Sunak talinn með forskotið en Johnson nartar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2022 14:44 Boris Johnson, til vinstri, og Rishi Sunak, til hægri voru nánir samstarfsmenn í þeirri ríkisstjórn sem Johnson var í forsvari fyrir. Dan Kitwood/Getty Images Talið er líklegt að valið um næsta forsætisráðherra Bretlands muni standa á milli Boris Johnson og Rishi Sunak. Hvorugur þeirra hefur formlega lýst yfir framboði. Leiðtogakjör Íhaldsflokksins mun skera úr um hver tekur við af Liz Truss í forsætisráðherrastól Bretlands. Hún tilkynnti á fimmtudaginn að hún myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og boða til leiðtogakjörs innan Íhaldsflokksins. Kjörið fer fram í næstu viku. Væntanlegir frambjóðendur verða að bjóða sig fram fyrir síðdegi næstkomandi mánudags. Það skilyrði er sett að frambjóðandinn njóti stuðnings minnst hundrað þingmanna Íhaldsflokksins. Þeir eru 357 og því geta að hámarki þrír boðið sig fram. Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, er sú eina sem formlega hefur boðið sig fram. Fastlega er þó gert ráð fyrir því að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson og sá sem beið lægri hlut gegn Truss í leiðtogakjöri sumarsins, muni bjóða sig fram. Sunak og Johnson í heimsókn í brugghúsi á Englandi.Getty Fram kemur á vef BBC að hann njóti stuðnings yfir hundrað þingmanna. Talningin byggir á þeim þingmönnum sem hafa annað hvort opinberlega lýst yfir stuðningi við tiltekin frambjóðanda eða lýst yfir stuðningi í samtali við fréttamenn BBC. Chris Mason, stjórnmálaskýrandi BBC, segir einnig að heimildarmenn innan herbúða Johnson, haldi því fram að hann njóti einnig stuðnings yfir hundrað þingmanna. Opinber talning BBC gefur hins vegar til kynna að hann njóti stuðnings 49 þingmanna sem stendur. Þá bætir Mason við að efasemdir ríki um að þessi staðhæfing herbúðarmanna Johnson geti staðist. NEW: I’m told Boris Johnson now has more than 100 backers and so could be on the ballot if he chooses to be— Chris Mason (@ChrisMasonBBC) October 22, 2022 Johnson, sem var forsætisráðherra frá árinu 2019 þangað til í sumar er hann sagði af sér í skugga hneykslismála, flaug úr fríi sínu í Dóminíska lýðveldinu í morgun til Bretlands. Fastlega er gert ráð fyrir því að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjörið og því freista þess að setjast aftur á forsætisráðherrastólinn. Búist er við því að Sunak tilkynni um framboð síðar í dag. Bretland Tengdar fréttir Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. 22. október 2022 07:35 Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53 Starmer segir þjóðina verða að losna við snúngshurð íhaldsins Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúngshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram. 21. október 2022 19:21 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Leiðtogakjör Íhaldsflokksins mun skera úr um hver tekur við af Liz Truss í forsætisráðherrastól Bretlands. Hún tilkynnti á fimmtudaginn að hún myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og boða til leiðtogakjörs innan Íhaldsflokksins. Kjörið fer fram í næstu viku. Væntanlegir frambjóðendur verða að bjóða sig fram fyrir síðdegi næstkomandi mánudags. Það skilyrði er sett að frambjóðandinn njóti stuðnings minnst hundrað þingmanna Íhaldsflokksins. Þeir eru 357 og því geta að hámarki þrír boðið sig fram. Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, er sú eina sem formlega hefur boðið sig fram. Fastlega er þó gert ráð fyrir því að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson og sá sem beið lægri hlut gegn Truss í leiðtogakjöri sumarsins, muni bjóða sig fram. Sunak og Johnson í heimsókn í brugghúsi á Englandi.Getty Fram kemur á vef BBC að hann njóti stuðnings yfir hundrað þingmanna. Talningin byggir á þeim þingmönnum sem hafa annað hvort opinberlega lýst yfir stuðningi við tiltekin frambjóðanda eða lýst yfir stuðningi í samtali við fréttamenn BBC. Chris Mason, stjórnmálaskýrandi BBC, segir einnig að heimildarmenn innan herbúða Johnson, haldi því fram að hann njóti einnig stuðnings yfir hundrað þingmanna. Opinber talning BBC gefur hins vegar til kynna að hann njóti stuðnings 49 þingmanna sem stendur. Þá bætir Mason við að efasemdir ríki um að þessi staðhæfing herbúðarmanna Johnson geti staðist. NEW: I’m told Boris Johnson now has more than 100 backers and so could be on the ballot if he chooses to be— Chris Mason (@ChrisMasonBBC) October 22, 2022 Johnson, sem var forsætisráðherra frá árinu 2019 þangað til í sumar er hann sagði af sér í skugga hneykslismála, flaug úr fríi sínu í Dóminíska lýðveldinu í morgun til Bretlands. Fastlega er gert ráð fyrir því að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjörið og því freista þess að setjast aftur á forsætisráðherrastólinn. Búist er við því að Sunak tilkynni um framboð síðar í dag.
Bretland Tengdar fréttir Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. 22. október 2022 07:35 Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53 Starmer segir þjóðina verða að losna við snúngshurð íhaldsins Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúngshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram. 21. október 2022 19:21 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. 22. október 2022 07:35
Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53
Starmer segir þjóðina verða að losna við snúngshurð íhaldsins Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúngshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram. 21. október 2022 19:21
Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10