Nýr snjallbúnaður lætur krakkamótin líta út eins og úrslitaleik í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2022 08:30 Ung knattspyrnukona fagnar hér marki á einu af krakkamótunum. Vísir/Vilhelm Fyrirtækið OZ Sports ætlar sér að gjörbylta fótboltaútsendingum á Íslandi eftir nýjan samning við Knattspyrnusamband Íslands og Íslenskan Toppfótbolta. OZ Sports stefnir á uppsetningu á snjallmyndavélum á 28 fótboltavöllum hér á landi og þær verður síðan hægt að nota til að sýna frá öllum leikjum, hvort sem þeir eru í meistaraflokki eða yngri flokkum. Viðskiptablaðið segir að OZ Sports hafi á síðustu árum unnið að þróun á íþróttavélbúnaði sem inniheldur snjallvænan upptökubúnað sem krefst ekki mannafla eins og tökumanna eða útsendingastjóra. Þessi útsendingabúnaður verður tekinn í notkun í lok þessa mánaða en hann hefur verið prófaður í samstarfi við Alþjóða knattspyrnusambandið í úrvalsdeild Dóminíska lýðveldisins en þar voru teknir upp tvö hundruð knattspyrnuleikir. Stöð 2 Sport er rétthafi af leikjum í Bestu deildunum en OZ Sports menn hafa einnig kortlagt þarfir rétthafana eins og viðkomandi félaga við skipulagningu og uppsetningu búnaðarins. Alls verður þessi snjallbúnaður settur upp á 28 völlum hér á landi. Framtíðarsýn OZ Sports er meðal annars að gera íþróttaviðburði hjá ungum iðkendum hátt undir höfði með útsendingum sem jafnast á við efstu deildir í knattspyrnu sem dæmi. OZ vinnur að því að gera þessa sýn að veruleika með því að beita nýjum aðferðum í tækni róbóta, gervigreindar, tölvugrafíkur og hugbúnaðartækni sem oftast er notuð við gerð tölvuleikja. „Við hjá OZ Sports gerum ekki greinarmun á úrvalsdeild eða pollamóti. Það hefur verið okkar köllun að láta meira að segja pollamótin líta út eins og úrslitaleik í Meistaradeildinni,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports, í viðtali við Viðskiptablaðið en það má finna meira um það hér. Íslenski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
OZ Sports stefnir á uppsetningu á snjallmyndavélum á 28 fótboltavöllum hér á landi og þær verður síðan hægt að nota til að sýna frá öllum leikjum, hvort sem þeir eru í meistaraflokki eða yngri flokkum. Viðskiptablaðið segir að OZ Sports hafi á síðustu árum unnið að þróun á íþróttavélbúnaði sem inniheldur snjallvænan upptökubúnað sem krefst ekki mannafla eins og tökumanna eða útsendingastjóra. Þessi útsendingabúnaður verður tekinn í notkun í lok þessa mánaða en hann hefur verið prófaður í samstarfi við Alþjóða knattspyrnusambandið í úrvalsdeild Dóminíska lýðveldisins en þar voru teknir upp tvö hundruð knattspyrnuleikir. Stöð 2 Sport er rétthafi af leikjum í Bestu deildunum en OZ Sports menn hafa einnig kortlagt þarfir rétthafana eins og viðkomandi félaga við skipulagningu og uppsetningu búnaðarins. Alls verður þessi snjallbúnaður settur upp á 28 völlum hér á landi. Framtíðarsýn OZ Sports er meðal annars að gera íþróttaviðburði hjá ungum iðkendum hátt undir höfði með útsendingum sem jafnast á við efstu deildir í knattspyrnu sem dæmi. OZ vinnur að því að gera þessa sýn að veruleika með því að beita nýjum aðferðum í tækni róbóta, gervigreindar, tölvugrafíkur og hugbúnaðartækni sem oftast er notuð við gerð tölvuleikja. „Við hjá OZ Sports gerum ekki greinarmun á úrvalsdeild eða pollamóti. Það hefur verið okkar köllun að láta meira að segja pollamótin líta út eins og úrslitaleik í Meistaradeildinni,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports, í viðtali við Viðskiptablaðið en það má finna meira um það hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira