Xi Jinping með nær einræðisvald eftir nýjustu hrókeringar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. október 2022 18:34 Xi Jinping, forseti Kína, kátur við lok flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. ap Xi Jinping, forseti Kína er orðinn enn valdameiri að loknu flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins. Með nýjustu hrókeringum er hann sjálfskipaður aðalritari forsætisnefndar og hefur fært landið á einræðisbraut eftir að hafa deilt völdum með hæstráðendum innan flokksins síðustu ár. Að vikulöngum þinghöldum Kommúnistaflokksins loknum hefur Xi Jinping tekist að úthýsa andstæðingum og styrkt valdastöðu sína til muna. Fundur flokksins var sá tuttugasti í röðinni og þangað mættu um 2400 flokksfulltrúar til að samþykkja meiriháttar breytingar á stjórnarskrá landsins. Við lok fundar í dag, sunnudag, voru sjö fulltrúar, hliðhollir Xi, skipaðir í valdamestu nefnd innan stjórnkerfisins, forsætisnefnd landsins, PSC. Gengu þeir fylktu liði inn á sviðið, í röð eftir valdastöðu, undir dynjandi lófaklappi flokksliðs. „Ég hef verið endurkjörinn aðalritari forsætisnefndarinnar,“ sagði Xi Jinping við upphaf ræðu sinnar uns hann kynnti inn hina nefndarfulltrúa. Með hrókeringunum, sem voru viðbúnar, er ljóst að Xi Jinping hefur hreðjartak á stjórnkerfinu í Peking sem og kínverska hernum. Völdin eru nú í líkingu við þau sem byltingarleiðtoginn Maó Zedong hafði í Kína á árunum 1943-1976. Heimsathygli vakti þegar hinn 79 ára gamli fyrrum leiðtogi Kína, Hu Jintao, var leiddur á brott af flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins. Langan tíma tók ríkismiðla í Kína að gefa skýringar á atvikinu en loks barst sú skýring að Jintao hafi „ekki liðið vel.“ Hamingjuóskir bárust frá forseta Norður Kóreu, Kim Jong Un, og forseta Rússlands, Vladimír Putín. „Niðurstöður Kommúnistaflokksins staðfesta mikið pólitískt vald þitt yfir flokknum,“ er haft eftir Putín í tilkynningu frá Kreml. Kína Tengdar fréttir Forveri Kínaforseta leiddur á brott af flokksþinginu Hu Jintao, forveri núverandi forseta Kína í starfi, var leiddur út af lokaathöfn flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. Engar skýringar hafa borist á því af hverju forsetinn fyrrverandi var leiddur úr salnum. 22. október 2022 10:05 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Að vikulöngum þinghöldum Kommúnistaflokksins loknum hefur Xi Jinping tekist að úthýsa andstæðingum og styrkt valdastöðu sína til muna. Fundur flokksins var sá tuttugasti í röðinni og þangað mættu um 2400 flokksfulltrúar til að samþykkja meiriháttar breytingar á stjórnarskrá landsins. Við lok fundar í dag, sunnudag, voru sjö fulltrúar, hliðhollir Xi, skipaðir í valdamestu nefnd innan stjórnkerfisins, forsætisnefnd landsins, PSC. Gengu þeir fylktu liði inn á sviðið, í röð eftir valdastöðu, undir dynjandi lófaklappi flokksliðs. „Ég hef verið endurkjörinn aðalritari forsætisnefndarinnar,“ sagði Xi Jinping við upphaf ræðu sinnar uns hann kynnti inn hina nefndarfulltrúa. Með hrókeringunum, sem voru viðbúnar, er ljóst að Xi Jinping hefur hreðjartak á stjórnkerfinu í Peking sem og kínverska hernum. Völdin eru nú í líkingu við þau sem byltingarleiðtoginn Maó Zedong hafði í Kína á árunum 1943-1976. Heimsathygli vakti þegar hinn 79 ára gamli fyrrum leiðtogi Kína, Hu Jintao, var leiddur á brott af flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins. Langan tíma tók ríkismiðla í Kína að gefa skýringar á atvikinu en loks barst sú skýring að Jintao hafi „ekki liðið vel.“ Hamingjuóskir bárust frá forseta Norður Kóreu, Kim Jong Un, og forseta Rússlands, Vladimír Putín. „Niðurstöður Kommúnistaflokksins staðfesta mikið pólitískt vald þitt yfir flokknum,“ er haft eftir Putín í tilkynningu frá Kreml.
Kína Tengdar fréttir Forveri Kínaforseta leiddur á brott af flokksþinginu Hu Jintao, forveri núverandi forseta Kína í starfi, var leiddur út af lokaathöfn flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. Engar skýringar hafa borist á því af hverju forsetinn fyrrverandi var leiddur úr salnum. 22. október 2022 10:05 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Forveri Kínaforseta leiddur á brott af flokksþinginu Hu Jintao, forveri núverandi forseta Kína í starfi, var leiddur út af lokaathöfn flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. Engar skýringar hafa borist á því af hverju forsetinn fyrrverandi var leiddur úr salnum. 22. október 2022 10:05