konar uppbyggingu og framkvæmdir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti bæjarstjórnar er mjög bjartsýn á framtíðina á Vestfjörðum „Já, framtíðin er björt. Hér er fyrirtæki að vaxa og dafna, bæði í fiskeldi og þeirri starfsemi, sem styður við fiskeldið, sem og nýsköpunarfyrirtæki og allskonar hátækni, sem er að ryðja sér til rúms.“ Sigríður Júlía notar alltaf fundarhamar bæjarstjórnar þegar hún setur bæjarstjórnarfundi. “Fundur er settur í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.“ Iðnaðarmenn hafa meira en nóg að gera á Ísafirði við byggingu nýrra húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ísafjarðarbær Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ísafjarðarbær varð til árið 1996 við sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Sameinað sveitarfélag er það langstærsta á Vestfjörðum með um 3.800 manns, sem er liðlega helmingur allra Vestfirðinga. Heilmikil uppbygging á sér nú stað í sveitarfélaginu. „Það er bara uppbygging fram undan, það er bara svoleiðis. Við þurfum að vinna í því að endurskipuleggja aðalskipulagið okkar og klára það á þessu kjörtímabili. Við þurfum að skipuleggja lóðir, fara í deiliskipulag og endurskoða deiliskipulög, þannig að það er mjög mikil skipulagsvinna fram undan, bæði hér á Ísafirði og í þorpunum hér í kring,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Sigríður Júlía segir að bæjaryfirvöld hafi ekki haft undan við að úthluta nýjum lóðum og nú sé komin upp sú staða að það sé að skella á lóðaskortur á Ísafirði. „Þetta er bara mjög gaman og virkilega gott og mikil stemming í fólki, maður finnur það alveg. Það er allt á uppleið hjá okkur, ég vill meina það. Og við erum líka að byggja nemendagarða hérna, bæði á vegum Háskólasetursins, sem er staðsett hér á Ísafirði og svo er líka verið að byggja nemendagarða á Flateyri fyrir Lýðskólann,“ segir Sigríður Júlía. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar er mjög ánægð með hvað það er mikið að gerast í hennar sveitarfélagi hvað varðar alls konar uppbyggingu og framkvæmdir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti bæjarstjórnar er mjög bjartsýn á framtíðina á Vestfjörðum „Já, framtíðin er björt. Hér er fyrirtæki að vaxa og dafna, bæði í fiskeldi og þeirri starfsemi, sem styður við fiskeldið, sem og nýsköpunarfyrirtæki og allskonar hátækni, sem er að ryðja sér til rúms.“ Sigríður Júlía notar alltaf fundarhamar bæjarstjórnar þegar hún setur bæjarstjórnarfundi. “Fundur er settur í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.“ Iðnaðarmenn hafa meira en nóg að gera á Ísafirði við byggingu nýrra húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ísafjarðarbær Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira