Hinn sænski Hamrén og Freyr þjálfuðu íslenska landsliðið saman frá árinu 2018 til 2022. Hamrén tók við stjórnartaumum Álaborgar nýverið eftir að hafa gert góða hluti með liðið frá 2004 til 2008.
Um sannkallaðan sex stiga leik var að ræða í kvöld þar sem liðin sitja í tveimur neðstu sætunum. Lyngby varð fyrir áfalli á dögunum þegar Alfreð Finnbogason viðbeinsbrotnaði en hann verður frá keppni þangað til á nýju ári.
Finnbogason har brækket kravebenet
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) October 8, 2022
Finnbogason misser de sidste fem kampe i 2022 efter angriberen fredag aften måtte forlade kampen mod Viborg med en skade. Islændingen har brækket kravebenet. Han forventes ude i cirka to måneder.
God bedring https://t.co/Gp99Vawjof pic.twitter.com/WnnXAMzSbt
Lyngby hefur átt erfitt með að skora mörk og það hélt áfram í kvöld. Younes Bakiz skoraði bæði mörk Álaborgar, eitt í sitthvorum hálfleik, og tryggði gestunum 2-0 sigur. Sævar Atli Magnússon, framherji Lyngby, spilaði síðasta hálftímann og kom boltanum tvisvar í netið en í bæði skiptin voru mörkin dæmd af.
Lyngby er því áfram á botni dönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins fimm stig að loknum 13 leikjum, markatalan er 12-25. Álaborg er með 14 stig í 11. sæti og þar fyrir ofan eru OB, Bröndby og AC Horsens með 15 stig hvort en öll eiga leik til góða.
Fréttin hefur verið uppfærð.