Býst ekki við því að fá boð á Met Gala vegna ummæla um Kim Kardashian Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. október 2022 15:31 Leikkonan Lili Reinhart gagnrýndi þær aðferðir sem Kim Kardashian notaðist við til þess eins að passa í kjól. Getty/Sean Zanni/Patrick McMullan Leikkonan Lili Reinhart á ekki von á því að henni verði boðið á Met Gala tískuviðburðinn á næsta ári. Ástæðan eru ummæli sem hún lét falla um stórstjörnuna Kim Kardashian eftir viðburðinn í maí. Lili sló í gegn í unglingaþáttunum Riverdale sem hófu göngu sína á Netflix árið 2017. Síðan þá hefur hún verið ein af þeim stórstjörnum sem fá boð á Met Gala, einn stærsta tískuviðburð í heimi, sem haldinn er í maí á ári hverju. Lili telur þó að hún hafi nú farið á sitt síðasta Met Gala. „Þetta var gaman. En eftir að hafa mætt á viðburðinn á þessu ári, held ég að mér verði ekki boðið aftur. Ég lét ákveðin orð falla um ákveðna manneskju í ákveðnum kjól,“ sagði Lili í viðtali við W Magazine og á hún þar við Kim Kardashian. Kim sagði frá því að hún hafi misst rúmlega 7 kíló á þremur vikum fyrir Met Gala viðburðinn í vor, til þess að passa í hinn goðsagnakenndakjól sem Marilyn Monroe klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy árið 1962. „Fáfræðin er viðbjóðsleg“ „Ég fór í svitagalla tvisvar á dag, fór á hlaupabrettið, tók alveg út allan sykur og öll kolvetni og borðaði bara alveg hreint grænmeti og prótein,“ sagði Kim um það hvernig hún fór að því að missa öll þessi kíló á svona stuttum tíma. Riverdale stjörnunni blöskraði þessar aðferðir Kim og ræddi málið við fylgjendur sína á Instagram, án þess þó að nefna Kim á nafn. „Að viðurkenna það opinberlega að þú hafir svelt þig í þágu Met Gala, þegar þú ert fullmeðvituð um að milljónir ungra manna og kvenna líta upp til þín og taka mark á hverju einasta orði sem þú segir. Fáfræðin er viðbjóðsleg,“ sagði Lili á Instagram. Sér ekki eftir einu orði Þrátt fyrir að þessi ummæli gætu orðið til þess að Lili fái aldrei aftur boð á einn stærsta tískuviðburð í heimi, segist hún ekki sjá eftir neinu. „Ég hef alltaf viljað standa fyrir einhverju. Þó svo að ég fíli það ekki að ein athugasemd frá mér verði að sautján greinum í People tímaritinu, þá ofhugsa ég aldrei það sem ég pósta. Ef það er 100% í samræmi við það hvernig mér líður, þá myndi ég segja hlutina sama hvort ég væri með 100 fylgjendur eða 100 milljón fylgjendur.“ Tíska og hönnun Hollywood Tengdar fréttir „Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. 18. maí 2022 16:31 Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Lili sló í gegn í unglingaþáttunum Riverdale sem hófu göngu sína á Netflix árið 2017. Síðan þá hefur hún verið ein af þeim stórstjörnum sem fá boð á Met Gala, einn stærsta tískuviðburð í heimi, sem haldinn er í maí á ári hverju. Lili telur þó að hún hafi nú farið á sitt síðasta Met Gala. „Þetta var gaman. En eftir að hafa mætt á viðburðinn á þessu ári, held ég að mér verði ekki boðið aftur. Ég lét ákveðin orð falla um ákveðna manneskju í ákveðnum kjól,“ sagði Lili í viðtali við W Magazine og á hún þar við Kim Kardashian. Kim sagði frá því að hún hafi misst rúmlega 7 kíló á þremur vikum fyrir Met Gala viðburðinn í vor, til þess að passa í hinn goðsagnakenndakjól sem Marilyn Monroe klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy árið 1962. „Fáfræðin er viðbjóðsleg“ „Ég fór í svitagalla tvisvar á dag, fór á hlaupabrettið, tók alveg út allan sykur og öll kolvetni og borðaði bara alveg hreint grænmeti og prótein,“ sagði Kim um það hvernig hún fór að því að missa öll þessi kíló á svona stuttum tíma. Riverdale stjörnunni blöskraði þessar aðferðir Kim og ræddi málið við fylgjendur sína á Instagram, án þess þó að nefna Kim á nafn. „Að viðurkenna það opinberlega að þú hafir svelt þig í þágu Met Gala, þegar þú ert fullmeðvituð um að milljónir ungra manna og kvenna líta upp til þín og taka mark á hverju einasta orði sem þú segir. Fáfræðin er viðbjóðsleg,“ sagði Lili á Instagram. Sér ekki eftir einu orði Þrátt fyrir að þessi ummæli gætu orðið til þess að Lili fái aldrei aftur boð á einn stærsta tískuviðburð í heimi, segist hún ekki sjá eftir neinu. „Ég hef alltaf viljað standa fyrir einhverju. Þó svo að ég fíli það ekki að ein athugasemd frá mér verði að sautján greinum í People tímaritinu, þá ofhugsa ég aldrei það sem ég pósta. Ef það er 100% í samræmi við það hvernig mér líður, þá myndi ég segja hlutina sama hvort ég væri með 100 fylgjendur eða 100 milljón fylgjendur.“
Tíska og hönnun Hollywood Tengdar fréttir „Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. 18. maí 2022 16:31 Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
„Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. 18. maí 2022 16:31
Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04