Írsku stelpurnar hneyksluðu og særðu marga þegar þær fögnuðu sæti á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2022 09:31 Írsku landsliðskonurnar fagna hér sigri á Skotum og um leið sæti á HM. Getty/Ross MacDonald Írska kvennlandsliðiðinu í fótbolta tókst það á þriðjudagskvöldið sem okkar stelpum tókst ekki. Írland tryggði sér þá sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi með sigri á Skotum. Írsku stelpurnar höfðu aldrei áður komist á stórmót og voru kannski næstar því þegar þær töpuðu í umspili á móti Íslandi fyrir EM 2008. Að þessu sinni kláruðu þær dæmið en Amber Barrett, leikmaður Turbine Potsdam í Þýskalandi, skoraði eina mark leiksins. The Ireland women's team apologise for singing a song referencing the IRA following their world cup qualification win against Scotland last night. pic.twitter.com/83flVC8ywp— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 12, 2022 Írsku stelpurnar voru náttúrulega mjög kátar í leikslok eftir þetta sögulega skref liðsins en þær hneyksluðu og særðu aftur á móti marga í heimalandi sínu og víðar með vali sínu á sigursöng í fagnaðarlátunum inn í klefa eftir leik. Bæði þjálfari liðsins, Vera Pauw, sem og knattspyrnusambandið hefur nú beðist afsökunar á hegðun leikmannanna. Myndband sem fór á samfélagsmiðla sýndi leikmennina syngja „Ooh ah, up the 'RA“ lagið sem er þekktur stuðningssöngur við Írska lýðveldisherinn, IRA. Football Association of Ireland issues apology after footage of Republic of Ireland Womens Football team chanting oh ah up the Ra after their World Cup win over Scotland at Hampden Park last night @rtenews pic.twitter.com/gxxPZhUNJz— Vincent Kearney (@vincekearney) October 12, 2022 Írski lýðveldisherinn barðist á sínum tíma fyrir því að frelsa Norður-Írland frá Bretlandi og beitti öllum ráðum til þess eins og sprengitilræðum og öðrum hryðjuverkum. „Það mikilvægasta fyrir okkar lið er að bera virðingu fyrir fólkinu í kringum okkur. Við höfum með þess háttalagi okkar sært fólk og það er engin afsökun að við höfum ekki ætlað okkur það. Það er engin afsökun fyrir okkur að við höfum verið að fagna saman,“ sagði hinn hollenski þjálfari liðsins Vera Pauw. Pauw sagði jafnframt að leikmennirnir væru eyðilagðir yfir þessu og sú sem deildi myndbandinu væri grátandi inn á herbergi því hún hafi ekki ætlað sér að særa neinn. Vera Pauw var ekki í búningsklefanum þegar leikmenn sungu lagið og sem útlendingur var hún heldur ekki með á hreinu hvaða lag þetta var. Republic of Ireland players Chloe Mustaki and Aine O'Gorman apologise after a video emerged from the dressing room after their World Cup play-off win over Scotland #BBCFootball— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) October 12, 2022 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Írland Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Sjá meira
Írsku stelpurnar höfðu aldrei áður komist á stórmót og voru kannski næstar því þegar þær töpuðu í umspili á móti Íslandi fyrir EM 2008. Að þessu sinni kláruðu þær dæmið en Amber Barrett, leikmaður Turbine Potsdam í Þýskalandi, skoraði eina mark leiksins. The Ireland women's team apologise for singing a song referencing the IRA following their world cup qualification win against Scotland last night. pic.twitter.com/83flVC8ywp— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 12, 2022 Írsku stelpurnar voru náttúrulega mjög kátar í leikslok eftir þetta sögulega skref liðsins en þær hneyksluðu og særðu aftur á móti marga í heimalandi sínu og víðar með vali sínu á sigursöng í fagnaðarlátunum inn í klefa eftir leik. Bæði þjálfari liðsins, Vera Pauw, sem og knattspyrnusambandið hefur nú beðist afsökunar á hegðun leikmannanna. Myndband sem fór á samfélagsmiðla sýndi leikmennina syngja „Ooh ah, up the 'RA“ lagið sem er þekktur stuðningssöngur við Írska lýðveldisherinn, IRA. Football Association of Ireland issues apology after footage of Republic of Ireland Womens Football team chanting oh ah up the Ra after their World Cup win over Scotland at Hampden Park last night @rtenews pic.twitter.com/gxxPZhUNJz— Vincent Kearney (@vincekearney) October 12, 2022 Írski lýðveldisherinn barðist á sínum tíma fyrir því að frelsa Norður-Írland frá Bretlandi og beitti öllum ráðum til þess eins og sprengitilræðum og öðrum hryðjuverkum. „Það mikilvægasta fyrir okkar lið er að bera virðingu fyrir fólkinu í kringum okkur. Við höfum með þess háttalagi okkar sært fólk og það er engin afsökun að við höfum ekki ætlað okkur það. Það er engin afsökun fyrir okkur að við höfum verið að fagna saman,“ sagði hinn hollenski þjálfari liðsins Vera Pauw. Pauw sagði jafnframt að leikmennirnir væru eyðilagðir yfir þessu og sú sem deildi myndbandinu væri grátandi inn á herbergi því hún hafi ekki ætlað sér að særa neinn. Vera Pauw var ekki í búningsklefanum þegar leikmenn sungu lagið og sem útlendingur var hún heldur ekki með á hreinu hvaða lag þetta var. Republic of Ireland players Chloe Mustaki and Aine O'Gorman apologise after a video emerged from the dressing room after their World Cup play-off win over Scotland #BBCFootball— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) October 12, 2022
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Írland Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Sjá meira