LIV stefnir á að sækja fleiri kylfinga og semja um sjónvarpsrétt fyrir næsta ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2022 08:01 Gæti Xander Schauffele skipt yfir til LIV? Chung Sung-Jun/Getty Images Sádi Arabíska golfmótaröðin LIV kom eins og stormsveipur inn í íþróttaheiminn þegar margir af bestu kylfingum heims skiptu PGA út fyrir gylliboð LIV. Forsvarsmenn mótaraðarinnar hafa nú staðfest að stefnt sé að sækja fleiri stór nöfn fyrir næstu leiktíð sem og að semja um sjónvarpsrétt mótaraðarinnar fyrir næsta ár. Mótaröðin stefnir á að vera búin að semja við alla kylfinga áður en árið 2022 er runnið sitt skeið en á síðasta ári var verið að semja við menn nánast á milli móta. „Við erum í viðræðum. Við viljum klára að semja við kylfinga á þessu ári. Þetta mun allt koma í ljós á næstu mánuðum,“ sagði Atul Khosla, forseti LIV mótaraðarinnar. Sem stendur eru Xander Schauffele, Mito Pereira, Patrick Cantley og Thomas Pieters allir orðaðri við LIV. Það væri mikið högg fyrir PGA mótaröðina að missa bæði Cantley og Schauffele en LIV hefur nú þegar tekið marga af stærstu kylfingum heims. Forsvarsmenn LIV neituðu að tjá sig um hvaða kylfingar gætu skipt yfir. Sem stendur er umfjöllun um mótaröðina bundin við vefsíðu og Youtube-rásar hennar. Sem stendur er verið að reyna semja um sjónvarpsrétt mótaraðarinnar. „Við erum að ræða við nokkrar stöðvar. Fyrsta skrefið var að sýna vöruna og annað skref var að finna tíma,“ sagði Khosla um mögulegan sjónvarpsrétt. Hann tók einnig fram að ekki væri um sex mánaða eða eins árs samning að ræða heldur samning til margra ára. Brooks Koepka og Atul Khosla.Chris Trotman/Getty Images Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Mótaröðin stefnir á að vera búin að semja við alla kylfinga áður en árið 2022 er runnið sitt skeið en á síðasta ári var verið að semja við menn nánast á milli móta. „Við erum í viðræðum. Við viljum klára að semja við kylfinga á þessu ári. Þetta mun allt koma í ljós á næstu mánuðum,“ sagði Atul Khosla, forseti LIV mótaraðarinnar. Sem stendur eru Xander Schauffele, Mito Pereira, Patrick Cantley og Thomas Pieters allir orðaðri við LIV. Það væri mikið högg fyrir PGA mótaröðina að missa bæði Cantley og Schauffele en LIV hefur nú þegar tekið marga af stærstu kylfingum heims. Forsvarsmenn LIV neituðu að tjá sig um hvaða kylfingar gætu skipt yfir. Sem stendur er umfjöllun um mótaröðina bundin við vefsíðu og Youtube-rásar hennar. Sem stendur er verið að reyna semja um sjónvarpsrétt mótaraðarinnar. „Við erum að ræða við nokkrar stöðvar. Fyrsta skrefið var að sýna vöruna og annað skref var að finna tíma,“ sagði Khosla um mögulegan sjónvarpsrétt. Hann tók einnig fram að ekki væri um sex mánaða eða eins árs samning að ræða heldur samning til margra ára. Brooks Koepka og Atul Khosla.Chris Trotman/Getty Images Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira