Sagði úrslitin frábær og rauða spjaldið líklega verðskuldað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 19:31 Þjálfari Liverpool var ekki sáttur með dómarana þó lið hans hafi unnið. Laurence Griffiths/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, var gríðarlega ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna á Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í dag. Hann viðurkenndi að rauða spjaldið sem hann hafi fengið undir lok leiks hafi eflaust verið réttur dómur. „Fullkomin úrslit, rosalega góð frammistaða í leik þar sem var gríðarleg ákefð,“ sagði Klopp að leik loknum en leiktíminn var tæpar 100 mínútur með uppbótartíma. „Við vörðumst frábærlega í 99 mínútur rúmlega. Þeir fengu sín augnablik en við vörðumst einstaklega vel í eigin vítateig,“ bætti sá þýski við. Um markið „Man City fékk ekki möguleikana á þessum skyndisóknum en við fengum það allavega þrisvar sinnum í leiknum. Allt í kringum markið okkar er einfaldlega stórkostlegt. Yfirsýnin hjá Alisson og hvernig Mo (Salah) klárar færið.“ „Mörk breyta leikjum en það voru mörg jákvæð augnablik í þessum leik gegn liði sem er að mínu mati það besta í heimi.“ Um rauða spjaldið Klopp var rekinn af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks þegar hann rauk út úr tæknisvæði sínu og hellti sér yfir aðstoðardómara leiksins eftir það sem hann taldi vera brot á Salah. Klopp on his red card: "In the end probably deserved. The situation, you cannot not whistle in that situation. I dont know what Mo Salah has to do to get a free kick. So many situations." [Sky] pic.twitter.com/vWcIsHxadW— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) October 16, 2022 „Það var líklega verðskuldað. En þú getur ekki boðið manni upp á þessa stöðu. Þetta var án efa eitt augljósasta brot sem ég hef séð. Það gerðist beint fyrir framan nefið á línuverðinum og honum var alveg sama, þetta var svo augljóst.“ Um framhaldið „Þetta eru þrjú stig en við verðum að jafna okkur hratt þar sem við mætum West Ham United á miðvikudaginn kemur. Það verður annar erfiður leikur,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
„Fullkomin úrslit, rosalega góð frammistaða í leik þar sem var gríðarleg ákefð,“ sagði Klopp að leik loknum en leiktíminn var tæpar 100 mínútur með uppbótartíma. „Við vörðumst frábærlega í 99 mínútur rúmlega. Þeir fengu sín augnablik en við vörðumst einstaklega vel í eigin vítateig,“ bætti sá þýski við. Um markið „Man City fékk ekki möguleikana á þessum skyndisóknum en við fengum það allavega þrisvar sinnum í leiknum. Allt í kringum markið okkar er einfaldlega stórkostlegt. Yfirsýnin hjá Alisson og hvernig Mo (Salah) klárar færið.“ „Mörk breyta leikjum en það voru mörg jákvæð augnablik í þessum leik gegn liði sem er að mínu mati það besta í heimi.“ Um rauða spjaldið Klopp var rekinn af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks þegar hann rauk út úr tæknisvæði sínu og hellti sér yfir aðstoðardómara leiksins eftir það sem hann taldi vera brot á Salah. Klopp on his red card: "In the end probably deserved. The situation, you cannot not whistle in that situation. I dont know what Mo Salah has to do to get a free kick. So many situations." [Sky] pic.twitter.com/vWcIsHxadW— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) October 16, 2022 „Það var líklega verðskuldað. En þú getur ekki boðið manni upp á þessa stöðu. Þetta var án efa eitt augljósasta brot sem ég hef séð. Það gerðist beint fyrir framan nefið á línuverðinum og honum var alveg sama, þetta var svo augljóst.“ Um framhaldið „Þetta eru þrjú stig en við verðum að jafna okkur hratt þar sem við mætum West Ham United á miðvikudaginn kemur. Það verður annar erfiður leikur,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira