Hæfnisnefnd skipuð af forsætisráðherra lagði mat á hæfi umsækjenda. Nefndin mat sem svo að þrír umsækjendur væru mjög vel hæfir til að gegna embættinu.
Tekin voru viðtöl við umsækjendurna þrjá og eftir heildarmat á gögnum málsins var niðurstaðan að Hrafnhildur væri hæfust.
Hrafnhildur er með Ph.Lic. gráðu í líftölfræði frá Gautaborgarháskóla, B.Sc. gráðu í tölfræði og kerfisfræði frá Lundarháskóla og B.sc. gráðu í iðjuþjálfum frá Vårdhögskolan í Gautaborg.
Hrafnhildur hefur starfað sem stjórnandi hjá Hagstofu Íslands frá árinu 2005, sem sviðsstjóri félagsmálasviðs frá árinu 2014 en áður sem sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs og deildarstjóri launa- og kjaramáladeildar. Þar áður var Hrafnhildur meðal annars forstöðumaður kjararannsóknarnefndar í 8 ár.