Írsku stelpurnar hneyksluðu og særðu marga þegar þær fögnuðu sæti á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2022 09:31 Írsku landsliðskonurnar fagna hér sigri á Skotum og um leið sæti á HM. Getty/Ross MacDonald Írska kvennlandsliðiðinu í fótbolta tókst það á þriðjudagskvöldið sem okkar stelpum tókst ekki. Írland tryggði sér þá sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi með sigri á Skotum. Írsku stelpurnar höfðu aldrei áður komist á stórmót og voru kannski næstar því þegar þær töpuðu í umspili á móti Íslandi fyrir EM 2008. Að þessu sinni kláruðu þær dæmið en Amber Barrett, leikmaður Turbine Potsdam í Þýskalandi, skoraði eina mark leiksins. The Ireland women's team apologise for singing a song referencing the IRA following their world cup qualification win against Scotland last night. pic.twitter.com/83flVC8ywp— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 12, 2022 Írsku stelpurnar voru náttúrulega mjög kátar í leikslok eftir þetta sögulega skref liðsins en þær hneyksluðu og særðu aftur á móti marga í heimalandi sínu og víðar með vali sínu á sigursöng í fagnaðarlátunum inn í klefa eftir leik. Bæði þjálfari liðsins, Vera Pauw, sem og knattspyrnusambandið hefur nú beðist afsökunar á hegðun leikmannanna. Myndband sem fór á samfélagsmiðla sýndi leikmennina syngja „Ooh ah, up the 'RA“ lagið sem er þekktur stuðningssöngur við Írska lýðveldisherinn, IRA. Football Association of Ireland issues apology after footage of Republic of Ireland Womens Football team chanting oh ah up the Ra after their World Cup win over Scotland at Hampden Park last night @rtenews pic.twitter.com/gxxPZhUNJz— Vincent Kearney (@vincekearney) October 12, 2022 Írski lýðveldisherinn barðist á sínum tíma fyrir því að frelsa Norður-Írland frá Bretlandi og beitti öllum ráðum til þess eins og sprengitilræðum og öðrum hryðjuverkum. „Það mikilvægasta fyrir okkar lið er að bera virðingu fyrir fólkinu í kringum okkur. Við höfum með þess háttalagi okkar sært fólk og það er engin afsökun að við höfum ekki ætlað okkur það. Það er engin afsökun fyrir okkur að við höfum verið að fagna saman,“ sagði hinn hollenski þjálfari liðsins Vera Pauw. Pauw sagði jafnframt að leikmennirnir væru eyðilagðir yfir þessu og sú sem deildi myndbandinu væri grátandi inn á herbergi því hún hafi ekki ætlað sér að særa neinn. Vera Pauw var ekki í búningsklefanum þegar leikmenn sungu lagið og sem útlendingur var hún heldur ekki með á hreinu hvaða lag þetta var. Republic of Ireland players Chloe Mustaki and Aine O'Gorman apologise after a video emerged from the dressing room after their World Cup play-off win over Scotland #BBCFootball— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) October 12, 2022 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Írland Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Írsku stelpurnar höfðu aldrei áður komist á stórmót og voru kannski næstar því þegar þær töpuðu í umspili á móti Íslandi fyrir EM 2008. Að þessu sinni kláruðu þær dæmið en Amber Barrett, leikmaður Turbine Potsdam í Þýskalandi, skoraði eina mark leiksins. The Ireland women's team apologise for singing a song referencing the IRA following their world cup qualification win against Scotland last night. pic.twitter.com/83flVC8ywp— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 12, 2022 Írsku stelpurnar voru náttúrulega mjög kátar í leikslok eftir þetta sögulega skref liðsins en þær hneyksluðu og særðu aftur á móti marga í heimalandi sínu og víðar með vali sínu á sigursöng í fagnaðarlátunum inn í klefa eftir leik. Bæði þjálfari liðsins, Vera Pauw, sem og knattspyrnusambandið hefur nú beðist afsökunar á hegðun leikmannanna. Myndband sem fór á samfélagsmiðla sýndi leikmennina syngja „Ooh ah, up the 'RA“ lagið sem er þekktur stuðningssöngur við Írska lýðveldisherinn, IRA. Football Association of Ireland issues apology after footage of Republic of Ireland Womens Football team chanting oh ah up the Ra after their World Cup win over Scotland at Hampden Park last night @rtenews pic.twitter.com/gxxPZhUNJz— Vincent Kearney (@vincekearney) October 12, 2022 Írski lýðveldisherinn barðist á sínum tíma fyrir því að frelsa Norður-Írland frá Bretlandi og beitti öllum ráðum til þess eins og sprengitilræðum og öðrum hryðjuverkum. „Það mikilvægasta fyrir okkar lið er að bera virðingu fyrir fólkinu í kringum okkur. Við höfum með þess háttalagi okkar sært fólk og það er engin afsökun að við höfum ekki ætlað okkur það. Það er engin afsökun fyrir okkur að við höfum verið að fagna saman,“ sagði hinn hollenski þjálfari liðsins Vera Pauw. Pauw sagði jafnframt að leikmennirnir væru eyðilagðir yfir þessu og sú sem deildi myndbandinu væri grátandi inn á herbergi því hún hafi ekki ætlað sér að særa neinn. Vera Pauw var ekki í búningsklefanum þegar leikmenn sungu lagið og sem útlendingur var hún heldur ekki með á hreinu hvaða lag þetta var. Republic of Ireland players Chloe Mustaki and Aine O'Gorman apologise after a video emerged from the dressing room after their World Cup play-off win over Scotland #BBCFootball— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) October 12, 2022
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Írland Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira