Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. október 2022 22:48 Hér að ofan má sjá mynd frá viðureign Carlsen (t.v.) og Niemann á Sinquefield-skákmótinu. CRYSTAL FULLER/SAINT LOUIS CHESS CLUB Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. Töluvert hefur verið fjallað um leiki og hæfileika Niemann á seinustu vikum en hann hefur verið sakaður um að svindla í leikjum sínum, meðal annars með því að nýta hjálpartæki ástarlífsins. Niemann var fyrst sakaður um svindl af Magnus Carlsen, margföldum heimsmeistara í skák. Sá fyrrnefndi sigraði í skák þeirra á milli á Sinquefield-skákmótinu en Carlsen hafði ekki tapað 53 skákum í röð fram að því. Í kjölfar tapsins dró Carlsen sig úr keppni. Carlsen ýjaði að því að um svindl hafi verið að ræða og fóru ýmsir orðrómar á kreik, meðal annars að Niemann hefði ásamt aðstoðarmanni, nýtt sér endaþarms-kúlur til þess að svindla. Niemann hefur neitað sök. Norski miðillinn VG greinir frá því að nú hafi Niemann lögsótt Carlsen, skákvefsíðuna Chess.com og fleiri innan skákheimsins fyrir að hafa hnekkt mannorð hans og feril. Skákvefsíðan hafi gefið í skyn að Niemann hafi svindlað í yfir hundrað viðureignum á síðunni. Ásamt því hafi aðilarnir komið sér saman um að „setja hann á svartan lista“ innan skákheimsins. Meðal annars vegna þessa krefjist Niemann hundrað milljóna Bandaríkjadala í miskabætur eða um 14,6 milljarða íslenskra króna. Haft er eftir sérfræðingum innan skákheimsins þar sem þeir segi að lögsóknin hafi ekki komið þeim á óvart en ólíklegt sé að hún beri einhvern árangur. Fyrr í mánuðinum greindi DV frá því að stórmeistarinn Fabiano Caruana telji Niemann hafa svindlað í viðureign sinni gegn íslenska skákmanninum Hjörvari Steini Grétarssyni á Reykjavíkurmótinu í apríl. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Bandaríkin Noregur Tengdar fréttir Sakaður um að nýta hjálpartæki ástarlífsins til að svindla á Carlsen Málið sem hefur heltekið skákheiminn heldur áfram að taka óvæntar beygjur. Nú hafa sprottið upp orðrómar þess efnis að Hans Niemann hafi nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins, kynlífstæki, til að sigra fimmfaldan heimsmeistara Magnus Carlsen. 16. september 2022 07:01 Carlsen hætti í fússi á móti Niemann Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák, gaf leik á móti Hans Niemann eftir aðeins tvo leiki í dag. 19. september 2022 22:29 Sakar Niemann um enn meira svindl Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl. 26. september 2022 20:24 Leitað að hjálpartækjum ástarlífsins í afturenda Niemann fyrir skákeinvígi Skákmeistarinn Hans Niemann þurfti að þola nánari öryggisgæslu en aðrir keppendur á bandaríska meistaramótinu í skák í vikunni þegar leitað var sérstaklega í afturenda Niemann af hjálpartækjum ástarlífsins. 8. október 2022 17:08 Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. 6. október 2022 07:31 Titrandi hringur og þyngdir fiskar nýjustu hneykslin eftir skáksvindlið Ásakanir um svindl skóku póker og veiðiheimana í Bandaríkjunum í síðustu viku, innan við mánuði eftir að greint var frá meintu svindli með hjálpartækjum ástarlífsins í skákheiminum. Titrandi hringur er sagður hafa verið notaður í stórum pókerleik og blýkúlum komið fyrir í fiskum í veiðikeppni. 3. október 2022 12:55 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um leiki og hæfileika Niemann á seinustu vikum en hann hefur verið sakaður um að svindla í leikjum sínum, meðal annars með því að nýta hjálpartæki ástarlífsins. Niemann var fyrst sakaður um svindl af Magnus Carlsen, margföldum heimsmeistara í skák. Sá fyrrnefndi sigraði í skák þeirra á milli á Sinquefield-skákmótinu en Carlsen hafði ekki tapað 53 skákum í röð fram að því. Í kjölfar tapsins dró Carlsen sig úr keppni. Carlsen ýjaði að því að um svindl hafi verið að ræða og fóru ýmsir orðrómar á kreik, meðal annars að Niemann hefði ásamt aðstoðarmanni, nýtt sér endaþarms-kúlur til þess að svindla. Niemann hefur neitað sök. Norski miðillinn VG greinir frá því að nú hafi Niemann lögsótt Carlsen, skákvefsíðuna Chess.com og fleiri innan skákheimsins fyrir að hafa hnekkt mannorð hans og feril. Skákvefsíðan hafi gefið í skyn að Niemann hafi svindlað í yfir hundrað viðureignum á síðunni. Ásamt því hafi aðilarnir komið sér saman um að „setja hann á svartan lista“ innan skákheimsins. Meðal annars vegna þessa krefjist Niemann hundrað milljóna Bandaríkjadala í miskabætur eða um 14,6 milljarða íslenskra króna. Haft er eftir sérfræðingum innan skákheimsins þar sem þeir segi að lögsóknin hafi ekki komið þeim á óvart en ólíklegt sé að hún beri einhvern árangur. Fyrr í mánuðinum greindi DV frá því að stórmeistarinn Fabiano Caruana telji Niemann hafa svindlað í viðureign sinni gegn íslenska skákmanninum Hjörvari Steini Grétarssyni á Reykjavíkurmótinu í apríl.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Bandaríkin Noregur Tengdar fréttir Sakaður um að nýta hjálpartæki ástarlífsins til að svindla á Carlsen Málið sem hefur heltekið skákheiminn heldur áfram að taka óvæntar beygjur. Nú hafa sprottið upp orðrómar þess efnis að Hans Niemann hafi nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins, kynlífstæki, til að sigra fimmfaldan heimsmeistara Magnus Carlsen. 16. september 2022 07:01 Carlsen hætti í fússi á móti Niemann Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák, gaf leik á móti Hans Niemann eftir aðeins tvo leiki í dag. 19. september 2022 22:29 Sakar Niemann um enn meira svindl Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl. 26. september 2022 20:24 Leitað að hjálpartækjum ástarlífsins í afturenda Niemann fyrir skákeinvígi Skákmeistarinn Hans Niemann þurfti að þola nánari öryggisgæslu en aðrir keppendur á bandaríska meistaramótinu í skák í vikunni þegar leitað var sérstaklega í afturenda Niemann af hjálpartækjum ástarlífsins. 8. október 2022 17:08 Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. 6. október 2022 07:31 Titrandi hringur og þyngdir fiskar nýjustu hneykslin eftir skáksvindlið Ásakanir um svindl skóku póker og veiðiheimana í Bandaríkjunum í síðustu viku, innan við mánuði eftir að greint var frá meintu svindli með hjálpartækjum ástarlífsins í skákheiminum. Titrandi hringur er sagður hafa verið notaður í stórum pókerleik og blýkúlum komið fyrir í fiskum í veiðikeppni. 3. október 2022 12:55 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
Sakaður um að nýta hjálpartæki ástarlífsins til að svindla á Carlsen Málið sem hefur heltekið skákheiminn heldur áfram að taka óvæntar beygjur. Nú hafa sprottið upp orðrómar þess efnis að Hans Niemann hafi nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins, kynlífstæki, til að sigra fimmfaldan heimsmeistara Magnus Carlsen. 16. september 2022 07:01
Carlsen hætti í fússi á móti Niemann Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák, gaf leik á móti Hans Niemann eftir aðeins tvo leiki í dag. 19. september 2022 22:29
Sakar Niemann um enn meira svindl Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl. 26. september 2022 20:24
Leitað að hjálpartækjum ástarlífsins í afturenda Niemann fyrir skákeinvígi Skákmeistarinn Hans Niemann þurfti að þola nánari öryggisgæslu en aðrir keppendur á bandaríska meistaramótinu í skák í vikunni þegar leitað var sérstaklega í afturenda Niemann af hjálpartækjum ástarlífsins. 8. október 2022 17:08
Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. 6. október 2022 07:31
Titrandi hringur og þyngdir fiskar nýjustu hneykslin eftir skáksvindlið Ásakanir um svindl skóku póker og veiðiheimana í Bandaríkjunum í síðustu viku, innan við mánuði eftir að greint var frá meintu svindli með hjálpartækjum ástarlífsins í skákheiminum. Titrandi hringur er sagður hafa verið notaður í stórum pókerleik og blýkúlum komið fyrir í fiskum í veiðikeppni. 3. október 2022 12:55