Man United hefur byrjað tímabilið frábærlega og fór illa með Brighton & Hove Albion í dag. Ella Toone skoraði tvívegis snemma leiks og lagði grunninn að frábærum sigri heimaliðsins. Leah Galton bætti við marki áður en fyrri hálfleikur var úti og Adriana Leon gulltryggði 4-0 sigurinn með marki í síðari hálfleik.
In solidarity.
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) October 16, 2022
@BHAFCWomen pic.twitter.com/qmR7avmRN0
Man City vann Leicester City einnig 4-0. Sigurinn hefði orðið stærri hefði Alex Greenwood ekki brennt af vítaspyrnu. Mörk City skoruðu Khadija Shaw (2), Lauren Hemp og Yui Hasegawa.
Chelsea var án þjálfara síns, Emmu Hayes, þar sem hún er að jafna sig eftir skurðaðgerð þar sem leg hennar var tekið. Það kom ekki að sök í dag þar sem liðið vann 3-1 sigur á Everton.
Hin danska Pernille Harder kom Chelsea yfir en Kadeisha Buchanan varð fyrir því óláni að jafna fyrir Everton þegar hún setti boltann í eigið net. Harder kom Chelsea yfir á nýjan leik með marki úr vítaspyrnu og Niamh Charles gulltryggði sigurinn með marki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Tottenham Hotspur vann svo 1-0 sigur á Liverpool. Eftir leiki dagsins er Man Utd er á toppi deildarinnar með níu stig líkt og Chelsea en síðarnefnda liðið hefur leikið leik meira. Þar á eftir kemur Arsenal með sex stig – liðið leikur síðar í dag – líkt og Aston Villa, Everton, West Ham United og Tottenham.