Sunak staðfestir framboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2022 10:21 Rishi Sunak vill verða forsætisráðherra Bretlands. Peter Summers/Getty Images) Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. Sunak tilkynnti um ákvörðunina á Twitter í morgun. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir því að Sunak myndi bjóða sig fram. Talning BBC hefur gefið til kynna að hann hafi verið fyrstur til að tryggja sér stuðning yfir 100 þingmanna Íhaldsflokksins, sem er sá þröskuldur sem þarf að yfirstíga til að geta boðið sig fram. Framboð Sunak þýðir að tveir frambjóðendur hafa formlega tilkynnt um framboð. Hinn er Penny Mordaunt, leiðtoga neðri deildar breska þingsins. Boris Johnson, sem sagði af sér sem leiðtogi flokksins og forsætisráðherra í sumar er einnig sagður íhuga framboð. Í færslu á Twitter segir Sunak að hann vilji fyrst og fremst einbeita sér að efnahagsmálum þar sem laga þurfi efnahag Bretlands. Þá sé mikilvægt að sameina Íhaldsflokkinn og ná árangri fyrir landsmenn. The United Kingdom is a great country but we face a profound economic crisis.That’s why I am standing to be Leader of the Conservative Party and your next Prime Minister. I want to fix our economy, unite our Party and deliver for our country. pic.twitter.com/BppG9CytAK— Rishi Sunak (@RishiSunak) October 23, 2022 Frestur til að bjóða sig fram rennur út síðdegis á morgun. Sem fyrr segir geta þeir aðeins boðið sig fram sem geta sýnt fram á stuðning eitt hundrað af þeim 357 þingmönnum sem sitja á þingi fyrir Íhaldsflokkinn. Það þýðir að hámarki þrír geta boðið sig fram. Leiðtogakjörið fer fram í vikunni en sá sem ber sigur úr bítum þar mun taka við Liz Truss sem forsætisráðherra. Hún sagði af sér í síðustu viku eftir afar stutta forsætisráðherratíð, þá stystu í sögu Bretlands. Bretland Tengdar fréttir Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira
Sunak tilkynnti um ákvörðunina á Twitter í morgun. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir því að Sunak myndi bjóða sig fram. Talning BBC hefur gefið til kynna að hann hafi verið fyrstur til að tryggja sér stuðning yfir 100 þingmanna Íhaldsflokksins, sem er sá þröskuldur sem þarf að yfirstíga til að geta boðið sig fram. Framboð Sunak þýðir að tveir frambjóðendur hafa formlega tilkynnt um framboð. Hinn er Penny Mordaunt, leiðtoga neðri deildar breska þingsins. Boris Johnson, sem sagði af sér sem leiðtogi flokksins og forsætisráðherra í sumar er einnig sagður íhuga framboð. Í færslu á Twitter segir Sunak að hann vilji fyrst og fremst einbeita sér að efnahagsmálum þar sem laga þurfi efnahag Bretlands. Þá sé mikilvægt að sameina Íhaldsflokkinn og ná árangri fyrir landsmenn. The United Kingdom is a great country but we face a profound economic crisis.That’s why I am standing to be Leader of the Conservative Party and your next Prime Minister. I want to fix our economy, unite our Party and deliver for our country. pic.twitter.com/BppG9CytAK— Rishi Sunak (@RishiSunak) October 23, 2022 Frestur til að bjóða sig fram rennur út síðdegis á morgun. Sem fyrr segir geta þeir aðeins boðið sig fram sem geta sýnt fram á stuðning eitt hundrað af þeim 357 þingmönnum sem sitja á þingi fyrir Íhaldsflokkinn. Það þýðir að hámarki þrír geta boðið sig fram. Leiðtogakjörið fer fram í vikunni en sá sem ber sigur úr bítum þar mun taka við Liz Truss sem forsætisráðherra. Hún sagði af sér í síðustu viku eftir afar stutta forsætisráðherratíð, þá stystu í sögu Bretlands.
Bretland Tengdar fréttir Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira
Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02