Samblanda af fínum varnarleik hjá okkur og að þeir hafi aðeins misst hausinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2022 22:47 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga. Vísir/Vilhelm Njarðvíkingar tóku Stjörnumenn í kennslustund í Garðabænum í Subway-deild karla í kvöld, í leik sem endaði 67-88 og sigur gestanna í raun aldrei í neinni hættu. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga sagði að varnarleikur hans manna hefði lagt grunninn að sigrinum, í bland við vont kvöld Stjörnumanna. „Við vorum að leggja okkur virkilega vel fram í vörn. Við vorum að reyna að hafa hemil á Turner, vorum að skipta svolítið á mönnum og reyna að stoppa boltaflæðið. En ég held að Stjarnan hafi nú átt algjöran „off“ dag þennan föstudaginn svo að við getum ekki tekið allt kredit fyrir þetta.“ Stjarnan virtist ætla að reyna að sækja körfur í teignum í upphafi leiks, enda með nokkuð meiri vigt í teignum en Njarðvík. Það gekk þó brösulega og ekki batnaði það þegar Julius Jucikas missteig sig eftir rúmlega tveggja mínútna leik, var það einhver vendipunktur í leiknum? „Já þeir missa hann náttúrulega þarna strax í byrjun og við vorum búnir að eyða hellings tíma í það hvernig við ætluðum að eiga við hann. Maður er eiginlega bara pínu svekktur að vera búinn að eyða allskyns vinnu í ekki neitt. Góður leikmaður auðvitað, en ég held að það hafi farið svolítið í höfuðið á Stjörnumönnum þegar þeir mæta hérna og sjá að Haukur og Logi eru ekki með. Maður sér oft svona hluti á vítanýtingu og öðru, sem maður hefur lent í sjálfur. Ég held að þetta sé svona samblanda af fínum varnarleik hjá okkur og að þeir hafi aðeins misst hausinn þegar þeir sáu að það vantaði lykilmenn hjá okkur.“ Oddur Ingi Kristjánsson er kominn aftur af stað eftir tæplega fjögurra ára bann vegna brots á lögum ÍSÍ um lyfjamál. Hann setti 5 þrista í kvöld í 9 tilraunum og virðist engu hafa gleymt. „Oddur er bara búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og „fittar“ bara þvílíkt vel inn. Þegar þú ert ekki búinn að fá að spila leikinn sem þú elskar í mörg ár, þá er þetta bara uppsafnað. Hvílík ástríða og hann er bara að njóta sín og gera það sem hann elskar og hafa gaman. Það skilar sér alltaf þegar þú ert líka með svona hæfileika.“ Það virtist litlu máli skipta hver kom inná fyrir Njarðvík í kvöld, allir að skila sínu og fjarvera Hauks og Loga virtist í raun frekar hafa áhrif á Stjörnuna ef eitthvað. Benedikt var helsáttur með breiddina í sínu liði, en það reyndi töluvert á hana á köflum. „Við lentum svolítið í villuvandræðum í fyrrihálfleik, og svo tognaði Mario líka á kálfa. Þannig að þetta leit ekkert alltof vel út. Óli fékk þrjár villur á einhverri mínútu, þannig að það reyndi alveg á breiddina hjá okkur í kvöld, en hún stóð sig hrikalega vel.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 67-88 | Deildarmeistararnir fóru illa með Stjörnumenn Njarðvík vann öruggan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 67-88 í leik þar sem Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði. 27. október 2022 21:56 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Sjá meira
„Við vorum að leggja okkur virkilega vel fram í vörn. Við vorum að reyna að hafa hemil á Turner, vorum að skipta svolítið á mönnum og reyna að stoppa boltaflæðið. En ég held að Stjarnan hafi nú átt algjöran „off“ dag þennan föstudaginn svo að við getum ekki tekið allt kredit fyrir þetta.“ Stjarnan virtist ætla að reyna að sækja körfur í teignum í upphafi leiks, enda með nokkuð meiri vigt í teignum en Njarðvík. Það gekk þó brösulega og ekki batnaði það þegar Julius Jucikas missteig sig eftir rúmlega tveggja mínútna leik, var það einhver vendipunktur í leiknum? „Já þeir missa hann náttúrulega þarna strax í byrjun og við vorum búnir að eyða hellings tíma í það hvernig við ætluðum að eiga við hann. Maður er eiginlega bara pínu svekktur að vera búinn að eyða allskyns vinnu í ekki neitt. Góður leikmaður auðvitað, en ég held að það hafi farið svolítið í höfuðið á Stjörnumönnum þegar þeir mæta hérna og sjá að Haukur og Logi eru ekki með. Maður sér oft svona hluti á vítanýtingu og öðru, sem maður hefur lent í sjálfur. Ég held að þetta sé svona samblanda af fínum varnarleik hjá okkur og að þeir hafi aðeins misst hausinn þegar þeir sáu að það vantaði lykilmenn hjá okkur.“ Oddur Ingi Kristjánsson er kominn aftur af stað eftir tæplega fjögurra ára bann vegna brots á lögum ÍSÍ um lyfjamál. Hann setti 5 þrista í kvöld í 9 tilraunum og virðist engu hafa gleymt. „Oddur er bara búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og „fittar“ bara þvílíkt vel inn. Þegar þú ert ekki búinn að fá að spila leikinn sem þú elskar í mörg ár, þá er þetta bara uppsafnað. Hvílík ástríða og hann er bara að njóta sín og gera það sem hann elskar og hafa gaman. Það skilar sér alltaf þegar þú ert líka með svona hæfileika.“ Það virtist litlu máli skipta hver kom inná fyrir Njarðvík í kvöld, allir að skila sínu og fjarvera Hauks og Loga virtist í raun frekar hafa áhrif á Stjörnuna ef eitthvað. Benedikt var helsáttur með breiddina í sínu liði, en það reyndi töluvert á hana á köflum. „Við lentum svolítið í villuvandræðum í fyrrihálfleik, og svo tognaði Mario líka á kálfa. Þannig að þetta leit ekkert alltof vel út. Óli fékk þrjár villur á einhverri mínútu, þannig að það reyndi alveg á breiddina hjá okkur í kvöld, en hún stóð sig hrikalega vel.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 67-88 | Deildarmeistararnir fóru illa með Stjörnumenn Njarðvík vann öruggan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 67-88 í leik þar sem Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði. 27. október 2022 21:56 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 67-88 | Deildarmeistararnir fóru illa með Stjörnumenn Njarðvík vann öruggan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 67-88 í leik þar sem Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði. 27. október 2022 21:56
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins