Ákvörðunin var tekin eftir að Ye birti hatursfull ummæli um gyðinga á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu,en þau hafa nú verið túlkuð sem gyðingahatur. Einnig mætti hann á tískusýningu í París í bol sem stóð á „Hvít líf skipta máli“ [e. White Lives Matter].
Félagið tók þessa ákvörðun í gær, en lagið hefur verið notað þegar liðið gengur út á völl í nokkur ár. Fyrir sérstakt áhugafólk um inngöngutónlist á knattspyrnuleikjum er ekki vitað hvaða lag verður spilað þegar Bournemouth tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Rapparinn hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann mætti í „Hvít líf skipta máli“ fötunum sínum á tískusýninguna í París á dögunum þar sem afrakstur samstarfs fatamerkis hans, Yeezy, og Adidas var til sýnis.
Adidas, og fleiri stór merki, hafa slitið samstarfi sínu við Ye og þá hefur vaxmyndasafnið Madame Tussauds tekið niður vaxmyndastyttuna af tónlistarmanninum. Ye var einnig vísað á dyr í höfuðstöðvun Sketchers á dögunum, ásamt því að listamanninum hefur orðið af samningum við Gap og hátískuhúsið Balenciaga. Þá hefur umboðsskrifstofan CAA einnig skorið á tengsl við kappann.