„Óttinn við að tapa er hættur að vera yfirgnæfandi“ Andri Már Eggertsson skrifar 20. október 2022 20:30 Viðar Örn Hafsteinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Höttur vann Þór Þorlákshöfn í 3. umferð Subway deildar-karla 89-91. Þetta var fyrsti sigur Hattar á tímabilinu og var Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, afar kátur eftir annan sigurinn á Þór Þorlákshöfn í röð. „Mér er alveg sama á móti hvaða liði ég spila ef við vinnum en ég ætla ekki að vera með hroka og segja að ég væri til í að spila við Þór Þorlákshöfn í hverri viku. Þeir eru erfiðir og við höfum spilað tvo erfiða leiki gegn þeim í bikar og núna í deildinni þannig það verður fínt að fá annað lið í næstu viku sem er Tindastóll,“ sagði Viðar Örn aðspurður hvort hann væri til í að mæta Þór Þorlákshöfn í hverri viku. Viðar var afar ánægður með varnarleikinn og baráttuna hjá sínu liði sem að hans mati stóð upp úr. „Mér fannst varnarleikurinn og fráköst hjá okkur. Þeir hittu úr erfiðum skotum í lokin og ég var ánægður með mína menn sem kláruðu þetta. Það er að verða til meiri þekking og við erum að verða stærri í okkur að fara að sækja sigra í stað þess að óttinn við tap er yfirgnæfandi.“ Þór Þorlákshöfn var þremur stigum yfir í hálfleik og lenti Höttur í villuvandræðum og Viðar hrósaði þeim sem komu inn af bekknum. „Við fengum margar villur á okkur í öðrum leikhluta þar sem þeir fóru snemma í bónus sem reyndist okkur erfitt á tímabili. Það var gott að fá Benna slátrara í leikinn til að berja á gamla maninnum þeirra sem gekk vel. “ Viðar var ánægður með þriðja leikhluta þar sem vörn Hattar var góð og heimamenn gerðu aðeins ellefu stig. „Vörnin var góð í þriðja leikhluta. Þegar þetta smellur þá erum við flottir og við þurfum bara að setja saman lengri kafla og byggja á því sem við viljum standa fyrir. Við náðum að sýna meira af því en áður og þetta kemur með blessaða kalda vatninu.“ Viðar sagði léttur að lokum að áran yfir blaðamanni hafi gert herslumuninn á lokamínútunum í leiknum. Höttur Subway-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira
„Mér er alveg sama á móti hvaða liði ég spila ef við vinnum en ég ætla ekki að vera með hroka og segja að ég væri til í að spila við Þór Þorlákshöfn í hverri viku. Þeir eru erfiðir og við höfum spilað tvo erfiða leiki gegn þeim í bikar og núna í deildinni þannig það verður fínt að fá annað lið í næstu viku sem er Tindastóll,“ sagði Viðar Örn aðspurður hvort hann væri til í að mæta Þór Þorlákshöfn í hverri viku. Viðar var afar ánægður með varnarleikinn og baráttuna hjá sínu liði sem að hans mati stóð upp úr. „Mér fannst varnarleikurinn og fráköst hjá okkur. Þeir hittu úr erfiðum skotum í lokin og ég var ánægður með mína menn sem kláruðu þetta. Það er að verða til meiri þekking og við erum að verða stærri í okkur að fara að sækja sigra í stað þess að óttinn við tap er yfirgnæfandi.“ Þór Þorlákshöfn var þremur stigum yfir í hálfleik og lenti Höttur í villuvandræðum og Viðar hrósaði þeim sem komu inn af bekknum. „Við fengum margar villur á okkur í öðrum leikhluta þar sem þeir fóru snemma í bónus sem reyndist okkur erfitt á tímabili. Það var gott að fá Benna slátrara í leikinn til að berja á gamla maninnum þeirra sem gekk vel. “ Viðar var ánægður með þriðja leikhluta þar sem vörn Hattar var góð og heimamenn gerðu aðeins ellefu stig. „Vörnin var góð í þriðja leikhluta. Þegar þetta smellur þá erum við flottir og við þurfum bara að setja saman lengri kafla og byggja á því sem við viljum standa fyrir. Við náðum að sýna meira af því en áður og þetta kemur með blessaða kalda vatninu.“ Viðar sagði léttur að lokum að áran yfir blaðamanni hafi gert herslumuninn á lokamínútunum í leiknum.
Höttur Subway-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira