Er með tvo af eigendum liðsins í leikmannahópnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2022 07:01 Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Eignarhaldið þar er ekki eins og hjá flestum öðrum fótboltafélögum. Lars Ronbog/Getty Images Freyr Alexandersson, þjálfari danska fótboltafélagsins Lyngby, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Fór Freyr yfir víðan völl, og nefndi meðal annars þá staðreynd að þegar hann stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð voru tveir af eigendum liðsins í leikmannahópi félagsins. Eru þeir þar enn þó annar sé meiddur sem stendur. Freyr stýrði Lyngby upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun en það virðist ekki eiga mikla möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Eftir 13 umferðir er liðið með aðeins fimm stig og á enn eftir að vinna leik. Í gærkvöld, föstudag, tapaði Lyngby 0-2 á heimavelli gegn Álaborg. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Lyngby sitji á botninum þar sem liðið er langt á eftir öðrum liðum deildarinnar þegar kemur að fjármagni. Raunar er það þannig að nokkur lið í B-deildinni eru með meira á milli handanna en Freyr og félagar. Ástæðan er sú að fyrir fjórum árum þá fór Lyngby á hausinn. Til að bjarga félaginu þá keyptu fjársterkir aðilar það og settu allskyns fjárhagsreglur svo sagan gæti ekki endurtekið sig. Þar af voru tveir menn sem voru enn að spila fótbolta. Í hlaðvarpinu fer Freyr yfir sitt fyrsta tímabil með félagið þar sem fram kemur að hann hafi eytt litlu sem engu i leikmenn og þá staðreynd að tveir af leikmönnum liðsins hafi verið í leikmannahópi þess. Breiðhyltingarnir í liði Lyngby.Lyngby „Við kaupum Sævar Atla [Magnússon] á mjög sanngjarnt verð fyrir klúbbinn. Leiknir Reykjavík fékk ekki háa fjárhæð fyrir hann en vonandi eitthvað ef við seljum hann lengra. Annars kaupi ég ekkert í byrjun en leigi svo Andreas Bjelland frá FC Kaupmannahöfn, hann var kominn í kælinn þar. Er uppalinn í Lyngby, 33 ára og geggjaður leikmaður.“ „Það var himnasending fyrir mig, að fá hann. Hann er einn af eigendum klúbbsins, þannig ég er með einn af eigendunum í leikmannahópnum. Svo var ég með annan, Brian Hämäläinen, sem er búinn að vera á bekknum síðustu fimm leiki. Hann er líka í eignarhaldinu, 33 ára gamall. Það er ekkert vesen, hann er svo flottur. Hann sættir sig við hlutverk og gerir það upp á tíu.“ „Það er ýmislegt svona, ég er bara þjálfari liðsins og geri það sem er best fyrir liðið,“ sagði Freyr að endingu um þessa skemmtilegu staðreynd. Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira
Freyr stýrði Lyngby upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun en það virðist ekki eiga mikla möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Eftir 13 umferðir er liðið með aðeins fimm stig og á enn eftir að vinna leik. Í gærkvöld, föstudag, tapaði Lyngby 0-2 á heimavelli gegn Álaborg. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Lyngby sitji á botninum þar sem liðið er langt á eftir öðrum liðum deildarinnar þegar kemur að fjármagni. Raunar er það þannig að nokkur lið í B-deildinni eru með meira á milli handanna en Freyr og félagar. Ástæðan er sú að fyrir fjórum árum þá fór Lyngby á hausinn. Til að bjarga félaginu þá keyptu fjársterkir aðilar það og settu allskyns fjárhagsreglur svo sagan gæti ekki endurtekið sig. Þar af voru tveir menn sem voru enn að spila fótbolta. Í hlaðvarpinu fer Freyr yfir sitt fyrsta tímabil með félagið þar sem fram kemur að hann hafi eytt litlu sem engu i leikmenn og þá staðreynd að tveir af leikmönnum liðsins hafi verið í leikmannahópi þess. Breiðhyltingarnir í liði Lyngby.Lyngby „Við kaupum Sævar Atla [Magnússon] á mjög sanngjarnt verð fyrir klúbbinn. Leiknir Reykjavík fékk ekki háa fjárhæð fyrir hann en vonandi eitthvað ef við seljum hann lengra. Annars kaupi ég ekkert í byrjun en leigi svo Andreas Bjelland frá FC Kaupmannahöfn, hann var kominn í kælinn þar. Er uppalinn í Lyngby, 33 ára og geggjaður leikmaður.“ „Það var himnasending fyrir mig, að fá hann. Hann er einn af eigendum klúbbsins, þannig ég er með einn af eigendunum í leikmannahópnum. Svo var ég með annan, Brian Hämäläinen, sem er búinn að vera á bekknum síðustu fimm leiki. Hann er líka í eignarhaldinu, 33 ára gamall. Það er ekkert vesen, hann er svo flottur. Hann sættir sig við hlutverk og gerir það upp á tíu.“ „Það er ýmislegt svona, ég er bara þjálfari liðsins og geri það sem er best fyrir liðið,“ sagði Freyr að endingu um þessa skemmtilegu staðreynd. Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira