Fáir sækja um auglýstar stöður á meðan verkefnin hrúgast upp Snorri Másson skrifar 14. október 2022 17:09 Efla verkfræðistofa er ein stærsta verkfræðistofa landsins með um 50 ára sögu. Efla Aldrei hefur verið jafnerfitt að ráða fólk til starfa og nú að sögn talsmanna í atvinnulífi. Stjórnarformaður hjá verkfræðistofu segir verkefnin hlaðast upp án þess að starfsfólk sé fyrir hendi til að vinna þau. Atvinnuleysi nemur 2,8 prósentum og er orðið á við það sem var árið 2018. Það er vinnuaflsskortur á Íslandi. Það eru aðeins um 5.400 atvinnulausir, sem eru um 2,8% af vinnumarkaði. Til samanburðar nam atvinnuleysi um 12 prósentum í mars á þessu ári. Reynir Sævarsson, byggingaverkfræðingur og stjórnarformaður EFLU.Aðsend mynd Stjórnendur eru víða í standandi vandræðum með að finna starfsfólk. Meira en helmingur fyrirtækja glímir beinlínis við skort á starfsfólki. Verkfræðistofan EFLA er eitt þeirra; Reynir Sævarsson, stjórnarformaður stofunnar, segir að það gangi illa að fá fólk til starfa og að fáar umsóknir berist í kjölfar auglýsinga. „Við heyrum það frá kollegum okkar að það er sama ástand hjá öðrum verkfræðistofum og meira að segja ef við berum bækur okkar saman við kollega okkar á Norðurlöndum, þá er þetta alveg það sama. Það er mikill skortur á fólki,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu. Það eru uppsöfnuð verkefni eftir heimsfaraldur, mikið að gera í orkuskiptum og það bara bætist og bætist á. Reynir segist heyra það á mannauðsfólki í verkfræðigeiranum að víða séu komin upp vandamál tengd álagi. „Það er bara svolítið eins og maður getur ímyndað að þetta hafi verið á spítölunum hérna þegar mest gekk á. Við eigum að reyna að sinna öllum okkar viðskiptavinum og reyna að standa við tímasetningar sem við höfum lofað fyrir löngu, þannig að það er mjög mikið álag í mörgum deildum margra fyrirtækjanna. Og fólk er bara orðið mjög þreytt,“ segir Reynir. Af þeim 24.000 starfsmönnum sem fyrirséð er að bætist við á vinnumarkað hér á landi á næstu þremur árum verða aðeins 3.000 íslenskir en 21 þúsund koma að utan. Flest verður þetta verkafólk en líka sérfræðingar. Ríkisstjórnin kynnti nýverið sérstakar aðgerðir til að auðvelda fyrirtækjum að ráða til sín erlenda sérfræðinga. Umhverfið til þess arna hefur verið sagt of þungt í vöfum en nú á það að batna. Þó er það svo að þegar er töluvert gert af því að ráða erlenda sérfræðinga að sögn Reynis. „Við erum farin að merkja það og höfum verið að ráða inn fólk sem ekki talar íslensku. Það er fljótt að hafa áhrif þegar einn í teyminu skilur ekki málið færist samtalið allt yfir á ensku. Við merkjum alveg töluverðar breytingar á stuttum tíma hvað það varðar,“ segir Reynir. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Spáir 2-3 prósenta atvinnuleysi á næsta ári Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir útlit fyrir að atvinnuleysi hér á landi muni nema um 2-3 prósentum á næsta ári að meðaltali. Atvinnuleysi í septembermánuði nam 2,8 prósentum og hafði minnkað úr 3,1 prósenti í ágúst. 13. október 2022 06:33 Aðflutt starfsfólk nauðsynlegt til að mæta aukinni eftirspurn Skráð atvinnuleysi á Íslandi heldur áfram að lækka og stendur nú í 3,1 prósenti miðað við 3,2 prósent í síðasta mánuði. Á sama tíma telur rúmlega helmingur fyrirtækja á Íslandi að skortur sé á starfsfólki. Frá 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk. 20. september 2022 11:56 Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. 15. september 2022 07:30 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Það er vinnuaflsskortur á Íslandi. Það eru aðeins um 5.400 atvinnulausir, sem eru um 2,8% af vinnumarkaði. Til samanburðar nam atvinnuleysi um 12 prósentum í mars á þessu ári. Reynir Sævarsson, byggingaverkfræðingur og stjórnarformaður EFLU.Aðsend mynd Stjórnendur eru víða í standandi vandræðum með að finna starfsfólk. Meira en helmingur fyrirtækja glímir beinlínis við skort á starfsfólki. Verkfræðistofan EFLA er eitt þeirra; Reynir Sævarsson, stjórnarformaður stofunnar, segir að það gangi illa að fá fólk til starfa og að fáar umsóknir berist í kjölfar auglýsinga. „Við heyrum það frá kollegum okkar að það er sama ástand hjá öðrum verkfræðistofum og meira að segja ef við berum bækur okkar saman við kollega okkar á Norðurlöndum, þá er þetta alveg það sama. Það er mikill skortur á fólki,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu. Það eru uppsöfnuð verkefni eftir heimsfaraldur, mikið að gera í orkuskiptum og það bara bætist og bætist á. Reynir segist heyra það á mannauðsfólki í verkfræðigeiranum að víða séu komin upp vandamál tengd álagi. „Það er bara svolítið eins og maður getur ímyndað að þetta hafi verið á spítölunum hérna þegar mest gekk á. Við eigum að reyna að sinna öllum okkar viðskiptavinum og reyna að standa við tímasetningar sem við höfum lofað fyrir löngu, þannig að það er mjög mikið álag í mörgum deildum margra fyrirtækjanna. Og fólk er bara orðið mjög þreytt,“ segir Reynir. Af þeim 24.000 starfsmönnum sem fyrirséð er að bætist við á vinnumarkað hér á landi á næstu þremur árum verða aðeins 3.000 íslenskir en 21 þúsund koma að utan. Flest verður þetta verkafólk en líka sérfræðingar. Ríkisstjórnin kynnti nýverið sérstakar aðgerðir til að auðvelda fyrirtækjum að ráða til sín erlenda sérfræðinga. Umhverfið til þess arna hefur verið sagt of þungt í vöfum en nú á það að batna. Þó er það svo að þegar er töluvert gert af því að ráða erlenda sérfræðinga að sögn Reynis. „Við erum farin að merkja það og höfum verið að ráða inn fólk sem ekki talar íslensku. Það er fljótt að hafa áhrif þegar einn í teyminu skilur ekki málið færist samtalið allt yfir á ensku. Við merkjum alveg töluverðar breytingar á stuttum tíma hvað það varðar,“ segir Reynir.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Spáir 2-3 prósenta atvinnuleysi á næsta ári Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir útlit fyrir að atvinnuleysi hér á landi muni nema um 2-3 prósentum á næsta ári að meðaltali. Atvinnuleysi í septembermánuði nam 2,8 prósentum og hafði minnkað úr 3,1 prósenti í ágúst. 13. október 2022 06:33 Aðflutt starfsfólk nauðsynlegt til að mæta aukinni eftirspurn Skráð atvinnuleysi á Íslandi heldur áfram að lækka og stendur nú í 3,1 prósenti miðað við 3,2 prósent í síðasta mánuði. Á sama tíma telur rúmlega helmingur fyrirtækja á Íslandi að skortur sé á starfsfólki. Frá 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk. 20. september 2022 11:56 Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. 15. september 2022 07:30 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Spáir 2-3 prósenta atvinnuleysi á næsta ári Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir útlit fyrir að atvinnuleysi hér á landi muni nema um 2-3 prósentum á næsta ári að meðaltali. Atvinnuleysi í septembermánuði nam 2,8 prósentum og hafði minnkað úr 3,1 prósenti í ágúst. 13. október 2022 06:33
Aðflutt starfsfólk nauðsynlegt til að mæta aukinni eftirspurn Skráð atvinnuleysi á Íslandi heldur áfram að lækka og stendur nú í 3,1 prósenti miðað við 3,2 prósent í síðasta mánuði. Á sama tíma telur rúmlega helmingur fyrirtækja á Íslandi að skortur sé á starfsfólki. Frá 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk. 20. september 2022 11:56
Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. 15. september 2022 07:30