Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2022 13:54 Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri Akraness. Vísir Akraneskaupstaður sendi í morgun sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar erindi þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. Frá þessu segir í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar en landið sem um ræðir er Akrakot, suðaustur af Akraneskaupstað, en land Hvalfjarðarsveitar nær alveg að jaðri þéttbýlis Akraneskaupstaðar. Akraneskaupstaður sér fyrir sér íbúabyggð sérbýla, það er einbýlis-, par- og raðhús á landinu, lágreista byggð, ein til þrjár hæðir. Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti Hvalfjarðarsveitar, segir í samtali í samtali við Vísi að erindi nágrannanna í Akraneskaupstað hafi borist í morgun og verði tekið fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. október næstkomandi. „Ekki er unnt að tjá sig um málið fyrr en að þeim fundi loknum,“ segir Andrea Ýr. Hafa keypt Akrakot Í tilkynningunni á vef Akraneskaupstaðar segir að nýverið hafi verið samþykkt á lokuðum fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar kaup á landi Akrakots sem sé í Hvalfjarðarsveit. „Í framhaldinu var gengið frá samningi við eigendur að landi og eignum Akrakots. Eftir að málið var kynnt fulltrúum Hvalfjarðarsveitar hefur sveitarfélagið óskað eftir formlegu erindi og boðið til framhaldsfundar þar sem Akraneskaupstað er gefið tækifæri til að kynna erindi sitt nánar. Samningurinn er með ákveðnum fyrirvörum m.a. um að samþykki Hvalfjarðarsveitar fáist fyrir því að sveitarfélagamörk á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar verði breytt með þeim hætti að land Akrakots falli innan sveitarfélagamarka Akraness þ.e. allt landsvæði ofan við Ásfell og Fögrubrekku. Í þessu felst að óskað er eftir að færsla sveitarfélagamarkanna nái einungis til hluta þess lands sem keypt er (sjá rauðlitað á mynd en ekki til svæðis sem merkt er grænlitað á mynd),“ segir í tilkynningunni. Akraneskaupstaður vill að rauða svæðið á myndinni falli innan marka Akraneskaupstaðar. Akranes Kaup eða makaskipti Fram kemur að Akraneskaupstaður hafi sent tvö erindi til Hvalfjarðarsveitar, annars vegar þar sem þess sé góðfúslega farið á leit við Hvalfjarðarsveit að taka upp viðræður við Akraneskaupstað um breytingu á sveitarfélagamörkum. „Hins vegar er beiðni um viðræður um kaup eða makaskipti á landi af Hvalfjarðarsveit sem er í eigu Hvalfjarðarsveitar til tengingar inn á hið selda landssvæði. Sjá blálitað á mynd). Akraneskaupstaður fyrirhugar íbúabyggð sérbýla þ.e. einbýlishús og par-/raðhús þ.e. lágreist byggð 1-3 hæðir á landinu. Ekki eru fyrirhuguð stærri fjölbýlishús á svæðinu en kaupin eru ætluð til að tryggja um 40% hlutfall sérbýla í bæjarfélaginu. Með þessu vil Akraneskaupstaður tryggja til langs tíma framþróun bæjarfélagsins í góðri sátt við Hvalfjarðarsveit. Í því felast tækifæri til áframhaldandi góðs samstarfs sveitarfélaganna sem og hagræði fyrir bæði sveitarfélögin til hagsbóta fyrir íbúa beggja sveitarfélaga m.a. með vegtengingum o.fl. Ef fallist verður á sölu eða makaskipti munu sveitarfélagamörk breytast til samræmis,“ segir á vef Akraneskaupstaðar. Hvalfjarðarsveit Akranes Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar en landið sem um ræðir er Akrakot, suðaustur af Akraneskaupstað, en land Hvalfjarðarsveitar nær alveg að jaðri þéttbýlis Akraneskaupstaðar. Akraneskaupstaður sér fyrir sér íbúabyggð sérbýla, það er einbýlis-, par- og raðhús á landinu, lágreista byggð, ein til þrjár hæðir. Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti Hvalfjarðarsveitar, segir í samtali í samtali við Vísi að erindi nágrannanna í Akraneskaupstað hafi borist í morgun og verði tekið fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. október næstkomandi. „Ekki er unnt að tjá sig um málið fyrr en að þeim fundi loknum,“ segir Andrea Ýr. Hafa keypt Akrakot Í tilkynningunni á vef Akraneskaupstaðar segir að nýverið hafi verið samþykkt á lokuðum fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar kaup á landi Akrakots sem sé í Hvalfjarðarsveit. „Í framhaldinu var gengið frá samningi við eigendur að landi og eignum Akrakots. Eftir að málið var kynnt fulltrúum Hvalfjarðarsveitar hefur sveitarfélagið óskað eftir formlegu erindi og boðið til framhaldsfundar þar sem Akraneskaupstað er gefið tækifæri til að kynna erindi sitt nánar. Samningurinn er með ákveðnum fyrirvörum m.a. um að samþykki Hvalfjarðarsveitar fáist fyrir því að sveitarfélagamörk á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar verði breytt með þeim hætti að land Akrakots falli innan sveitarfélagamarka Akraness þ.e. allt landsvæði ofan við Ásfell og Fögrubrekku. Í þessu felst að óskað er eftir að færsla sveitarfélagamarkanna nái einungis til hluta þess lands sem keypt er (sjá rauðlitað á mynd en ekki til svæðis sem merkt er grænlitað á mynd),“ segir í tilkynningunni. Akraneskaupstaður vill að rauða svæðið á myndinni falli innan marka Akraneskaupstaðar. Akranes Kaup eða makaskipti Fram kemur að Akraneskaupstaður hafi sent tvö erindi til Hvalfjarðarsveitar, annars vegar þar sem þess sé góðfúslega farið á leit við Hvalfjarðarsveit að taka upp viðræður við Akraneskaupstað um breytingu á sveitarfélagamörkum. „Hins vegar er beiðni um viðræður um kaup eða makaskipti á landi af Hvalfjarðarsveit sem er í eigu Hvalfjarðarsveitar til tengingar inn á hið selda landssvæði. Sjá blálitað á mynd). Akraneskaupstaður fyrirhugar íbúabyggð sérbýla þ.e. einbýlishús og par-/raðhús þ.e. lágreist byggð 1-3 hæðir á landinu. Ekki eru fyrirhuguð stærri fjölbýlishús á svæðinu en kaupin eru ætluð til að tryggja um 40% hlutfall sérbýla í bæjarfélaginu. Með þessu vil Akraneskaupstaður tryggja til langs tíma framþróun bæjarfélagsins í góðri sátt við Hvalfjarðarsveit. Í því felast tækifæri til áframhaldandi góðs samstarfs sveitarfélaganna sem og hagræði fyrir bæði sveitarfélögin til hagsbóta fyrir íbúa beggja sveitarfélaga m.a. með vegtengingum o.fl. Ef fallist verður á sölu eða makaskipti munu sveitarfélagamörk breytast til samræmis,“ segir á vef Akraneskaupstaðar.
Hvalfjarðarsveit Akranes Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira