Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í danska liðinu Silkeborg máttu þola 1-0 tap er liðið heimsótti enska úrvalsdeildarfélagið West Ham í næst seinustu umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.7
Stefán lék allan leikinn fyrir Silkeborg í kvöld, en það var Manuel Lanzini sem tryggði Hömrunum sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 24. mínútu leiksins.
Úrslitin þýða það að West Ham er enn með fullt hús stiga þegar aðeins ein umferð er eftir af riðlakeppninni, en Silkeborg situr í öðru sæti með sex stig.
Stefán og félagar mæta belgíska liðinu Anderlecht í lokaumferðinni, en Belgarnir sitja í þriðja sæti með fimm stig og því verður um hreinan úrslitaleik að ræða þegar liðin eigast við að viku liðinni.