Geimskot frá Langanesi misheppnaðist Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2022 13:39 Skylark L eldflaug á skotpalli á Langanesi um síðustu helgi. Forsvarsmenn skoska fyrirtækisins Skyrora tilkynntu í morgun að geimskot hefði verið reynt frá Langanesi um síðustu helgi. Geimskotið misheppnaðist þó og eldflaugin hafnaði í sjónum skammt frá skotstaðnum. Markmiðið var að skjóta eldflaug af gerðinni Skylark L í hundrað kílómetra hæð, sem margar endalok gufuhvolfsins og upphaf geimsins, en fljótt eftir skotið á laugardaginn kom upp bilun. Flaugin endaði í sjónum um 500 metrum frá skotstaðnum, samkvæmt yfirlýsingu sem birt var á vef Skyrora í morgun. Í yfirlýsingunni segir að hvorki fólk né dýralíf hafi borið skaða af og unnið sé að því að endurheimta eldflaugina úr sjónum. Sama fyrirtæki skaut upp eldflaug frá Langanesi árið 2020. Fyrr á þessu ári sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins svo að óþarfa skrifræði stjórnvalda hefði tafið geimskotið sem reynt var um helgina en upprunalega átti að skjóta henni á loft í september í fyrra. Stutt drónamyndband frá skotstaðnum má sjá hér að neðan. Fyrirtækið hefur ekki birt myndefni af geimskotinu sjálfu. Skylark L er ellefu metra há eldflaug sem hönnuð er til að ná rúmlega 125 kílómetra hæð. Hún er einnig hönnuð til að notast við færanlegan skotpall og til marks um það benda forsvarsmenn Skyrora á að undirbúningur fyrir tilraunina um helgina hafi einungis tekið sjö daga. Í áðurnefndri yfirlýsingu er haft eftir Lee Rosen, framkvæmdastjóra Skyrora að rúmlega þriggja áratuga reynsla í bransanum hafi sýnt honum að eitthvað geti alltaf komið upp á. Hægt sé að smíða hina bestu eldflaug og undirbúa geimskaut gaumgæfilega en þrátt fyrir það komi óvænt atvik upp á. Þrátt fyrir að geimskotið hafi misheppnast hafi starfsmenn fyrirtækisins fengið mikilvæg gögn í hendurnar og öðlast mikilvæga reynslu. Rosen segist einnig hæstánægður með þann stuðning sem fyrirtækið hafi fengið frá stjórnvöldum Íslands og samfélaginu á Þórshöfn. Haft er eftir Birni Sigurði Lárussyni, bæjarstjóra Langanesbyggðar, að það hafi verið forréttindi fyrir samfélagið að hafa verið valið sem skotstaður fyrir Skylark L. Hann segist vonast til þess að verkefni muni leiða til áframhaldandi þróunar geimiðnaðar hér á landi og bæta samskipti Bretlands og Íslands. Langanesbyggð Geimurinn Tengdar fréttir Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. 27. apríl 2022 17:36 Leita enn að því sem féll í sjóinn Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina. 18. ágúst 2020 11:07 Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. 16. ágúst 2020 11:35 Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Markmiðið var að skjóta eldflaug af gerðinni Skylark L í hundrað kílómetra hæð, sem margar endalok gufuhvolfsins og upphaf geimsins, en fljótt eftir skotið á laugardaginn kom upp bilun. Flaugin endaði í sjónum um 500 metrum frá skotstaðnum, samkvæmt yfirlýsingu sem birt var á vef Skyrora í morgun. Í yfirlýsingunni segir að hvorki fólk né dýralíf hafi borið skaða af og unnið sé að því að endurheimta eldflaugina úr sjónum. Sama fyrirtæki skaut upp eldflaug frá Langanesi árið 2020. Fyrr á þessu ári sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins svo að óþarfa skrifræði stjórnvalda hefði tafið geimskotið sem reynt var um helgina en upprunalega átti að skjóta henni á loft í september í fyrra. Stutt drónamyndband frá skotstaðnum má sjá hér að neðan. Fyrirtækið hefur ekki birt myndefni af geimskotinu sjálfu. Skylark L er ellefu metra há eldflaug sem hönnuð er til að ná rúmlega 125 kílómetra hæð. Hún er einnig hönnuð til að notast við færanlegan skotpall og til marks um það benda forsvarsmenn Skyrora á að undirbúningur fyrir tilraunina um helgina hafi einungis tekið sjö daga. Í áðurnefndri yfirlýsingu er haft eftir Lee Rosen, framkvæmdastjóra Skyrora að rúmlega þriggja áratuga reynsla í bransanum hafi sýnt honum að eitthvað geti alltaf komið upp á. Hægt sé að smíða hina bestu eldflaug og undirbúa geimskaut gaumgæfilega en þrátt fyrir það komi óvænt atvik upp á. Þrátt fyrir að geimskotið hafi misheppnast hafi starfsmenn fyrirtækisins fengið mikilvæg gögn í hendurnar og öðlast mikilvæga reynslu. Rosen segist einnig hæstánægður með þann stuðning sem fyrirtækið hafi fengið frá stjórnvöldum Íslands og samfélaginu á Þórshöfn. Haft er eftir Birni Sigurði Lárussyni, bæjarstjóra Langanesbyggðar, að það hafi verið forréttindi fyrir samfélagið að hafa verið valið sem skotstaður fyrir Skylark L. Hann segist vonast til þess að verkefni muni leiða til áframhaldandi þróunar geimiðnaðar hér á landi og bæta samskipti Bretlands og Íslands.
Langanesbyggð Geimurinn Tengdar fréttir Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. 27. apríl 2022 17:36 Leita enn að því sem féll í sjóinn Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina. 18. ágúst 2020 11:07 Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. 16. ágúst 2020 11:35 Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. 27. apríl 2022 17:36
Leita enn að því sem féll í sjóinn Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina. 18. ágúst 2020 11:07
Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. 16. ágúst 2020 11:35
Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28