Súrt slátur eða rúsínur í grjónagrautinn frá Akureyri? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. október 2022 21:06 Um 25 þúsund dósir af grjónagraut eru oft framleiddar í hverri viku hjá MS Akureyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það kemur vel til greina að setja súrt slátur eða rúsínur með grjónagrautnum“, segir verkstjóri hjá Mjólkursamsölunni á Akureyri en fyrirtækið hefur varla undan að framleiða grjónagraut með kanil ofan í landsmenn. Oft eru framleiddar þar tuttugu til tuttugu og fimm þúsund dósir í hverri viku. Neytendur kalla eftir slátri og rúsínum með grautnum. Það er alltaf nóg að gera hjá þeim 80 starfsmönnum, sem vinna hjá Mjólkursamsölunni á Akureyri en í samsölunni fer meðal annars fram mjólkurátöppun, smjörgerð, fjölbreytt ostagerð, auk framleiðsla á ýmsum öðrum mjólkurvörum á borð við súrmjólk, grjónagraut og ostakökur. Já, talandi um grjónagraut, það er sú vara, sem hefur algjörlega slegið í gegn hjá MS á Akureyri. “Það er bara allt gott að frétta, það er nóg að gera í grautnum. Við framleiðum frá 20 til 25 þúsund dósir í hverri viku af þessum graut . Það er bæði 500 gr. grauturinn og svo eru við náttúrulega með kanil í neytendapakkningum”, segir Jón Ingi Guðmundsson verkstjóri hjá MS á Akureyri. “Það hafa nú margir viljað frá slátur í lokið en við erum ekki enn komin svo langt. Við verðum líklega að fara að finna út úr því hvernig við komum slátrinu fyrir,” bætir hann við og hlær. En hvað með rúsínur? “Já, það eru allir möguleikar til, við getum sett hvað sem er en þetta krefst bara undirbúnings. Við verðum að hafa þetta sér pakkað því þetta er svolítið vandmeð farið innan um matvælaframleiðsluna að koma með súrt slátur og rúsínur í gegnum framleiðsluna, við þurfum að passa þetta vel. Ég útiloka ekkert, það eru ýmsir möguleikar til.” Jón Ingi Guðmundsson, verkstjóri er opinn fyrir því að koma með súrt slátur eða rúsínur með grjónagrautnum eins og neytendur hafa verið að kalla eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Jón, af hverju er grjónagrauturinn svona vinsæll ? “Það þekkja allir grjónagraut frá sínu heimili og það er náttúrulega mjög þægilegt að geta gripið þetta út í búð og hent þessu beint í pottinn eða borðað bein úr dós. Við fengum grjónagrautinn á sínum tíma frá Selfossi þegar verkaskiptingin varð hér um árið og við létum KEA skyrið af hendi suður og við fengum grjónagraut og ostakökur í staðin,” segir Jón Helgi. En var ekki erfitt að láta KEA skyrið frá sér? “Jú, það var mjög erfitt að missa það en það gengur bara vel að framleiða KEA skyr á Selfossi, þá eru allir ánægðir”, segir verkstjórinn Jón Helgi kampakátur. Það er meira en nóg að gera hjá starfsfólki MS á Akureyri að framleiða grjónagrautinn góða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Matvælaframleiðsla Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Það er alltaf nóg að gera hjá þeim 80 starfsmönnum, sem vinna hjá Mjólkursamsölunni á Akureyri en í samsölunni fer meðal annars fram mjólkurátöppun, smjörgerð, fjölbreytt ostagerð, auk framleiðsla á ýmsum öðrum mjólkurvörum á borð við súrmjólk, grjónagraut og ostakökur. Já, talandi um grjónagraut, það er sú vara, sem hefur algjörlega slegið í gegn hjá MS á Akureyri. “Það er bara allt gott að frétta, það er nóg að gera í grautnum. Við framleiðum frá 20 til 25 þúsund dósir í hverri viku af þessum graut . Það er bæði 500 gr. grauturinn og svo eru við náttúrulega með kanil í neytendapakkningum”, segir Jón Ingi Guðmundsson verkstjóri hjá MS á Akureyri. “Það hafa nú margir viljað frá slátur í lokið en við erum ekki enn komin svo langt. Við verðum líklega að fara að finna út úr því hvernig við komum slátrinu fyrir,” bætir hann við og hlær. En hvað með rúsínur? “Já, það eru allir möguleikar til, við getum sett hvað sem er en þetta krefst bara undirbúnings. Við verðum að hafa þetta sér pakkað því þetta er svolítið vandmeð farið innan um matvælaframleiðsluna að koma með súrt slátur og rúsínur í gegnum framleiðsluna, við þurfum að passa þetta vel. Ég útiloka ekkert, það eru ýmsir möguleikar til.” Jón Ingi Guðmundsson, verkstjóri er opinn fyrir því að koma með súrt slátur eða rúsínur með grjónagrautnum eins og neytendur hafa verið að kalla eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Jón, af hverju er grjónagrauturinn svona vinsæll ? “Það þekkja allir grjónagraut frá sínu heimili og það er náttúrulega mjög þægilegt að geta gripið þetta út í búð og hent þessu beint í pottinn eða borðað bein úr dós. Við fengum grjónagrautinn á sínum tíma frá Selfossi þegar verkaskiptingin varð hér um árið og við létum KEA skyrið af hendi suður og við fengum grjónagraut og ostakökur í staðin,” segir Jón Helgi. En var ekki erfitt að láta KEA skyrið frá sér? “Jú, það var mjög erfitt að missa það en það gengur bara vel að framleiða KEA skyr á Selfossi, þá eru allir ánægðir”, segir verkstjórinn Jón Helgi kampakátur. Það er meira en nóg að gera hjá starfsfólki MS á Akureyri að framleiða grjónagrautinn góða.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Matvælaframleiðsla Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira