Gamli þjálfarinn segir útilokað að Halep hafi viljandi notað lyfin Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 16:31 Darren Cahill ræðir við Simonu Halep á móti árið 2020. Hún hafði þá unnið risamót tvö síðustu ár á undan. Getty/Paul Kane Fyrrverandi þjálfari rúmensku tennisstjörnunnar Simonu Halep segir útilokað að hún hafi viljandi neytt ólöglegra, árangursaukandi lyfja. Halep féll á lyfjaprófi sem tekið var á US Open fyrr á þessu ári. Hún reyndist hafa innbyrt lyfið Roxadustat og er komin í keppnisbann þar til að dæmt verður í máli hennar. Halep, sem er 31 árs, hefur unnið tvö risamót á sínum ferli en hún fagnað sigri á Opna franska árið 2018 og á Wimbledon-mótinu árið 2019. Þjálfari hennar til sex ára, Darren Cahill, skrifaði langa færslu á Instagram í gær þar sem hann sagði engar líkur á því að Halep hefði viljandi neytt ólöglegra lyfja. „Hún er íþróttakona sem var áhyggjufull gagnvart öllum lyfjum sem að læknar skrifuðu upp á fyrir hana (sem gerðist sjaldan), og gagnvart öllum fæðubótarefnum sem hún innbyrti,“ skrifaði Cahill með mynd af þeim Halep. „Simona ofnotaði orðin „vinsamlegast tékkið aftur á þessu og í þriðja sinn til að ganga úr skugga um að þetta sé löglegt, öruggt og leyft. Ef að þið eruð ekki viss, þá tek ég þetta ekki“,“ skrifaði Cahill. „Mjög árangursrík dópunaraðferð“ Halep var tilkynnt um lyfjaprófið 7. október og nýtti rétt sinn til þess að B-sýni væri skoðað en niðurstaðan úr því var sú sama. Í tilkynningu frá lyfjaeftirliti Bandaríkjanna segir um Rocadustat: „Íþróttamenn geta notað þessar vörur til að fjölga rauðum blóðkornum, sem er mjög árangursrík dópunaraðferð sem eykur súrefnisinntöku til vöðvanna til að auka árangur.“ Halep var nálægt því að hætta árið 2021 en sneri aftur til keppni á þessu ári Hún féll úr keppni í fyrstu umferð á US Open í ágúst, eftir að hafa tapað í þremur settum gegn Daria Snigur sem þá var í 124. sæti heimslistans. Eftir að hafa staðfest niðurstöður lyfjaprófsins skrifaði hún á samfélagsmiðlum: „Í dag hefst erfiðasti leikur ævi minnar: barátta fyrir sannleikanum.“ Núverandi þjálfari Halep, Patrick Mouratoglou, tók undir skrifin og sagðist styðja hana alla leið. Tennis Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Halep féll á lyfjaprófi sem tekið var á US Open fyrr á þessu ári. Hún reyndist hafa innbyrt lyfið Roxadustat og er komin í keppnisbann þar til að dæmt verður í máli hennar. Halep, sem er 31 árs, hefur unnið tvö risamót á sínum ferli en hún fagnað sigri á Opna franska árið 2018 og á Wimbledon-mótinu árið 2019. Þjálfari hennar til sex ára, Darren Cahill, skrifaði langa færslu á Instagram í gær þar sem hann sagði engar líkur á því að Halep hefði viljandi neytt ólöglegra lyfja. „Hún er íþróttakona sem var áhyggjufull gagnvart öllum lyfjum sem að læknar skrifuðu upp á fyrir hana (sem gerðist sjaldan), og gagnvart öllum fæðubótarefnum sem hún innbyrti,“ skrifaði Cahill með mynd af þeim Halep. „Simona ofnotaði orðin „vinsamlegast tékkið aftur á þessu og í þriðja sinn til að ganga úr skugga um að þetta sé löglegt, öruggt og leyft. Ef að þið eruð ekki viss, þá tek ég þetta ekki“,“ skrifaði Cahill. „Mjög árangursrík dópunaraðferð“ Halep var tilkynnt um lyfjaprófið 7. október og nýtti rétt sinn til þess að B-sýni væri skoðað en niðurstaðan úr því var sú sama. Í tilkynningu frá lyfjaeftirliti Bandaríkjanna segir um Rocadustat: „Íþróttamenn geta notað þessar vörur til að fjölga rauðum blóðkornum, sem er mjög árangursrík dópunaraðferð sem eykur súrefnisinntöku til vöðvanna til að auka árangur.“ Halep var nálægt því að hætta árið 2021 en sneri aftur til keppni á þessu ári Hún féll úr keppni í fyrstu umferð á US Open í ágúst, eftir að hafa tapað í þremur settum gegn Daria Snigur sem þá var í 124. sæti heimslistans. Eftir að hafa staðfest niðurstöður lyfjaprófsins skrifaði hún á samfélagsmiðlum: „Í dag hefst erfiðasti leikur ævi minnar: barátta fyrir sannleikanum.“ Núverandi þjálfari Halep, Patrick Mouratoglou, tók undir skrifin og sagðist styðja hana alla leið.
Tennis Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira