Hörður Björgvin og Panathinaikos enn með fullt hús stiga | FCK stal stigi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 20:31 Hörður Björgvin er að gera gott mót í Grikklandi. Robbie Jay Barratt/Getty Images Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í Panathinaikos virðast ætla að vinna öruggan sigur í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið vann sinn áttunda leik í röð í dag. Í Danmörku voru Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson í eldlínunni þegar FC Kaupmannahöfn bjargaði stigi gegn erkifjendum sínum í Bröndby í blálokin. Hörður Björgvin var á sínum stað í hjarta varnar Panathinaikos þegar liðið vann 2-0 útisigur á Lamia í dag. Mörk gestanna komu um miðbik beggja hálfleika og má segja að sigurinn hafi aldrei verið í hættu. Aðrir Íslendingar í Grikklandi áttu dapran dag. Viðar Örn Kjartansson spilaði 70 mínútur og Samúel Kári Friðjónsson ellefu þegar Atromitos tapaði 1-0 á útivelli gegn AEK Aþenu. Þá var Guðmundur Þórarinsson allan tímann á varamannbekk OFI Crete sem gerði 2-2 jafntefli við Giannina. Panathinaikos er á toppi deildarinnar með 24 stig, eða fullt hús stiga, að loknum átta leikjum. Liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk. Atromitos er í 8. sæti með 11 stig og Crete í 11. sæti með fimm stig. Í Danmörku var Ísak Bergmann Jóhannesson í byrjunarliði FCK er meistararnir heimsóttu Bröndby. Orri Steinn var á bekknum en Hákon Arnar Haraldsson tók út leikbann. Heimamenn í Bröndby komust yfir snemma leik og skommu síðar fékk Ísak Bergmann gult spjald. Orri Steinn kom inn í hálfleik og svo þegar klukkustund var liðin kom Roony Bardghji inn af bekknum en sá er fæddur 2005. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Roony og tryggði FCK stig sem gæti reynst mikilvægt þegar upp er staðið. Um er að ræða þriðja jafntefli liðsins i röð en gríðarleg meiðsli herja á leikmannahóp þess. TEAM #fcklive #sldk Getty Images pic.twitter.com/HMspdZrsec— F.C. København (@FCKobenhavn) October 16, 2022 FCK er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig, átta stigum minna en topplið Nordsjælland. Fótbolti Danski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Kynningarfundur Bestu deildar „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Sjá meira
Hörður Björgvin var á sínum stað í hjarta varnar Panathinaikos þegar liðið vann 2-0 útisigur á Lamia í dag. Mörk gestanna komu um miðbik beggja hálfleika og má segja að sigurinn hafi aldrei verið í hættu. Aðrir Íslendingar í Grikklandi áttu dapran dag. Viðar Örn Kjartansson spilaði 70 mínútur og Samúel Kári Friðjónsson ellefu þegar Atromitos tapaði 1-0 á útivelli gegn AEK Aþenu. Þá var Guðmundur Þórarinsson allan tímann á varamannbekk OFI Crete sem gerði 2-2 jafntefli við Giannina. Panathinaikos er á toppi deildarinnar með 24 stig, eða fullt hús stiga, að loknum átta leikjum. Liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk. Atromitos er í 8. sæti með 11 stig og Crete í 11. sæti með fimm stig. Í Danmörku var Ísak Bergmann Jóhannesson í byrjunarliði FCK er meistararnir heimsóttu Bröndby. Orri Steinn var á bekknum en Hákon Arnar Haraldsson tók út leikbann. Heimamenn í Bröndby komust yfir snemma leik og skommu síðar fékk Ísak Bergmann gult spjald. Orri Steinn kom inn í hálfleik og svo þegar klukkustund var liðin kom Roony Bardghji inn af bekknum en sá er fæddur 2005. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Roony og tryggði FCK stig sem gæti reynst mikilvægt þegar upp er staðið. Um er að ræða þriðja jafntefli liðsins i röð en gríðarleg meiðsli herja á leikmannahóp þess. TEAM #fcklive #sldk Getty Images pic.twitter.com/HMspdZrsec— F.C. København (@FCKobenhavn) October 16, 2022 FCK er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig, átta stigum minna en topplið Nordsjælland.
Fótbolti Danski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Kynningarfundur Bestu deildar „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Sjá meira