Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - Keflavík 1-7 | Leiknir fallinn eftir slæman skell Sverrir Mar Smárason skrifar 22. október 2022 16:20 Leiknismenn eru fallnir úr Bestu deildinni. Visir/ Tjörvi Leiknismenn eru fallnir úr Bestu deild karla í fótbolta eftir 7-1 tap liðsins gegn Keflavík í næstsíðustu umferð deildarinnar á Würth-vellinum í dag. Aðstæður á DomusNova-vellinum í Breiðholti eru ekki góðar. Jörðin er frosin og hefur verið það undanfarna viku og því tóku Leiknismenn á það ráð að leika á Würth-vellinum í Árbæ hjá nágrönnum sínum í Fylki. Leikurinn fór mjög rólega af stað fyrstu tuttugu mínúturnar. Greinilegt að Leiknismenn vildu ekki fá mark á sig snemma og tapa leiknum. Leiknir fékk fyrsta góða færi leiksins en Bjarki Aðalsteinsson var í margmenni í teig Keflavíkur og skot hans í varnarmann. Stuttu síðar opnaðist vörn Leiknis töluvert. Kian Williams fékk gott færi en skotið framhjá. Adam Ægir áttu svo sendingu á Patrik Johannesen sem skallaði yfir á 33. mínútu en mínútu síðar átti Adam Ægir aðra sendingu inn í teiginn og þá á Joey Gibbs. Gibbs með frábæran snúning í teignum og magnað skot með vinstri sem söng í netinu. Keflavík komnir yfir og 11 mínútur til hálfleiks. Það tók Keflavík aðeins tvær mínútur að bæta við marki. Að verki var Adam Ægir Pálsson eftit gott samspil milli Sindra Snæs og Rúnars Þórs sem sendi boltann svo inn í teiginn. Adam Ægir fyrstur á boltann og renndi honum í netið, 2-0. Áfram héldu Keflvíkingar að sækja hratt og vel. Þeir bættu við þriðja markinu fyrir hálfleik á 41. mínútu eftir frábæra skyndisókn. Joey Gibbs fékk boltann inni í teig Leiknis og renndi honum út á Adam Ægi sem skoraði sitt annað mark í leiknum og kom Keflavík í 3-0 fyrir hálfleik. Zean Dalugge reyndi að klóra í bakkann en skot hans í þverslánna. Skref Leiknismanna voru þung á leið inn í klefa í hálfleik enda ljóst að endi leikurinn svona þá sé Leiknir fallið. Í síðari hálfleiknum varð leikurinn bara frekar skrýtinn. Leiknismenn gerðu breytingu í hálfleik þar sem Róbert Hauksson kom inn fyrir Davíð Júlían og blása átti til sóknar. Leiknismönnum tókst að minnka muninn á 53. mínútu einmitt með marki frá varamanninum Róberti Haukssyni. Emil Berger lagði boltann á hann í teignum og Róbert kláraði færið vel. Leiknismenn reyndu svo áfram að minnka muninn enn frekar, fengu færi til þess en það tókst ekki og það var Keflavík sem skoraði fimmta mark leiksins. Rúnar Þór tók aukaspyrnu á vallarhelmingi Leiknis og sendi boltann inn í teiginn þar sem Joey Gibbs náði ekki skallanum en fyrir aftan hann lúrði Kian Williams. Williams var óvaldaður og setti boltann yfir línuna. Leiknismenn lögðu allt í sölurnar fram á við þar sem tap þýddi fall úr deildinni en það kom í bakið á þeim því Keflavík nýtti það virkilega vel að hafa svona mikið pláss í kringum fáliðaða vörn Leiknis. Á síðustu 15. mínútum leiksins bættu Keflavík við þremur mörkum. Sindri Snær Magnússon skoraði fimmta markið eftir sendingu frá Sindra Þór áður en varamaðurinn Dagur Ingi Valsson skoraði tvö mörk, annað þeirra einnig eftir sendingu frá Sindra Þór. Á sama tímabili varði Viktor Freyr, markvörður Leiknis, nokkrum sinnum frábærlega úr góðum færum Keflavíkur. Lokatölur 1-7 Keflavík í vil og Leiknismenn þurfa að kyngja þeirri staðreynd að þeir eru fallnir úr Bestu deildinni. Af hverju vann Keflavík? Keflavík eru miklu betra lið heldur en Leiknir. Það er bara staðan í dag. Betri leikmenn, betra plan og á mun betri stað auðvitað. Keflavík spilaði góðan sóknarleik með hröðum og góðum sóknum þar sem bersýnilega komu í ljós gæði þeirra leikmanna fram á við. Adam Ægir og Rúnar Þór voru valdir í landsliðið á dögunum og það er engin tilviljun. Patrik Johannesen stýrir svo því sem fer fram frábærlega vel. Leiknismenn lögðu allt í sölurnar en þá galopnaðist varnarleikurinn. Hverjir voru bestir? Adam Ægir var frábær í leiknum. Skoraði tvö og lagði upp eitt mark. Adam var í raun bara klaufi að ná ekki að skora þrennu í dag. Rúnar Þór sömuleiðis frábær. Góður varnarlega og lagði upp tvö mörk. Sindri Snær og Frans Elvarsson fá svo alls ekki nógu mikið hrós fyrir það hlutverk sem þeir gegna í þessu Keflavíkurliði. Frábærir fyrir framan vörnina leik eftir leik og voru það í dag sömuleiðis. Hvað má betur fara? Leiknisliðið missti haus bæði eftir hálftíma leik og svo aftur þegar þeim tókst ekki að skora meira en eitt mark í byrjun síðari hálfleiks. Skiljanlegt að einhverju leyti að vonin dofni en maður ætlast alltaf til þess að leikmenn sem brenni fyrir verkefnið haldi áfram að berjast fyrir því út í rauðan dauðan. Hvað gerist næst? Liðin eiga bæði einn leik eftir. Leiknismenn fara til Eyja og Keflavík spilar við Fram. Sigurður Ragnar Eyjólfsson: Stóru liðin á Íslandi eru búin að hafa samband og gera tilboð í hann Siggi Raggi í leiknum í dag.Visir/ Tjörvi Siggi Raggi, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með leik síns liðs í dag. „Mér fannst við spila mjög vel í dag og vorum með töluvert mikla yfirburði í leiknum heilt yfir þór að Leiknir hafi fengið svona sín tækifæri. Það var of auðvelt fyrir þá að gefa fyrirgjafir inn í teiginn fannst mér en við fengum haug af færum og skorum sjö mörk. Þetta var fannst mér alltaf öruggt. Vorum komnir í 3-0 og Leiknir fékk smá eldmóð við að skora mark. Við sigldum þessu vel í land og öruggur og flottur sigur,“ sagði Siggi Raggi. Þrír leikmenn Keflavíkur voru valdir í landsliðshóp A-landsliðsins fyrir leik gegn Saudi-Arabíu í byrjun nóvember. Þjálfarinn segir það viðurkenningu fyrir félagið. „Við erum ofboðslega stoltir af þeim. Þetta er frábært að vera með þrjá leikmenn. Þeir spiluðu allir leiki í 2.flokki með Keflavík fyrir nokkrum árum síðan. Þetta sýnir strákunum í Keflavík að það er allt hægt ef menn eru duglegir og leggja á sig. Vonum að þeir fái tækifæri í leikjunum. Það eru fleiri lið farin að taka eftir þessum strákum en það er kannski önnur saga með Adam sem fékk lítið að spila með Víkingi í fyrra en hefur blómstrað með okkur. Þannig þetta kannski líka sýnir strákum að það er gott að koma og spila heldur en kannski að vera á bekknum í stærstu liðunum. Adam hefur staðið sig hrikalega vel og er nálægt því að bæta stoðsendingametið í þessari deild sem er magnað á sínu fyrsta svona alvöru tímabili í efstu deild þar sem hann er að spila mikið,“ sagði Siggi Raggi um valið. Patrik Johannesen hefur verið mikið orðaður frá félaginu og Siggi Raggi var heiðarlegur í svörum þegar hann var spurður út í von sína um að halda honum hjá félaginu. „Nei ég er ekkert sérstaklega vongóður á það. Stóru liðin á Íslandi eru búin að hafa samband og gera tilboð í hann. Breiðablik er búið að gera tvisvar tilboð í hann og það eru fleiri lið sem hafa áhuga á honum. Það er erfitt fyrir Keflavík að halda sínum bestu leikmönnum. Við erum ekki komin á þann stað fjárhagslega sem klúbbur að geta haldið í þessa leikmenn. Þannig verður væntanlega raunin með Patrik að við fáum tilboð sem við getum ekki hafnað“, sagði Siggi Raggi. Sigurður Heiðar Höskuldsson: Það er virkilega sárt að hafa ekki náð að gera betur sem sá sem stjórnar liðinu Siggi Höskulds kveður Leikni í lok tímabils svekktur og sár eftir fall úr Bestu deildinni.Visir/ Tjörvi Siggi Höskulds, fráfarandi þjálfari Leiknis, var gríðarlega svekktur í leikslok vitandi það að fall úr deildinni væri staðfest. „Við byrjuðum leikinn ágætlega og mér fannst jafnræði með liðunum. Svo ganga þeir frá leiknum á stuttum kafla þar sem við gefum þeim algjörlega frumkvæðið í leiknum. Þeir taka það vel og rúlla yfir okkur þarna í fyrri hálfleik. Við mátum það þannig að við þyrftum að henda öllum fram. Það gekk ljómandi vel og við vorum mjög líklegir að koma til baka hérna. Þeir eiga að fá tvö rauð spjöld í stöðunni 3-1 og pínu svekkjandi að það skyldi ekki falla með okkur. Svo skora þeir ævintýralega klaufalegt mark hérna 4-1 en þangað til fannst mér við bara mjög líklegir að koma til baka og sýndum mikið hjarta í seinni hálfleik fram að fjórða markinu og þá fer þetta frá okkur,“ sagði Sigurður. Liðið er fallið og Sigurður er á leið út. Hann tekur við sem aðstoðarþjálfari hjá Val eftir tímabilið og hefði viljað skilja við Leikni á betri stað. „Þetta er virkilega sárt. Ég er alveg stoltur af tímanum mínum það sem ég hef gert með Leiknisliðinu. Virkilega sárt að sjá þetta enda svona og algjörlega ekki það sem við ætluðum okkur. Heilt yfir bara ekki nógu góðir í sumar, gerum alltof mikið af mistökum og vorum bara ekki nógu góðir. Það er virkilega sárt að hafa ekki náð að gera betur sem sá sem stjórnar liðinu. Að hafa ekki náð að kreista meira úr liðinu og gera betur er sárt og skilja við liðið fallið er eins og ég segi mjög sárt,“ sagði Sigurður um viðskilnaðinn. Besta deild karla Leiknir Reykjavík FH Fótbolti
Leiknismenn eru fallnir úr Bestu deild karla í fótbolta eftir 7-1 tap liðsins gegn Keflavík í næstsíðustu umferð deildarinnar á Würth-vellinum í dag. Aðstæður á DomusNova-vellinum í Breiðholti eru ekki góðar. Jörðin er frosin og hefur verið það undanfarna viku og því tóku Leiknismenn á það ráð að leika á Würth-vellinum í Árbæ hjá nágrönnum sínum í Fylki. Leikurinn fór mjög rólega af stað fyrstu tuttugu mínúturnar. Greinilegt að Leiknismenn vildu ekki fá mark á sig snemma og tapa leiknum. Leiknir fékk fyrsta góða færi leiksins en Bjarki Aðalsteinsson var í margmenni í teig Keflavíkur og skot hans í varnarmann. Stuttu síðar opnaðist vörn Leiknis töluvert. Kian Williams fékk gott færi en skotið framhjá. Adam Ægir áttu svo sendingu á Patrik Johannesen sem skallaði yfir á 33. mínútu en mínútu síðar átti Adam Ægir aðra sendingu inn í teiginn og þá á Joey Gibbs. Gibbs með frábæran snúning í teignum og magnað skot með vinstri sem söng í netinu. Keflavík komnir yfir og 11 mínútur til hálfleiks. Það tók Keflavík aðeins tvær mínútur að bæta við marki. Að verki var Adam Ægir Pálsson eftit gott samspil milli Sindra Snæs og Rúnars Þórs sem sendi boltann svo inn í teiginn. Adam Ægir fyrstur á boltann og renndi honum í netið, 2-0. Áfram héldu Keflvíkingar að sækja hratt og vel. Þeir bættu við þriðja markinu fyrir hálfleik á 41. mínútu eftir frábæra skyndisókn. Joey Gibbs fékk boltann inni í teig Leiknis og renndi honum út á Adam Ægi sem skoraði sitt annað mark í leiknum og kom Keflavík í 3-0 fyrir hálfleik. Zean Dalugge reyndi að klóra í bakkann en skot hans í þverslánna. Skref Leiknismanna voru þung á leið inn í klefa í hálfleik enda ljóst að endi leikurinn svona þá sé Leiknir fallið. Í síðari hálfleiknum varð leikurinn bara frekar skrýtinn. Leiknismenn gerðu breytingu í hálfleik þar sem Róbert Hauksson kom inn fyrir Davíð Júlían og blása átti til sóknar. Leiknismönnum tókst að minnka muninn á 53. mínútu einmitt með marki frá varamanninum Róberti Haukssyni. Emil Berger lagði boltann á hann í teignum og Róbert kláraði færið vel. Leiknismenn reyndu svo áfram að minnka muninn enn frekar, fengu færi til þess en það tókst ekki og það var Keflavík sem skoraði fimmta mark leiksins. Rúnar Þór tók aukaspyrnu á vallarhelmingi Leiknis og sendi boltann inn í teiginn þar sem Joey Gibbs náði ekki skallanum en fyrir aftan hann lúrði Kian Williams. Williams var óvaldaður og setti boltann yfir línuna. Leiknismenn lögðu allt í sölurnar fram á við þar sem tap þýddi fall úr deildinni en það kom í bakið á þeim því Keflavík nýtti það virkilega vel að hafa svona mikið pláss í kringum fáliðaða vörn Leiknis. Á síðustu 15. mínútum leiksins bættu Keflavík við þremur mörkum. Sindri Snær Magnússon skoraði fimmta markið eftir sendingu frá Sindra Þór áður en varamaðurinn Dagur Ingi Valsson skoraði tvö mörk, annað þeirra einnig eftir sendingu frá Sindra Þór. Á sama tímabili varði Viktor Freyr, markvörður Leiknis, nokkrum sinnum frábærlega úr góðum færum Keflavíkur. Lokatölur 1-7 Keflavík í vil og Leiknismenn þurfa að kyngja þeirri staðreynd að þeir eru fallnir úr Bestu deildinni. Af hverju vann Keflavík? Keflavík eru miklu betra lið heldur en Leiknir. Það er bara staðan í dag. Betri leikmenn, betra plan og á mun betri stað auðvitað. Keflavík spilaði góðan sóknarleik með hröðum og góðum sóknum þar sem bersýnilega komu í ljós gæði þeirra leikmanna fram á við. Adam Ægir og Rúnar Þór voru valdir í landsliðið á dögunum og það er engin tilviljun. Patrik Johannesen stýrir svo því sem fer fram frábærlega vel. Leiknismenn lögðu allt í sölurnar en þá galopnaðist varnarleikurinn. Hverjir voru bestir? Adam Ægir var frábær í leiknum. Skoraði tvö og lagði upp eitt mark. Adam var í raun bara klaufi að ná ekki að skora þrennu í dag. Rúnar Þór sömuleiðis frábær. Góður varnarlega og lagði upp tvö mörk. Sindri Snær og Frans Elvarsson fá svo alls ekki nógu mikið hrós fyrir það hlutverk sem þeir gegna í þessu Keflavíkurliði. Frábærir fyrir framan vörnina leik eftir leik og voru það í dag sömuleiðis. Hvað má betur fara? Leiknisliðið missti haus bæði eftir hálftíma leik og svo aftur þegar þeim tókst ekki að skora meira en eitt mark í byrjun síðari hálfleiks. Skiljanlegt að einhverju leyti að vonin dofni en maður ætlast alltaf til þess að leikmenn sem brenni fyrir verkefnið haldi áfram að berjast fyrir því út í rauðan dauðan. Hvað gerist næst? Liðin eiga bæði einn leik eftir. Leiknismenn fara til Eyja og Keflavík spilar við Fram. Sigurður Ragnar Eyjólfsson: Stóru liðin á Íslandi eru búin að hafa samband og gera tilboð í hann Siggi Raggi í leiknum í dag.Visir/ Tjörvi Siggi Raggi, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með leik síns liðs í dag. „Mér fannst við spila mjög vel í dag og vorum með töluvert mikla yfirburði í leiknum heilt yfir þór að Leiknir hafi fengið svona sín tækifæri. Það var of auðvelt fyrir þá að gefa fyrirgjafir inn í teiginn fannst mér en við fengum haug af færum og skorum sjö mörk. Þetta var fannst mér alltaf öruggt. Vorum komnir í 3-0 og Leiknir fékk smá eldmóð við að skora mark. Við sigldum þessu vel í land og öruggur og flottur sigur,“ sagði Siggi Raggi. Þrír leikmenn Keflavíkur voru valdir í landsliðshóp A-landsliðsins fyrir leik gegn Saudi-Arabíu í byrjun nóvember. Þjálfarinn segir það viðurkenningu fyrir félagið. „Við erum ofboðslega stoltir af þeim. Þetta er frábært að vera með þrjá leikmenn. Þeir spiluðu allir leiki í 2.flokki með Keflavík fyrir nokkrum árum síðan. Þetta sýnir strákunum í Keflavík að það er allt hægt ef menn eru duglegir og leggja á sig. Vonum að þeir fái tækifæri í leikjunum. Það eru fleiri lið farin að taka eftir þessum strákum en það er kannski önnur saga með Adam sem fékk lítið að spila með Víkingi í fyrra en hefur blómstrað með okkur. Þannig þetta kannski líka sýnir strákum að það er gott að koma og spila heldur en kannski að vera á bekknum í stærstu liðunum. Adam hefur staðið sig hrikalega vel og er nálægt því að bæta stoðsendingametið í þessari deild sem er magnað á sínu fyrsta svona alvöru tímabili í efstu deild þar sem hann er að spila mikið,“ sagði Siggi Raggi um valið. Patrik Johannesen hefur verið mikið orðaður frá félaginu og Siggi Raggi var heiðarlegur í svörum þegar hann var spurður út í von sína um að halda honum hjá félaginu. „Nei ég er ekkert sérstaklega vongóður á það. Stóru liðin á Íslandi eru búin að hafa samband og gera tilboð í hann. Breiðablik er búið að gera tvisvar tilboð í hann og það eru fleiri lið sem hafa áhuga á honum. Það er erfitt fyrir Keflavík að halda sínum bestu leikmönnum. Við erum ekki komin á þann stað fjárhagslega sem klúbbur að geta haldið í þessa leikmenn. Þannig verður væntanlega raunin með Patrik að við fáum tilboð sem við getum ekki hafnað“, sagði Siggi Raggi. Sigurður Heiðar Höskuldsson: Það er virkilega sárt að hafa ekki náð að gera betur sem sá sem stjórnar liðinu Siggi Höskulds kveður Leikni í lok tímabils svekktur og sár eftir fall úr Bestu deildinni.Visir/ Tjörvi Siggi Höskulds, fráfarandi þjálfari Leiknis, var gríðarlega svekktur í leikslok vitandi það að fall úr deildinni væri staðfest. „Við byrjuðum leikinn ágætlega og mér fannst jafnræði með liðunum. Svo ganga þeir frá leiknum á stuttum kafla þar sem við gefum þeim algjörlega frumkvæðið í leiknum. Þeir taka það vel og rúlla yfir okkur þarna í fyrri hálfleik. Við mátum það þannig að við þyrftum að henda öllum fram. Það gekk ljómandi vel og við vorum mjög líklegir að koma til baka hérna. Þeir eiga að fá tvö rauð spjöld í stöðunni 3-1 og pínu svekkjandi að það skyldi ekki falla með okkur. Svo skora þeir ævintýralega klaufalegt mark hérna 4-1 en þangað til fannst mér við bara mjög líklegir að koma til baka og sýndum mikið hjarta í seinni hálfleik fram að fjórða markinu og þá fer þetta frá okkur,“ sagði Sigurður. Liðið er fallið og Sigurður er á leið út. Hann tekur við sem aðstoðarþjálfari hjá Val eftir tímabilið og hefði viljað skilja við Leikni á betri stað. „Þetta er virkilega sárt. Ég er alveg stoltur af tímanum mínum það sem ég hef gert með Leiknisliðinu. Virkilega sárt að sjá þetta enda svona og algjörlega ekki það sem við ætluðum okkur. Heilt yfir bara ekki nógu góðir í sumar, gerum alltof mikið af mistökum og vorum bara ekki nógu góðir. Það er virkilega sárt að hafa ekki náð að gera betur sem sá sem stjórnar liðinu. Að hafa ekki náð að kreista meira úr liðinu og gera betur er sárt og skilja við liðið fallið er eins og ég segi mjög sárt,“ sagði Sigurður um viðskilnaðinn.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti