Hefur áhyggjur af vinum sínum í þungri vímuefnaneyslu á meðan borgin gerir ekkert Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. október 2022 16:35 Ragnar Erling er einn af stofnendum samtakanna Viðmóts. vísir/egill Heimilislausir karlmenn segja borgina ekki hafa veitt þeim nein svör eða brugðist við fyrirséðum vanda þeirra í vetur á nokkurn hátt. Þeir kalla eftir því að neyðarskýli verði opin á daginn og neituðu að fara úr einu slíku í morgun til að vekja athygli á málstað sínum. Nýstofnuð samtök um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi, Viðmót, boðuðu til mótmælanna í dag. Nokkrir karlar sem hafa nýtt sér þjónustu neyðarskýlis úti á Granda ákváðu þá að neita að yfirgefa skýlið þegar það átti að loka klukkan 10 í morgun. Þeir kalla eftir að húsnæði geti staðið þeim til boða allan sólarhringinn en eins og er er ekkert úrræði fyrir mennina opið milli klukkan tíu og fimm á daginn. Ragnar Erling Hermannsson er einn af stofnendum samtakanna Viðmóts. Þið hafið væntanlega miklar áhyggjur af vetrinum? „Já, ég hef miklar áhyggjur og sérstaklega af vinum mínum sem eru í mjög þungri og erfiðri vímuefnaneyslu og þurfa mikla hjálp og umönnun. Þeir eiga alls ekki að vera úti í rigningu og vosbúð,“ segir Ragnar. Eru margir í þessari stöðu í dag? „Já. Eins og á kaffistofu Samhjálpar; ég held að það séu tvö til þrjú hundruð manns sem þau afgreiða á dag. Ég veit ekki hvort að þau öll séu heimilislaus en það er allavega mjög stór partur. Ætli það séu ekki svona þrjátíu til fimmtíu manns.“ Þetta eru önnur mótmæli samtakanna sem hafa farið fram; þau fyrri voru haldin síðasta miðvikudag. Ragnar segir einu svör borgarinnar eftir þau hafa verið að bókasöfn borgarinnar væru opin á daginn og mennirnir gætu leitað skjóls þar. Eitthvað sem hugnast þeim ekki vel. Ræða málið í borgarstjórn Sósíalistar settu málið á dagskrá borgarstjórnar í dag. „Þannig að við viljum að við löbbum út af fundinum með einhverjar aðgerðir sem er hægt að ráðast strax í. Við höfum lagt ýmislegt til í gegn um tíðina, til dæmis að neyðarskýlin verði opin allan sólarhringinn. Því var vísað inn í starfshóp... Þannig að við þurfum bara núna að ræða þetta, koma með aðgerðir strax, eins og Viðmót samtökin eru að benda á. Þannig að þetta þarf bara að gerast núna,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, sem var mætt að ræða við hópinn við mótmælin í dag. Sanna Magdalena vonar að meirihlutinn sé opinn fyrir því að leysa vandann.vísir/egill Hún segist temmilega bjartsýn á að meirihlutinn finni lausnir. „Svona miðað við umræðuna þá er það ekki að lofa góðu það sem hefur verið nefnt; að bókasöfn standi til boða og svoleiðis. Það náttúrulega gengur ekki. En ég verð að vera bjartsýn því við verðum að ná einhverju í gegn. Þannig ég vona að við náum einhverjum lausnum í dag.“ Umræður um málið hófust í borgarstjórn nú rétt fyrir klukkan hálf fimm. Hægt er að fylgjast með þeim hér að neðan: Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Nýstofnuð samtök um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi, Viðmót, boðuðu til mótmælanna í dag. Nokkrir karlar sem hafa nýtt sér þjónustu neyðarskýlis úti á Granda ákváðu þá að neita að yfirgefa skýlið þegar það átti að loka klukkan 10 í morgun. Þeir kalla eftir að húsnæði geti staðið þeim til boða allan sólarhringinn en eins og er er ekkert úrræði fyrir mennina opið milli klukkan tíu og fimm á daginn. Ragnar Erling Hermannsson er einn af stofnendum samtakanna Viðmóts. Þið hafið væntanlega miklar áhyggjur af vetrinum? „Já, ég hef miklar áhyggjur og sérstaklega af vinum mínum sem eru í mjög þungri og erfiðri vímuefnaneyslu og þurfa mikla hjálp og umönnun. Þeir eiga alls ekki að vera úti í rigningu og vosbúð,“ segir Ragnar. Eru margir í þessari stöðu í dag? „Já. Eins og á kaffistofu Samhjálpar; ég held að það séu tvö til þrjú hundruð manns sem þau afgreiða á dag. Ég veit ekki hvort að þau öll séu heimilislaus en það er allavega mjög stór partur. Ætli það séu ekki svona þrjátíu til fimmtíu manns.“ Þetta eru önnur mótmæli samtakanna sem hafa farið fram; þau fyrri voru haldin síðasta miðvikudag. Ragnar segir einu svör borgarinnar eftir þau hafa verið að bókasöfn borgarinnar væru opin á daginn og mennirnir gætu leitað skjóls þar. Eitthvað sem hugnast þeim ekki vel. Ræða málið í borgarstjórn Sósíalistar settu málið á dagskrá borgarstjórnar í dag. „Þannig að við viljum að við löbbum út af fundinum með einhverjar aðgerðir sem er hægt að ráðast strax í. Við höfum lagt ýmislegt til í gegn um tíðina, til dæmis að neyðarskýlin verði opin allan sólarhringinn. Því var vísað inn í starfshóp... Þannig að við þurfum bara núna að ræða þetta, koma með aðgerðir strax, eins og Viðmót samtökin eru að benda á. Þannig að þetta þarf bara að gerast núna,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, sem var mætt að ræða við hópinn við mótmælin í dag. Sanna Magdalena vonar að meirihlutinn sé opinn fyrir því að leysa vandann.vísir/egill Hún segist temmilega bjartsýn á að meirihlutinn finni lausnir. „Svona miðað við umræðuna þá er það ekki að lofa góðu það sem hefur verið nefnt; að bókasöfn standi til boða og svoleiðis. Það náttúrulega gengur ekki. En ég verð að vera bjartsýn því við verðum að ná einhverju í gegn. Þannig ég vona að við náum einhverjum lausnum í dag.“ Umræður um málið hófust í borgarstjórn nú rétt fyrir klukkan hálf fimm. Hægt er að fylgjast með þeim hér að neðan:
Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira