Nýja mamman kom Portland Thorns í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 15:00 Crystal Dunn fagnar sigri Portland Thorns og sæti í úrslitaleiknum. Getty/Amanda Loman Portland Thorns spilar til úrslita um bandaríska meistaratitilinn í kvennafótboltanum eftir sigur á San Diego Wave í undanúrslitaleiknum. Portland liðið vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Crystal Dunn. Crystal Dunn kom inn sem varamaður í seinni hálfleiknum og skoraði markið sem réð úrslitum í uppbótartíma. Casey Stoney kom San Diego í 1-0 en Raquel Rodriguez jafnaði fyrir Portland. She deserves all the flowers #BAONPDX pic.twitter.com/NuvJD2ux5M— National Women s Soccer League (@NWSL) October 24, 2022 Dunn eignaðist soninn Marcel í maí og sneri aftur í NWSL deildina í september. „Ég endurupplifi þetta aftur og aftur í huganum. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Crystal Dunn. „Eftir að ég sá boltann detta fyrir mig þá hugsaði ég: Crystal þetta er stundin þín, vonandi hittir þú hann eins fast og þú getur og alls ekki láta neinn komast fyrir skotið,“ sagði Dunn kát. Absolute scenes.@Cdunn19 x #BAONPDX pic.twitter.com/vHLjUUEWpC— X - Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 23, 2022 „Það er erfitt að trúa þessu því að ég fæddi barn fyrir bara fimm mánuðum,“ sagði Dunn. Hún er þrítug og hefur spilað 125 leiki fyrir bandaríska A-landsliðið. „Ég var að hugsa um að taka mér frí þetta tímabil og byrja fersk upp á nýtt árið 2023. Ég vildi samt enda þetta ár eins vel og ég gat og ég hef lagt mikið á mig til að komast aftur inn á völlinn,“ sagði Dunn. Markið hennar kom 156 dögum eftir fæðingu sonarins. Rhian Wilkinson, þjálfari Portland, grínaðist með þá staðreynd eftir leikinn. „Ég er með mat í frystinum mínum sem er eldri en það,“ sagði Rhian Wilkinson en þetta var í fyrsta sinn sem tveir kvenþjálfarar mættust í úrslitakeppninni. Here's how Portland punched their ticket to the Finals #PORvSD presented by @nationwide pic.twitter.com/NC2YSeGWAr— National Women s Soccer League (@NWSL) October 24, 2022 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira
Portland liðið vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Crystal Dunn. Crystal Dunn kom inn sem varamaður í seinni hálfleiknum og skoraði markið sem réð úrslitum í uppbótartíma. Casey Stoney kom San Diego í 1-0 en Raquel Rodriguez jafnaði fyrir Portland. She deserves all the flowers #BAONPDX pic.twitter.com/NuvJD2ux5M— National Women s Soccer League (@NWSL) October 24, 2022 Dunn eignaðist soninn Marcel í maí og sneri aftur í NWSL deildina í september. „Ég endurupplifi þetta aftur og aftur í huganum. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Crystal Dunn. „Eftir að ég sá boltann detta fyrir mig þá hugsaði ég: Crystal þetta er stundin þín, vonandi hittir þú hann eins fast og þú getur og alls ekki láta neinn komast fyrir skotið,“ sagði Dunn kát. Absolute scenes.@Cdunn19 x #BAONPDX pic.twitter.com/vHLjUUEWpC— X - Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 23, 2022 „Það er erfitt að trúa þessu því að ég fæddi barn fyrir bara fimm mánuðum,“ sagði Dunn. Hún er þrítug og hefur spilað 125 leiki fyrir bandaríska A-landsliðið. „Ég var að hugsa um að taka mér frí þetta tímabil og byrja fersk upp á nýtt árið 2023. Ég vildi samt enda þetta ár eins vel og ég gat og ég hef lagt mikið á mig til að komast aftur inn á völlinn,“ sagði Dunn. Markið hennar kom 156 dögum eftir fæðingu sonarins. Rhian Wilkinson, þjálfari Portland, grínaðist með þá staðreynd eftir leikinn. „Ég er með mat í frystinum mínum sem er eldri en það,“ sagði Rhian Wilkinson en þetta var í fyrsta sinn sem tveir kvenþjálfarar mættust í úrslitakeppninni. Here's how Portland punched their ticket to the Finals #PORvSD presented by @nationwide pic.twitter.com/NC2YSeGWAr— National Women s Soccer League (@NWSL) October 24, 2022
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira