Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 16. október 2022 14:23 Ráðherra segir beitingu laga mikilvæga til þess að tryggja notkun íslensku. Vísir/Vilhelm Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. Á vef stjórnarráðsins er fjallað um málið en ráðherra er sögð hafa lagt áherslu á þessi mál á ríkisstjórnarfundi. Gott sé að fyrirtækin sem hafi verið áminnt vegna auglýsinga sem ekki standist lögin hafi í öllum tilfellum breytt téðum auglýsingum. „Við megum ekki gleyma því að þó svo að íslensk tunga sé ef til vill ekki stór í alþjóðlegum samanburði þá er hún er lykillinn að menningu okkar og hún lýkur upp heimi sem annars væri öllum hulinn,“ segir Lilja. Málefni þessi hafa verið í umræðunni síðustu misserin. Sem dæmi má nefna auglýsingu fyrir sænska vörumerkið Oatly hér á landi en vörumerkið framleiðir plöntumjólk úr höfrum ásamt öðrum grænkera varning. Hér má sjá ensku útgáfu auglýsingarinnar ásamt þeirri íslensku. Auglýsingu fyrir plöntumjólk fyrirtækisins var dreift víða og báru auglýsingarnar slagorðið, „It‘s like milk but made for humans“ en slagorðið hefur fylgt vörumerkinu frá upphafi. Á endanum var auglýsingunni breytt eftir að mikil umræða skapaðist í kringum það að auglýsingarnar væru ekki á íslensku og hvort það stæðist yfirhöfuð lög. Úr varð slagorðið, „Eins og mjólk en gerð fyrir fólk.“ Á vef stjórnarráðsins er ákvörðun Isavia um að breyta skiltum sínum þannig að íslenskan sé í meira aðalhlutverki, hampað. Einnig er minnst á það að Icelandair breytti starfsháttum sínum á þann veg að nú skuli farþegar vera ávarpaðir fyrst á íslensku þegar þeir eru um borð í vélum flugfélagsins. Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Telja auglýsinguna löglega en breyttu henni þó Slagorðið „It’s like milk but made for humans“ hefur fylgt vörumerki Oatly frá upphafi og um allan heim. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innes, segir forsvarsmenn vörumerkisins telja að slagorðið og auglýsingar með því séu löglegar hér á landi. 25. ágúst 2022 17:54 Aftur byrjuð að ávarpa farþega fyrst á íslensku Flugliðar í áhöfn flugvéla Icelandair eru aftur farnir að ávarpa farþega fyrst á íslensku og að því loknu á ensku við flugtak og lendingu. Með þessu er horfið aftur til þess sem áður var, en fyrir nokkrum árum var fyrirkomulaginu breytt og farþegar fyrst ávarpaðir á ensku. 10. október 2022 06:31 Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að nota íslenskuna Samtök atvinnulífsins hvetja íslensk fyrirtæki til að nota íslenskuna í ríkari mæli og hætta að grafa undan tungumálinu með ensku. Þau útiloka ekki að ráðast í átak eða grípa til aðgerða á næstunni til að styðja við tungumálið. 6. september 2022 21:17 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Á vef stjórnarráðsins er fjallað um málið en ráðherra er sögð hafa lagt áherslu á þessi mál á ríkisstjórnarfundi. Gott sé að fyrirtækin sem hafi verið áminnt vegna auglýsinga sem ekki standist lögin hafi í öllum tilfellum breytt téðum auglýsingum. „Við megum ekki gleyma því að þó svo að íslensk tunga sé ef til vill ekki stór í alþjóðlegum samanburði þá er hún er lykillinn að menningu okkar og hún lýkur upp heimi sem annars væri öllum hulinn,“ segir Lilja. Málefni þessi hafa verið í umræðunni síðustu misserin. Sem dæmi má nefna auglýsingu fyrir sænska vörumerkið Oatly hér á landi en vörumerkið framleiðir plöntumjólk úr höfrum ásamt öðrum grænkera varning. Hér má sjá ensku útgáfu auglýsingarinnar ásamt þeirri íslensku. Auglýsingu fyrir plöntumjólk fyrirtækisins var dreift víða og báru auglýsingarnar slagorðið, „It‘s like milk but made for humans“ en slagorðið hefur fylgt vörumerkinu frá upphafi. Á endanum var auglýsingunni breytt eftir að mikil umræða skapaðist í kringum það að auglýsingarnar væru ekki á íslensku og hvort það stæðist yfirhöfuð lög. Úr varð slagorðið, „Eins og mjólk en gerð fyrir fólk.“ Á vef stjórnarráðsins er ákvörðun Isavia um að breyta skiltum sínum þannig að íslenskan sé í meira aðalhlutverki, hampað. Einnig er minnst á það að Icelandair breytti starfsháttum sínum á þann veg að nú skuli farþegar vera ávarpaðir fyrst á íslensku þegar þeir eru um borð í vélum flugfélagsins.
Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Telja auglýsinguna löglega en breyttu henni þó Slagorðið „It’s like milk but made for humans“ hefur fylgt vörumerki Oatly frá upphafi og um allan heim. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innes, segir forsvarsmenn vörumerkisins telja að slagorðið og auglýsingar með því séu löglegar hér á landi. 25. ágúst 2022 17:54 Aftur byrjuð að ávarpa farþega fyrst á íslensku Flugliðar í áhöfn flugvéla Icelandair eru aftur farnir að ávarpa farþega fyrst á íslensku og að því loknu á ensku við flugtak og lendingu. Með þessu er horfið aftur til þess sem áður var, en fyrir nokkrum árum var fyrirkomulaginu breytt og farþegar fyrst ávarpaðir á ensku. 10. október 2022 06:31 Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að nota íslenskuna Samtök atvinnulífsins hvetja íslensk fyrirtæki til að nota íslenskuna í ríkari mæli og hætta að grafa undan tungumálinu með ensku. Þau útiloka ekki að ráðast í átak eða grípa til aðgerða á næstunni til að styðja við tungumálið. 6. september 2022 21:17 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Telja auglýsinguna löglega en breyttu henni þó Slagorðið „It’s like milk but made for humans“ hefur fylgt vörumerki Oatly frá upphafi og um allan heim. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innes, segir forsvarsmenn vörumerkisins telja að slagorðið og auglýsingar með því séu löglegar hér á landi. 25. ágúst 2022 17:54
Aftur byrjuð að ávarpa farþega fyrst á íslensku Flugliðar í áhöfn flugvéla Icelandair eru aftur farnir að ávarpa farþega fyrst á íslensku og að því loknu á ensku við flugtak og lendingu. Með þessu er horfið aftur til þess sem áður var, en fyrir nokkrum árum var fyrirkomulaginu breytt og farþegar fyrst ávarpaðir á ensku. 10. október 2022 06:31
Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að nota íslenskuna Samtök atvinnulífsins hvetja íslensk fyrirtæki til að nota íslenskuna í ríkari mæli og hætta að grafa undan tungumálinu með ensku. Þau útiloka ekki að ráðast í átak eða grípa til aðgerða á næstunni til að styðja við tungumálið. 6. september 2022 21:17