Setti sér markmið að skora fimm mörk en á möguleika á markakóngstitlinum í dag Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 09:01 Lokaumferðin í Bestu deild karla í fóbolta fer fram í dag. Breiðablik fær Meistaraskjöldin en mesta spennan, og í rauninni eina spennan, er hver verður markakóngur á Íslandsmótinu. Nökkvi Þeyr Þórisson, KA, og Guðmundur Magnússon, Fram, berjast um markakóngstitilinn, en báðir hafa þeir skorað 17 mörk á tímabilinu. Takist Guðmundi að skora gegn Keflavík í dag verður hann markakóngur þar sem Nökkvi hefur yfirgefið KA og leikur nú með belgíska liðinu Beerschot. „Úr því sem komið er þá yrði ansi svekkjandi að ná þessu ekki, en ég hef fulla trú á því að ég nái því,“ sagði Guðmundur í samtali við Stöð 2 í gær. Guðmundur hefur spilað feikilega vel í allt sumar og hann segir það að mestu leyti sér sjálfum að þakka. „Mest megnis mér sjálfum. Tíminn sem fer í þetta. Ég eyði mjög miklum tíma upp í Fram og tek aukaæfingarnar mjög alvarlega, bæði úti á velli og í ræktinni.“ „Eins og ég segi, tíminn sem fer í þetta, maður er bara að uppskera eftir því.“ „Ég lagði af stað í þetta ferðalag seinasta haust með það að markmiði að gera þetta almennilega. Það voru fótboltaæfingar fimm sinnum í viku og ég tók fjórar æfingar aukalega ofan á það. Maður var alltaf inni í líkamsræktarsalnum.“ En hvert var markmið Guðmundar fyrir sumarið? „Ég byrjaði bara á einu markmiði og það voru fimm mörk. Svo bara tók ég þetta koll af kolli og endurnýja alltaf markmiðin mín eftir því sem ég náði þeim. Það eru alveg eitt eða tvö eftir og vonandi næ ég þeim.“ Klippa: Guðmundur Magnússon, Fram „Höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta“ Margir spáðu nýliðunum í Fram fallsæti fyrir mótið, en liðið situr nú í næst efsta sæti neðri hluta deildarinnar með 31 stig, níu stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar ein umferð er eftir. Guðmundur segir að Fram hafi komið mörgum á óvart, en að hann hafi vitað að liðið gæti spilað góðan fótbolta. „Við höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta og það eru góðir fótboltamenn í þessu liði. Það kannski fylgir því að vera nýliði að lenda í erfiðum leikjum og við fengum náttúrulega KR og FH í fyrstu tveim leikjunum sem er ekkert grín. En eftir það lá leiðin bara upp á við og við fórum bara að fá sjálfstraust og spila okkar bolta. Því fylgja mörk, en því fylgir líka kannski áhættan að fá fleiri mörk á sig. En það er bara skemmtun.“ Hugurinn áfram í Úlfarsárdal En hvað ber framtíðin í skauti sér hjá Guðmundi? Verður hann áfram hjá Fram í Úlfarsárdalnum? „Ég er allavega með eitt ár í viðbót, en svo eru ýmis ákvæði sem hægt er að skoða og við byrjum kannski í næstu viku að skoða það. En já, hugurinn er þar allavega.“ „Það væri alveg gaman ef að það kæmi,“ svaraði Guðmundur, aðspurður um útlönd. „En maður er að verða 32 ára á næsta ári og ég er ekkert viss um að margir vilji skoða að kaupa notaðan Land Cruiser, en þó einhverjir.“ Svekkelsi að vera ekki valinn í landsliðið Þá segist Guðmundur einnig vera hálf svekktur að hafa ekki verið valinn í landsliðið miðað við frammistöðu hans í sumar. „Svona miðað við hvernig sumarið er búið að vera þá var ég smá svekktur. En ég er það raunsær að ég sé að það er verið að hugsa um framtíðina og þeir sem voru valdir eiga það mjög mikið skilið og það er greinilega hugsun á bakvið það að velja þessa stráka. Þeir eiga framtíðina fyrir sér.“ Besta deild karla Fram Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Nökkvi Þeyr Þórisson, KA, og Guðmundur Magnússon, Fram, berjast um markakóngstitilinn, en báðir hafa þeir skorað 17 mörk á tímabilinu. Takist Guðmundi að skora gegn Keflavík í dag verður hann markakóngur þar sem Nökkvi hefur yfirgefið KA og leikur nú með belgíska liðinu Beerschot. „Úr því sem komið er þá yrði ansi svekkjandi að ná þessu ekki, en ég hef fulla trú á því að ég nái því,“ sagði Guðmundur í samtali við Stöð 2 í gær. Guðmundur hefur spilað feikilega vel í allt sumar og hann segir það að mestu leyti sér sjálfum að þakka. „Mest megnis mér sjálfum. Tíminn sem fer í þetta. Ég eyði mjög miklum tíma upp í Fram og tek aukaæfingarnar mjög alvarlega, bæði úti á velli og í ræktinni.“ „Eins og ég segi, tíminn sem fer í þetta, maður er bara að uppskera eftir því.“ „Ég lagði af stað í þetta ferðalag seinasta haust með það að markmiði að gera þetta almennilega. Það voru fótboltaæfingar fimm sinnum í viku og ég tók fjórar æfingar aukalega ofan á það. Maður var alltaf inni í líkamsræktarsalnum.“ En hvert var markmið Guðmundar fyrir sumarið? „Ég byrjaði bara á einu markmiði og það voru fimm mörk. Svo bara tók ég þetta koll af kolli og endurnýja alltaf markmiðin mín eftir því sem ég náði þeim. Það eru alveg eitt eða tvö eftir og vonandi næ ég þeim.“ Klippa: Guðmundur Magnússon, Fram „Höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta“ Margir spáðu nýliðunum í Fram fallsæti fyrir mótið, en liðið situr nú í næst efsta sæti neðri hluta deildarinnar með 31 stig, níu stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar ein umferð er eftir. Guðmundur segir að Fram hafi komið mörgum á óvart, en að hann hafi vitað að liðið gæti spilað góðan fótbolta. „Við höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta og það eru góðir fótboltamenn í þessu liði. Það kannski fylgir því að vera nýliði að lenda í erfiðum leikjum og við fengum náttúrulega KR og FH í fyrstu tveim leikjunum sem er ekkert grín. En eftir það lá leiðin bara upp á við og við fórum bara að fá sjálfstraust og spila okkar bolta. Því fylgja mörk, en því fylgir líka kannski áhættan að fá fleiri mörk á sig. En það er bara skemmtun.“ Hugurinn áfram í Úlfarsárdal En hvað ber framtíðin í skauti sér hjá Guðmundi? Verður hann áfram hjá Fram í Úlfarsárdalnum? „Ég er allavega með eitt ár í viðbót, en svo eru ýmis ákvæði sem hægt er að skoða og við byrjum kannski í næstu viku að skoða það. En já, hugurinn er þar allavega.“ „Það væri alveg gaman ef að það kæmi,“ svaraði Guðmundur, aðspurður um útlönd. „En maður er að verða 32 ára á næsta ári og ég er ekkert viss um að margir vilji skoða að kaupa notaðan Land Cruiser, en þó einhverjir.“ Svekkelsi að vera ekki valinn í landsliðið Þá segist Guðmundur einnig vera hálf svekktur að hafa ekki verið valinn í landsliðið miðað við frammistöðu hans í sumar. „Svona miðað við hvernig sumarið er búið að vera þá var ég smá svekktur. En ég er það raunsær að ég sé að það er verið að hugsa um framtíðina og þeir sem voru valdir eiga það mjög mikið skilið og það er greinilega hugsun á bakvið það að velja þessa stráka. Þeir eiga framtíðina fyrir sér.“
Besta deild karla Fram Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti