Handhafi staðreynda í útlendingamálum? Helgi Áss Grétarsson skrifar 13. október 2022 07:30 „Við öll eigum rétt á okkar eigin skoðunum, en ekki okkar eigin staðreyndum“, er lausleg þýðing á kunnu orðatiltæki í bandarískum stjórnmálum. Þessi frasi hefur komið mér í huga undanfarna daga í tengslum við umræðu um tiltekna þætti stefnunnar í útlendingamálum. Af mörgu er að taka í þessum efnum en hér verður staðnæmst við tilteknar séríslenskar reglur í svokölluðum verndarmálum, þ.e. í málum einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi en sem þegar hafa fengið vernd í öðru Evrópuríki. Hverjar eru hinar séríslensku reglur? Íslensku sérreglurnar í verndarmálum hafa verið í gildi frá því að útlendingalög nr. 80/2016 voru sett. Undanfarin ár hefur oft verið gerð grein fyrir þessum reglum en sérstaða þeirra er tvíþætt: Í fyrsta lagier lögð sú skylda á stjórnvöld að taka mál einstaklinga, sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðru ríki, til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða sérstakar ástæður mæla annars með því; Í öðru lagigildir svokölluð 12 mánaða regla, þ.e. mál hælisleitanda fær jafnan efnismeðferð hér á landi hafi verndarmálið verið til meðferðar lengur en 12 mánuði. Umboðsmaður Alþingis hefur fjallað ítarlega um síðara atriðið, tímafrestinn. Mat hans er skýrt, reglan um tímafrestinn er íslensk sérregla, sbr. álit hans frá 9. desember 2019 í máli nr. 9722/2018. Þetta mat umboðsmanns kemur vart heim og saman við svohljóðandi texta úr vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar frá 12. október sl.: „Einnig hefur verið talað um að tímafrestir í lögum um útlendinga séu séríslenskir og leiði til að umsækjendur reyni að tefja ferlið. Slíkar fullyrðingar eiga heldur ekki við rök að styðjast...“. Hver er afleiðing hinna séríslensku reglna? Verndarmálum hér á landi fór að fjölga árið 2018, fór það árið í 16% af heildarfjölda umsókna hælisleitenda og var meira en helmingur umsókna árið 2020. Á síðasta ári nam hlutfallið 21%. Svona háar tölur sjást ekki í öðrum Evrópuríkjum. Nærtækt er því að ætla að hinar séríslensku reglur stuðli að fjölgun verndarmála. Augljóst má einnig vera að fjölgun hælisleitenda skapar áskoranir, m.a. fyrir innviði sveitarfélaga, svo sem fyrir skólastarf, félags- og heilbrigðisþjónustu og í húsnæðismálum. Að horfa framhjá þeim veruleika er óskynsamlegt þar eð einhver þarf að tryggja fé og hæft starfsfólk til að sinna þessum verkefnum. Ástæðulausar sérreglur Af áðurnefndri vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar má ætla að viðkomandi upplifi sig sem handhafa staðreynda í útlendingamálum. Slík upplifun er hins vegar á villigötum þegar kemur að lögfræðilegri greiningu á því hvort á Íslandi séu sérreglur í verndarmálum eða ekki. Kjarni málsins er að slíkur sérreglur eru í gildi og fyrir því eru veik rök. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
„Við öll eigum rétt á okkar eigin skoðunum, en ekki okkar eigin staðreyndum“, er lausleg þýðing á kunnu orðatiltæki í bandarískum stjórnmálum. Þessi frasi hefur komið mér í huga undanfarna daga í tengslum við umræðu um tiltekna þætti stefnunnar í útlendingamálum. Af mörgu er að taka í þessum efnum en hér verður staðnæmst við tilteknar séríslenskar reglur í svokölluðum verndarmálum, þ.e. í málum einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi en sem þegar hafa fengið vernd í öðru Evrópuríki. Hverjar eru hinar séríslensku reglur? Íslensku sérreglurnar í verndarmálum hafa verið í gildi frá því að útlendingalög nr. 80/2016 voru sett. Undanfarin ár hefur oft verið gerð grein fyrir þessum reglum en sérstaða þeirra er tvíþætt: Í fyrsta lagier lögð sú skylda á stjórnvöld að taka mál einstaklinga, sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðru ríki, til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða sérstakar ástæður mæla annars með því; Í öðru lagigildir svokölluð 12 mánaða regla, þ.e. mál hælisleitanda fær jafnan efnismeðferð hér á landi hafi verndarmálið verið til meðferðar lengur en 12 mánuði. Umboðsmaður Alþingis hefur fjallað ítarlega um síðara atriðið, tímafrestinn. Mat hans er skýrt, reglan um tímafrestinn er íslensk sérregla, sbr. álit hans frá 9. desember 2019 í máli nr. 9722/2018. Þetta mat umboðsmanns kemur vart heim og saman við svohljóðandi texta úr vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar frá 12. október sl.: „Einnig hefur verið talað um að tímafrestir í lögum um útlendinga séu séríslenskir og leiði til að umsækjendur reyni að tefja ferlið. Slíkar fullyrðingar eiga heldur ekki við rök að styðjast...“. Hver er afleiðing hinna séríslensku reglna? Verndarmálum hér á landi fór að fjölga árið 2018, fór það árið í 16% af heildarfjölda umsókna hælisleitenda og var meira en helmingur umsókna árið 2020. Á síðasta ári nam hlutfallið 21%. Svona háar tölur sjást ekki í öðrum Evrópuríkjum. Nærtækt er því að ætla að hinar séríslensku reglur stuðli að fjölgun verndarmála. Augljóst má einnig vera að fjölgun hælisleitenda skapar áskoranir, m.a. fyrir innviði sveitarfélaga, svo sem fyrir skólastarf, félags- og heilbrigðisþjónustu og í húsnæðismálum. Að horfa framhjá þeim veruleika er óskynsamlegt þar eð einhver þarf að tryggja fé og hæft starfsfólk til að sinna þessum verkefnum. Ástæðulausar sérreglur Af áðurnefndri vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar má ætla að viðkomandi upplifi sig sem handhafa staðreynda í útlendingamálum. Slík upplifun er hins vegar á villigötum þegar kemur að lögfræðilegri greiningu á því hvort á Íslandi séu sérreglur í verndarmálum eða ekki. Kjarni málsins er að slíkur sérreglur eru í gildi og fyrir því eru veik rök. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun