Hörður Björgvin og Panathinaikos enn með fullt hús stiga | FCK stal stigi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 20:31 Hörður Björgvin er að gera gott mót í Grikklandi. Robbie Jay Barratt/Getty Images Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í Panathinaikos virðast ætla að vinna öruggan sigur í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið vann sinn áttunda leik í röð í dag. Í Danmörku voru Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson í eldlínunni þegar FC Kaupmannahöfn bjargaði stigi gegn erkifjendum sínum í Bröndby í blálokin. Hörður Björgvin var á sínum stað í hjarta varnar Panathinaikos þegar liðið vann 2-0 útisigur á Lamia í dag. Mörk gestanna komu um miðbik beggja hálfleika og má segja að sigurinn hafi aldrei verið í hættu. Aðrir Íslendingar í Grikklandi áttu dapran dag. Viðar Örn Kjartansson spilaði 70 mínútur og Samúel Kári Friðjónsson ellefu þegar Atromitos tapaði 1-0 á útivelli gegn AEK Aþenu. Þá var Guðmundur Þórarinsson allan tímann á varamannbekk OFI Crete sem gerði 2-2 jafntefli við Giannina. Panathinaikos er á toppi deildarinnar með 24 stig, eða fullt hús stiga, að loknum átta leikjum. Liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk. Atromitos er í 8. sæti með 11 stig og Crete í 11. sæti með fimm stig. Í Danmörku var Ísak Bergmann Jóhannesson í byrjunarliði FCK er meistararnir heimsóttu Bröndby. Orri Steinn var á bekknum en Hákon Arnar Haraldsson tók út leikbann. Heimamenn í Bröndby komust yfir snemma leik og skommu síðar fékk Ísak Bergmann gult spjald. Orri Steinn kom inn í hálfleik og svo þegar klukkustund var liðin kom Roony Bardghji inn af bekknum en sá er fæddur 2005. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Roony og tryggði FCK stig sem gæti reynst mikilvægt þegar upp er staðið. Um er að ræða þriðja jafntefli liðsins i röð en gríðarleg meiðsli herja á leikmannahóp þess. TEAM #fcklive #sldk Getty Images pic.twitter.com/HMspdZrsec— F.C. København (@FCKobenhavn) October 16, 2022 FCK er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig, átta stigum minna en topplið Nordsjælland. Fótbolti Danski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Hörður Björgvin var á sínum stað í hjarta varnar Panathinaikos þegar liðið vann 2-0 útisigur á Lamia í dag. Mörk gestanna komu um miðbik beggja hálfleika og má segja að sigurinn hafi aldrei verið í hættu. Aðrir Íslendingar í Grikklandi áttu dapran dag. Viðar Örn Kjartansson spilaði 70 mínútur og Samúel Kári Friðjónsson ellefu þegar Atromitos tapaði 1-0 á útivelli gegn AEK Aþenu. Þá var Guðmundur Þórarinsson allan tímann á varamannbekk OFI Crete sem gerði 2-2 jafntefli við Giannina. Panathinaikos er á toppi deildarinnar með 24 stig, eða fullt hús stiga, að loknum átta leikjum. Liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk. Atromitos er í 8. sæti með 11 stig og Crete í 11. sæti með fimm stig. Í Danmörku var Ísak Bergmann Jóhannesson í byrjunarliði FCK er meistararnir heimsóttu Bröndby. Orri Steinn var á bekknum en Hákon Arnar Haraldsson tók út leikbann. Heimamenn í Bröndby komust yfir snemma leik og skommu síðar fékk Ísak Bergmann gult spjald. Orri Steinn kom inn í hálfleik og svo þegar klukkustund var liðin kom Roony Bardghji inn af bekknum en sá er fæddur 2005. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Roony og tryggði FCK stig sem gæti reynst mikilvægt þegar upp er staðið. Um er að ræða þriðja jafntefli liðsins i röð en gríðarleg meiðsli herja á leikmannahóp þess. TEAM #fcklive #sldk Getty Images pic.twitter.com/HMspdZrsec— F.C. København (@FCKobenhavn) October 16, 2022 FCK er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig, átta stigum minna en topplið Nordsjælland.
Fótbolti Danski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira