Kornbóndi ræktar hveiti á Suðurlandi með góðum árangri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. október 2022 20:04 Björgvin Þór er öflugur kornbóndi og svínaræktandi. Hér stendur hann í hveitiakri í Gunnarsholti. Kornbóndi á Suðurlandi er nú að rækta hveiti á 43 hekturum lands með góðum árangri. Hveitið notar hann í fóður fyrir svínin sín. Það er Björgvin Þór Harðarson, kornbóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem leigir land af Landgræðslunni í Gunnarsholti til að stunda sína kornrækt. Nú er það hveitið. „Núna erum við á hveitiakri hérna á Gunnarsholti á Rangárvöllunum þar sem við erum að þreskja og ná ágætis uppskeru af góðu hveiti, sem verður notað við framleiðslu á svínakjöti,“ segir Björgvin Þór. Af hverju hveiti? „Þetta er mjög orkuríkt og hentar ágætlega á móti byggi, sérstaklega í minni grísi, þá melta þeir þetta betur. Það er ekki hægt að baka pönnukökur úr hveitinu en ég hef látið mæla það og þeir töldu að það væri kannski hægt að búa til kex í mesta lagi,“ bætir Björgvin Þór við. Björgvin Þór er með mjög góðar vélar í sinni vinnu, enda skiptir það öllu máli að hans sögn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin er svo með flotta aðstöðu í Gunnarsholti þar sem hann er með öflugar vélar í kornþurrkun. „Við erum sem sagt með vagn, sem er með blautu korni. Það er tekið af honum beint inn í þurrkarann og það fer í einn hring. Á meðan er blásið heitu lofti og svo er það kælt. Síðan fer þetta inn í geymslusíló hérna fyrir innan. Þar er það síðan sett í síló, sem við getum svo sekkjað í eða sett á bíla eftir því hvað hentar.“ Björgvin Þór er mjög stór í kornrækt og mikill áhugamaður og spekingur um allt, sem við kemur korni en hann ræktar korn á 280 hekturum. „Ég hef náttúrulega áhuga á þessu og gaman af þessu en fyrst og fremst er þetta bara nauðsynlegt hráefni til að framleiða gott íslenskt svínakjöt,“ segir Björgvin Þór. Um 280 hektarar af korni er það, sem Björgvin Þór er með. Hann sér fyrir sér mikla og aukna möguleika í kornrækt á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Það er Björgvin Þór Harðarson, kornbóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem leigir land af Landgræðslunni í Gunnarsholti til að stunda sína kornrækt. Nú er það hveitið. „Núna erum við á hveitiakri hérna á Gunnarsholti á Rangárvöllunum þar sem við erum að þreskja og ná ágætis uppskeru af góðu hveiti, sem verður notað við framleiðslu á svínakjöti,“ segir Björgvin Þór. Af hverju hveiti? „Þetta er mjög orkuríkt og hentar ágætlega á móti byggi, sérstaklega í minni grísi, þá melta þeir þetta betur. Það er ekki hægt að baka pönnukökur úr hveitinu en ég hef látið mæla það og þeir töldu að það væri kannski hægt að búa til kex í mesta lagi,“ bætir Björgvin Þór við. Björgvin Þór er með mjög góðar vélar í sinni vinnu, enda skiptir það öllu máli að hans sögn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin er svo með flotta aðstöðu í Gunnarsholti þar sem hann er með öflugar vélar í kornþurrkun. „Við erum sem sagt með vagn, sem er með blautu korni. Það er tekið af honum beint inn í þurrkarann og það fer í einn hring. Á meðan er blásið heitu lofti og svo er það kælt. Síðan fer þetta inn í geymslusíló hérna fyrir innan. Þar er það síðan sett í síló, sem við getum svo sekkjað í eða sett á bíla eftir því hvað hentar.“ Björgvin Þór er mjög stór í kornrækt og mikill áhugamaður og spekingur um allt, sem við kemur korni en hann ræktar korn á 280 hekturum. „Ég hef náttúrulega áhuga á þessu og gaman af þessu en fyrst og fremst er þetta bara nauðsynlegt hráefni til að framleiða gott íslenskt svínakjöt,“ segir Björgvin Þór. Um 280 hektarar af korni er það, sem Björgvin Þór er með. Hann sér fyrir sér mikla og aukna möguleika í kornrækt á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira