Sóðarnir í vinnunni: Oft sama fólkið sem lætur ekki segjast Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. október 2022 07:00 Þegar kemur að viðkvæmum starfsmannamálum er slæm umgengni í eldhúsinu á vinnustaðnum oftar en ekki ofarlega eða efst á blaði. Allt er reynt en sama hvað gert er eða sagt er, virðast þeir sem slugsa ekki breyta neinu heldur halda áfram að slugsa: Hvað er þá til ráða? Vísir/Getty Það heyrir nánast til undantekninga að sjá ekki einhverja hvatningu á vinnustöðum til starfsmanna um að ganga vel um. Til dæmis að ganga frá í eldhúsinu. Oft jafnvel með einhverjum skemmtilegum skilaboðum eins og „Mamma þín vinnur ekki hér, mundu eftir að ganga frá eftir þig!“ eða eitthvað sambærilegt þar sem reynt er að nota húmor sem hvatningu og áminningu um að allir þurfi að ganga vel um vinnustaðinn. Vandinn er sá að víðast hvar er það sama starfsfólkið sem fylgir þessum reglum ekki. Skilur til dæmis oft eftir sig óhreina bolla og diska og svo framvegis. Það sama gildir síðan um fólkið sem fær vægast sagt í taugarnar í hvert sinn sem það sér uppfullan vaskinn eða opnar ísskápinn til þess eins að sjá nestið sem rann út fyrir tveimur vikum síðan. Þegar kemur að umgengnisvandamálum á vinnustöðum er eldhúsið oftast nefnt. Á netinu má því finna aragrúa af alls kyns ráðum fyrir vinnustaði og stjórnendur að grípa til, þannig að einhverjar verði umbæturnar. Allt er reynt: Miðar hér og þar. Tölvupóstur til starfsfólks. Umræður á fundum. Tiltektardagar. Og svo framvegis. Vandinn er þó oftast ekki heildin. Vandinn snýst um að þeir sem eru slugsar í umgengni, halda áfram að vera slugsar sama hvað gert eða sagt er. Fyrir vikið finnst sumu starfsfólki eins og það sé endalaust að þrífa og taka til eftir aðra, því það umber ekki sóðaskapinn eða draslið. Hér eru þrjár hugmyndir fyrir vinnustaði til að nálgast vandann. 1. Sérmerktir bollar og diskar fyrir hvern starfsmann: Á þeim vinnustöðum sem þetta er hægt, gæti þetta verið lausn. Leirtau fyrir gesti væri þá sérmerkt gestum og ræða þyrfti opinskátt við starfsmenn um að starfsmönnum sé ekki ætlað að nota þetta leirtau. Hér má sjá dæmi um fyrirtæki í Kanada sem valdi þessa leið og lét sköpunargleðina ráða. 2. Engum finnst gaman að þrífa upp eftir aðra: Önnur leið er að úthluta eldhúsþrifunum til starfsfólks þannig að allir skiptist á. Þó þannig að almenna reglan sé að hver og einn gangi frá eftir sig. Hér vilja sumir meina að slugsum leiðist þetta sérstaklega. Og séu frekar fljótir að skipta um ham. Enda finnst engum gaman að þrífa mikið upp eftir aðra. Hvað þá þeim sjálfum! Fleiri ráð til að bregðast við viðkvæmum starfsmannamálum má sjá hér. 3. Samtalið við þá sem málið helst varðar: Þá má einnig benda á stjórnendasamtalið við þá starfsmenn sem helst teljast helst þeir sem ítrekað verða uppvísir að því að ganga illa um. Í viðtali Atvinnulífsins við Eyþór Eðvarsson ráðgjafa og stjórnendaþjálfa hjá Þekkingarmiðlun segir Eyþór meðal annars um eftirfylgnina þegar búið er að ræða umgengnismálin: „Ef hegðunin endurtekur sig eftir að þú ræddir málið og þér finnst það skipta máli er gott að ræða málið. Ef málið er mikilvægt og viðkomandi tekur ekki mark á þér er gott að ræða hvers vegna hegðunin breytist ekki þrátt fyrir að þið hafið rætt það.“ Viðtalið við Eyþór má í heild sinni lesa hér. Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Góðu ráðin Tengdar fréttir Andfúli vinnufélaginn og góð ráð Við erum andfúl á morgnana þegar að við vöknum en sem betur fer er það frá um leið og við höfum burstað tennurnar. Og þó. 19. ágúst 2022 07:01 Óttinn við að kúka í vinnunni og góð ráð Niðurstöður rannsókna sýna að mjög stór hópur fólks vill ekki, þorir ekki eða forðast að kúka í vinnunni. Kannast þú við þetta? 8. apríl 2022 07:01 Erfitt að kvarta undan ilmvatns-/rakspíralykt samstarfsfólks Það getur verið viðkvæmt að ræða við samstarfsfélaga um að lyktin af ilmvatninu eða rakspíranum sé of mikil eða of sterk. 3. júlí 2020 10:00 Að kljást við fólkið sem lætur þig vinna vinnuna sína Sumir vilja meina að hver vinnustaður sé með að minnsta kosti einn starfsmann sem kemst upp með að láta aðra vinna vinnuna sína. Og komist upp með það! 18. júlí 2022 07:01 Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Oft jafnvel með einhverjum skemmtilegum skilaboðum eins og „Mamma þín vinnur ekki hér, mundu eftir að ganga frá eftir þig!“ eða eitthvað sambærilegt þar sem reynt er að nota húmor sem hvatningu og áminningu um að allir þurfi að ganga vel um vinnustaðinn. Vandinn er sá að víðast hvar er það sama starfsfólkið sem fylgir þessum reglum ekki. Skilur til dæmis oft eftir sig óhreina bolla og diska og svo framvegis. Það sama gildir síðan um fólkið sem fær vægast sagt í taugarnar í hvert sinn sem það sér uppfullan vaskinn eða opnar ísskápinn til þess eins að sjá nestið sem rann út fyrir tveimur vikum síðan. Þegar kemur að umgengnisvandamálum á vinnustöðum er eldhúsið oftast nefnt. Á netinu má því finna aragrúa af alls kyns ráðum fyrir vinnustaði og stjórnendur að grípa til, þannig að einhverjar verði umbæturnar. Allt er reynt: Miðar hér og þar. Tölvupóstur til starfsfólks. Umræður á fundum. Tiltektardagar. Og svo framvegis. Vandinn er þó oftast ekki heildin. Vandinn snýst um að þeir sem eru slugsar í umgengni, halda áfram að vera slugsar sama hvað gert eða sagt er. Fyrir vikið finnst sumu starfsfólki eins og það sé endalaust að þrífa og taka til eftir aðra, því það umber ekki sóðaskapinn eða draslið. Hér eru þrjár hugmyndir fyrir vinnustaði til að nálgast vandann. 1. Sérmerktir bollar og diskar fyrir hvern starfsmann: Á þeim vinnustöðum sem þetta er hægt, gæti þetta verið lausn. Leirtau fyrir gesti væri þá sérmerkt gestum og ræða þyrfti opinskátt við starfsmenn um að starfsmönnum sé ekki ætlað að nota þetta leirtau. Hér má sjá dæmi um fyrirtæki í Kanada sem valdi þessa leið og lét sköpunargleðina ráða. 2. Engum finnst gaman að þrífa upp eftir aðra: Önnur leið er að úthluta eldhúsþrifunum til starfsfólks þannig að allir skiptist á. Þó þannig að almenna reglan sé að hver og einn gangi frá eftir sig. Hér vilja sumir meina að slugsum leiðist þetta sérstaklega. Og séu frekar fljótir að skipta um ham. Enda finnst engum gaman að þrífa mikið upp eftir aðra. Hvað þá þeim sjálfum! Fleiri ráð til að bregðast við viðkvæmum starfsmannamálum má sjá hér. 3. Samtalið við þá sem málið helst varðar: Þá má einnig benda á stjórnendasamtalið við þá starfsmenn sem helst teljast helst þeir sem ítrekað verða uppvísir að því að ganga illa um. Í viðtali Atvinnulífsins við Eyþór Eðvarsson ráðgjafa og stjórnendaþjálfa hjá Þekkingarmiðlun segir Eyþór meðal annars um eftirfylgnina þegar búið er að ræða umgengnismálin: „Ef hegðunin endurtekur sig eftir að þú ræddir málið og þér finnst það skipta máli er gott að ræða málið. Ef málið er mikilvægt og viðkomandi tekur ekki mark á þér er gott að ræða hvers vegna hegðunin breytist ekki þrátt fyrir að þið hafið rætt það.“ Viðtalið við Eyþór má í heild sinni lesa hér.
Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Góðu ráðin Tengdar fréttir Andfúli vinnufélaginn og góð ráð Við erum andfúl á morgnana þegar að við vöknum en sem betur fer er það frá um leið og við höfum burstað tennurnar. Og þó. 19. ágúst 2022 07:01 Óttinn við að kúka í vinnunni og góð ráð Niðurstöður rannsókna sýna að mjög stór hópur fólks vill ekki, þorir ekki eða forðast að kúka í vinnunni. Kannast þú við þetta? 8. apríl 2022 07:01 Erfitt að kvarta undan ilmvatns-/rakspíralykt samstarfsfólks Það getur verið viðkvæmt að ræða við samstarfsfélaga um að lyktin af ilmvatninu eða rakspíranum sé of mikil eða of sterk. 3. júlí 2020 10:00 Að kljást við fólkið sem lætur þig vinna vinnuna sína Sumir vilja meina að hver vinnustaður sé með að minnsta kosti einn starfsmann sem kemst upp með að láta aðra vinna vinnuna sína. Og komist upp með það! 18. júlí 2022 07:01 Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Andfúli vinnufélaginn og góð ráð Við erum andfúl á morgnana þegar að við vöknum en sem betur fer er það frá um leið og við höfum burstað tennurnar. Og þó. 19. ágúst 2022 07:01
Óttinn við að kúka í vinnunni og góð ráð Niðurstöður rannsókna sýna að mjög stór hópur fólks vill ekki, þorir ekki eða forðast að kúka í vinnunni. Kannast þú við þetta? 8. apríl 2022 07:01
Erfitt að kvarta undan ilmvatns-/rakspíralykt samstarfsfólks Það getur verið viðkvæmt að ræða við samstarfsfélaga um að lyktin af ilmvatninu eða rakspíranum sé of mikil eða of sterk. 3. júlí 2020 10:00
Að kljást við fólkið sem lætur þig vinna vinnuna sína Sumir vilja meina að hver vinnustaður sé með að minnsta kosti einn starfsmann sem kemst upp með að láta aðra vinna vinnuna sína. Og komist upp með það! 18. júlí 2022 07:01
Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00