Norðurál leggst á árar með Norsk Hydro

Fjöldi álframleiðenda hefur kallað eftir því að viðskiptaþvinganir Vesturlanda nái líka til rússneskra framleiðenda. Norðurál, dótturfélag Century Aluminum á Íslandi, tekur undir þann málflutning og kallar eftir því að hömlur verði settar á útflutning á rússnesku áli til Evrópu og Bandaríkjanna.
Tengdar fréttir

Raforkuverð til Rio Tinto á Íslandi hækkar vegna verðbólgu í Bandaríkjunum
Raforkuverðið sem álver Rio Tinto á Íslandi greiðir til Landsvirkjunar er á svipuðum slóðum og það sem fyrirtækið greiddi áður en endursamið var við Landsvirkjun í febrúar á síðasta ári. Verðlagsþróun í Bandaríkjunum er helsti drifkraftur hækkunarinnar, en stærstur hluti raforkusamnings Rio Tinto við Landsvirkjun er verðtryggður miðað við neysluverðsvísitölu í Bandaríkjunum. Tólf mánaða verðbólga í Bandaríkjunum stendur nú í 8,5 prósentum.