Marí með barn sitt í kerru þegar hann var stunginn Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2022 09:01 Pablo Marí er á sjúkrahúsi en ekki í lífshættu. Getty/Nicolo Campo Knattspyrnumaðurinn Pablo Marí gengst undir aðgerð í dag eftir að maður stakk hann með hnífi í verslunarmiðstöð á Ítalíu í gær, þar sem einn maður lést og fleiri særðust. Marí er leikmaður Arsenal en að láni hjá Monza hjá Ítalíu í vetur. Þessi 29 ára gamli varnarmaður var í verslunarferð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, með konu sinni og syni sem sat í kerru, þegar 46 ára gamall maður réðist aftan að Marí og stakk hann með hnífi. Marí var stunginn í bakið en er ekki lífshættulega slasaður. Hann mun þó gangast undir aðgerð samkvæmt Sky Sports til að fyrirbyggja varanleg meiðsli. Adriano Galliani, framkvæmdastjóri Monza, segir það hafa bjargað lífi Marí hve hávaxinn hann sé. „Í dag var ég heppinn en ég sá manneskju deyja fyrir framan mig,“ sagði Marí sem sá þegar árásarmaðurinn stakk aðra manneskju í hálsinn. Alls réðist maðurinn á sex manneskjur. Our thoughts are with Pablo Mari and the other victims of today's dreadful incident in Italy.We have been in contact with Pablo s agent who has told us he s in hospital and is not seriously hurt.— Arsenal (@Arsenal) October 27, 2022 Arsenal sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld vegna málsins: „Við erum öll í áfalli yfir sorgarfréttunum um hnífaárás á Ítalíu, sem varð til þess að hópur fólks endaði á sjúkrahúsi og þar á meðal miðvörðurinn okkar sem er að láni, Pablo Marí. Við höfum rætt við umboðsmann Pablos sem sagði okkur að hann væri á sjúkrahúsi og ekki alvarlega meiddur. Hugur okkar er hjá Pablo og öðrum fórnarlömbum þessa sorglega atburðar.“ Ítalski boltinn Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Einn látinn og leikmaður Arsenal meðal særðra eftir hnífaárás í verslunarmiðstöð Pablo Marí, leikmaður Arsenal sem nú er á láni hjá ítalska félaginu Monza, var stunginn þegar maður gekk berserksgang í verslunarmiðstöð á Ítalíu fyrr í kvöld. Leikmaðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður, en í það minnsta einn er látinn eftir árásina. 27. október 2022 19:43 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Marí er leikmaður Arsenal en að láni hjá Monza hjá Ítalíu í vetur. Þessi 29 ára gamli varnarmaður var í verslunarferð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, með konu sinni og syni sem sat í kerru, þegar 46 ára gamall maður réðist aftan að Marí og stakk hann með hnífi. Marí var stunginn í bakið en er ekki lífshættulega slasaður. Hann mun þó gangast undir aðgerð samkvæmt Sky Sports til að fyrirbyggja varanleg meiðsli. Adriano Galliani, framkvæmdastjóri Monza, segir það hafa bjargað lífi Marí hve hávaxinn hann sé. „Í dag var ég heppinn en ég sá manneskju deyja fyrir framan mig,“ sagði Marí sem sá þegar árásarmaðurinn stakk aðra manneskju í hálsinn. Alls réðist maðurinn á sex manneskjur. Our thoughts are with Pablo Mari and the other victims of today's dreadful incident in Italy.We have been in contact with Pablo s agent who has told us he s in hospital and is not seriously hurt.— Arsenal (@Arsenal) October 27, 2022 Arsenal sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld vegna málsins: „Við erum öll í áfalli yfir sorgarfréttunum um hnífaárás á Ítalíu, sem varð til þess að hópur fólks endaði á sjúkrahúsi og þar á meðal miðvörðurinn okkar sem er að láni, Pablo Marí. Við höfum rætt við umboðsmann Pablos sem sagði okkur að hann væri á sjúkrahúsi og ekki alvarlega meiddur. Hugur okkar er hjá Pablo og öðrum fórnarlömbum þessa sorglega atburðar.“
Ítalski boltinn Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Einn látinn og leikmaður Arsenal meðal særðra eftir hnífaárás í verslunarmiðstöð Pablo Marí, leikmaður Arsenal sem nú er á láni hjá ítalska félaginu Monza, var stunginn þegar maður gekk berserksgang í verslunarmiðstöð á Ítalíu fyrr í kvöld. Leikmaðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður, en í það minnsta einn er látinn eftir árásina. 27. október 2022 19:43 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Einn látinn og leikmaður Arsenal meðal særðra eftir hnífaárás í verslunarmiðstöð Pablo Marí, leikmaður Arsenal sem nú er á láni hjá ítalska félaginu Monza, var stunginn þegar maður gekk berserksgang í verslunarmiðstöð á Ítalíu fyrr í kvöld. Leikmaðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður, en í það minnsta einn er látinn eftir árásina. 27. október 2022 19:43