Albert og félagar halda í við toppliðin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2022 14:15 Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu. vísir/Getty Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa í 2-1 útisigri á Cosenza í Serie B, næstefstu deild ítalska fótboltans. Sigurinn lyftir Genoa upp í fimmta sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði Ternana. Albert byrjaði á vinstri væng gestanna í dag ef marka má uppstillingu Genoa á vefmiðlum. Gestirnir fengu vítaspyrnu eftir rúman hálftímaleik. Massimo Coda fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin. Genoa komið 1-0 yfir og stuðningsfólk gestaliðsins dansandi á pöllunum. Til að gera leikinn eilítið skemmtilegri ákvað Mattia Bani, varnarmaður Genoa, að næla sér í sitt annað gula spjald stuttu síðar. Bani var því sendur í sturtu og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom þó ekki að sök en Kevin Strootman, fyrrverandi landsliðsmaður Hollands, kom gestunum í 2-0 áður en heimaliðið fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Aftur var skorað og staðan 2-1 Genoa í vil í hálfleik. Albert var tekinn af velli á 77. mínútu er Genoa þétti raðirnar en ekkert var skorað í síðari hálfleik og leiknum lauk með 2-1 sigri Genoa. | FULL TIME | Il Grifone espugna Cosenza: gol di Coda e Strootman per i tre punti! Avanti Grifone! #CosenzaGenoa 1 -2 pic.twitter.com/lrY99homVu— Genoa CFC (@GenoaCFC) October 15, 2022 Albert var ekki eini Íslendingurinn sem lék í Serie B í dag en Hjörtur Hermannsson spilaði tæpan hálftíma þegar Pisa gerði 3-3 jafntefli við Palermo. Staðan í deildinni er þannig að Genoa er með 18 stig að loknum níu leikjum líkt og Reggina, Bari og Frosinone á meðan Ternana er á toppi deildarinnar með 19 stig. Pisa er hins vegar í bullandi fallbaráttu enda með aðeins sjö stig í 18. sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Albert byrjaði á vinstri væng gestanna í dag ef marka má uppstillingu Genoa á vefmiðlum. Gestirnir fengu vítaspyrnu eftir rúman hálftímaleik. Massimo Coda fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin. Genoa komið 1-0 yfir og stuðningsfólk gestaliðsins dansandi á pöllunum. Til að gera leikinn eilítið skemmtilegri ákvað Mattia Bani, varnarmaður Genoa, að næla sér í sitt annað gula spjald stuttu síðar. Bani var því sendur í sturtu og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom þó ekki að sök en Kevin Strootman, fyrrverandi landsliðsmaður Hollands, kom gestunum í 2-0 áður en heimaliðið fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Aftur var skorað og staðan 2-1 Genoa í vil í hálfleik. Albert var tekinn af velli á 77. mínútu er Genoa þétti raðirnar en ekkert var skorað í síðari hálfleik og leiknum lauk með 2-1 sigri Genoa. | FULL TIME | Il Grifone espugna Cosenza: gol di Coda e Strootman per i tre punti! Avanti Grifone! #CosenzaGenoa 1 -2 pic.twitter.com/lrY99homVu— Genoa CFC (@GenoaCFC) October 15, 2022 Albert var ekki eini Íslendingurinn sem lék í Serie B í dag en Hjörtur Hermannsson spilaði tæpan hálftíma þegar Pisa gerði 3-3 jafntefli við Palermo. Staðan í deildinni er þannig að Genoa er með 18 stig að loknum níu leikjum líkt og Reggina, Bari og Frosinone á meðan Ternana er á toppi deildarinnar með 19 stig. Pisa er hins vegar í bullandi fallbaráttu enda með aðeins sjö stig í 18. sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira