Juventus úr leik eftir tap í Portúgal | Stjörnurnar hjá PSG fóru á kostum í stórsigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. október 2022 21:14 Benfica gerði út um vonir Juventus. Gualter Fatia/Getty Images Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld þegar sex leikir í næst seinustu umferð riðlakeppninnar fóru fram á sama tíma. Ítalska stórveldið Juventus er úr leik eftir 4-3 tap gegn Benfica og stjörnurnar hjá Paris Saint-Germain léku á als oddi er liðið vann 7-2 sigur gegn Maccabi Haifa. Juventus þurfti sárlega á sigri að halda er liðið heimsótti Benfica til Portúgal í kvöld þar sem liðið sat í þriðja sæti H-riðils, fimm stigum á eftir Benfica sem sat í öðru sæti. Ekki byrjaði það vel fyrir ítalska liðið þar sem Antonio Silva kom heimamönnum yfir strax á 17. mínútu, en Moise Kean jafnaði metin fyrir gestina fjórum mínútum síðar. Heimamenn tóku þó forystuna á ný þegar Joao Mario skoraði af vítapunktinum á 28. mínútu áður en Rafa Silva breytti stöðunni í 3-1 stuttu fyrir hálfleik. Grátt breyttist svo í svart þegar Rafa Silva bætti öðru marki sínu og fjórða marki Benfica við snemma í síðari hálfleik og brekkan orðin ansi brött fyrir Juventus. Arkadiusz Milik og Weston McKennie klóruðu þó í bakkann fyrir gestina með sínu markinu hvor á seinasta stundarfjórðungi leiksins, en nær komust gestirnir ekki og niðurstaðan því 4-3 sigur Benfica. Benfica situr því í öðru sæti H-riðils með 11 stig þegar einn leikur er eftir, átta stigum fyrir ofan Juventus sem situr í þriðja sæti. Benfica er því á leið í 16-liða úrslit, en Juventus situr eftir með sárt ennið í fyrsta skipti síðan tímabilið 2013-2014. Into the Last 16 we go! 🦅#SLBJUV #UCL pic.twitter.com/sDQTDngOGL— SL Benfica (@slbenfica_en) October 25, 2022 Þá vann stjörnuprýtt lið Paris Saint-Germain afar öruggan 7-2 sigur gegn Maccabi Haifa á sama tíma í sama riðli. Lionel Messi kom liðinu í 1-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik, Kylian Mbappé bætti öðru marki við rúmum tíu mínúm síðar og Neymar skoraði þriðja mark liðsins tíu mínútum fyrir hálfleik. Gestirnir minnkuðu þó muninn á 38. mínútu, en Lionel Messi bætti öðru marki sínu og fjórða marki PSG við á lokamínútu hálfleiksins og staðan því 4-1 þegar liðin gegnu til búningsherbergja. Gestirnir minnkuðu muninn niður í tvö mörk á ný snemma í síðari hálfleik áður en Kylian Mbappé breytti stöðunni í 5-2 á 64. mínútu og þremur mínútum síðar var staðan orðin 6-2 þegar Sean Goldberg varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Carlos Soler negldi svo seinasta naglann í kistu gestanna þegar hann skoraði sjöunda mark PSG á 84 mínútu og niðurstaðan því 7-2 sigur Parísaliðsins. PSG trónir því á toppi H-riðils með 11 stig þegar ein umferð er eftir, átta stigum meira en Maccabi Haifa sem rekur lestina. PSG er því á leið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, en Maccabi Haifa er enn í harðri baráttu við Juventus um þriðja sætið sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Úrslit kvöldsins E-riðill FC Salzburg 1-2 Chelsea Dinamo Zagreb 0-4 AC Milan F-riðill Celtic 1-1 Shakhtar Donetsk RB Leipzig 3-2 Real Madrid G-riðill Sevilla 3-0 FC Kaupmannahöfn Borussia Dortmund 0-0 Manchester City H-riðill Benfica 4-3 Juventus Paris Saint-Germain 7-2 Maccabi Haifa Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Juventus þurfti sárlega á sigri að halda er liðið heimsótti Benfica til Portúgal í kvöld þar sem liðið sat í þriðja sæti H-riðils, fimm stigum á eftir Benfica sem sat í öðru sæti. Ekki byrjaði það vel fyrir ítalska liðið þar sem Antonio Silva kom heimamönnum yfir strax á 17. mínútu, en Moise Kean jafnaði metin fyrir gestina fjórum mínútum síðar. Heimamenn tóku þó forystuna á ný þegar Joao Mario skoraði af vítapunktinum á 28. mínútu áður en Rafa Silva breytti stöðunni í 3-1 stuttu fyrir hálfleik. Grátt breyttist svo í svart þegar Rafa Silva bætti öðru marki sínu og fjórða marki Benfica við snemma í síðari hálfleik og brekkan orðin ansi brött fyrir Juventus. Arkadiusz Milik og Weston McKennie klóruðu þó í bakkann fyrir gestina með sínu markinu hvor á seinasta stundarfjórðungi leiksins, en nær komust gestirnir ekki og niðurstaðan því 4-3 sigur Benfica. Benfica situr því í öðru sæti H-riðils með 11 stig þegar einn leikur er eftir, átta stigum fyrir ofan Juventus sem situr í þriðja sæti. Benfica er því á leið í 16-liða úrslit, en Juventus situr eftir með sárt ennið í fyrsta skipti síðan tímabilið 2013-2014. Into the Last 16 we go! 🦅#SLBJUV #UCL pic.twitter.com/sDQTDngOGL— SL Benfica (@slbenfica_en) October 25, 2022 Þá vann stjörnuprýtt lið Paris Saint-Germain afar öruggan 7-2 sigur gegn Maccabi Haifa á sama tíma í sama riðli. Lionel Messi kom liðinu í 1-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik, Kylian Mbappé bætti öðru marki við rúmum tíu mínúm síðar og Neymar skoraði þriðja mark liðsins tíu mínútum fyrir hálfleik. Gestirnir minnkuðu þó muninn á 38. mínútu, en Lionel Messi bætti öðru marki sínu og fjórða marki PSG við á lokamínútu hálfleiksins og staðan því 4-1 þegar liðin gegnu til búningsherbergja. Gestirnir minnkuðu muninn niður í tvö mörk á ný snemma í síðari hálfleik áður en Kylian Mbappé breytti stöðunni í 5-2 á 64. mínútu og þremur mínútum síðar var staðan orðin 6-2 þegar Sean Goldberg varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Carlos Soler negldi svo seinasta naglann í kistu gestanna þegar hann skoraði sjöunda mark PSG á 84 mínútu og niðurstaðan því 7-2 sigur Parísaliðsins. PSG trónir því á toppi H-riðils með 11 stig þegar ein umferð er eftir, átta stigum meira en Maccabi Haifa sem rekur lestina. PSG er því á leið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, en Maccabi Haifa er enn í harðri baráttu við Juventus um þriðja sætið sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Úrslit kvöldsins E-riðill FC Salzburg 1-2 Chelsea Dinamo Zagreb 0-4 AC Milan F-riðill Celtic 1-1 Shakhtar Donetsk RB Leipzig 3-2 Real Madrid G-riðill Sevilla 3-0 FC Kaupmannahöfn Borussia Dortmund 0-0 Manchester City H-riðill Benfica 4-3 Juventus Paris Saint-Germain 7-2 Maccabi Haifa
E-riðill FC Salzburg 1-2 Chelsea Dinamo Zagreb 0-4 AC Milan F-riðill Celtic 1-1 Shakhtar Donetsk RB Leipzig 3-2 Real Madrid G-riðill Sevilla 3-0 FC Kaupmannahöfn Borussia Dortmund 0-0 Manchester City H-riðill Benfica 4-3 Juventus Paris Saint-Germain 7-2 Maccabi Haifa
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira