Í grein CNN segir að hann hafi fengið hjartaáfall í gærkvöldi er hann var í Boston.
Carter var síðasti varnarmálaráðherra Obama og gegndi stöðunni frá febrúar árið 2015 til janúar árið 2017. Meðal verkefna hans var að senda hermenn til Írak til að berjast gegn ISIS og aflétti banni gegn því að trans fólk gæti sinnt herskyldu.
Obama sendi fjölskyldu Carter samúðarkveðjur á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Þar sagði hann Carter hafa verið klár leiðtogi og þakkaði honum fyrir vel unnin störf.
Today we mourn the passing of former Secretary of Defense Ash Carter and celebrate a leader who left America and the world safer through his lifetime of service. Michelle and I extend our heartfelt sympathies to Ash s wife, children, and all those who loved him. pic.twitter.com/O7zOZ5asmd
— Barack Obama (@BarackObama) October 25, 2022