Mörkin í Meistaradeildinni: Blóðbað, umdeildir vítadómar og óvænt úrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2022 12:31 Fikayo Tomori fékk beint rautt spjald fyrir brot á fyrrum liðsfélaga sínum Mason Mount í gær. Darren Walsh/Chelsea FC via Getty Images Nóg var um að vera í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld en línur eru farnar að skýrast upp á framhaldið þar sem fjórða umferð riðlakeppninnar hófst. Hér má sjá öll mörkin í gærkvöld. Chelsea fór á topp E-riðils með öðrum sigrinum á AC Milan í röð. Fikayo Tomori fékk þar rautt spjald fyrir brot á fyrrum félaga sínum hjá Chelsea og Derby County, Mason Mount, innan teigs. Jorginho skoraði af vítapunktinum áður en Pierre-Emerick Aubameyang innsiglaði 2-0 sigur Chelsea á San Siro. Klippa: Mörkin: AC Milan - Chelsea Vegna tæknilegra örðugleika er ekki hægt að sýna mörkin úr 1-1 jafntefli Dinamo Zagreb og RB Salzburg í sama riðli. Í F-riðli vann RB Leipzing 2-0 sigur á Celtic, annan sigurinn á liðinu í röð, og er liðið komið á fína siglingu eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum Timo Werner skoraði fyrra mark Leipzig og lagði það síðara upp fyrir Emil Forsberg. Klippa: Mörkin: Celtic - RB Leipzig Í sama riðli mistókst Real Madrid að vinna í fyrsta skipti í keppninni í vetur. Shakhtar Donetsk komst yfir í byrjun síðari hálfleiks en Antonio Rudiger fórnaði sér fyrir jöfnunarmark í blálokin og lá eftir alblóðugur. Leiknum lauk 1-1 og Real er öruggt áfram. Klippa: Mörkin: Shakhtar - Real Madrid Í G-riðli var ekkert skorað í markalausu jafntefli Íslendingaliðs FC Kaupmannahafnar og Manchester City á Parken en þá gerðu Dortmund og Sevilla einnig jafntefli, 1-1, í Þýskalandi. Tanguy Nianzou kom Sevilla yfir áður en Englendingurinn Jude Bellingham jafnaði fyrir Dortmund. Manchester City er öruggt áfram með 10 stig á toppnum og Dortmund stendur vel að vígi með sjö stig í öðru sæti. Sevilla og FCK eru bæði með tvö stig þar fyrir neðan. Klippa: Mörkin: Sevilla - Dortmund Í H-riðli urðu óvæntustu úrslit kvöldsins þar sem ísraelska liðið Maccabi Haifa vann 2-0 sigur á Juventus í Ísrael. Omer Atzili skoraði bæði mörk Maccabi í leiknum en liðin eru jöfn með þrjú stig í neðstu sætum riðilsins. Klippa: Mörkin: Maccabi Haifa - Juventus PSG og Benfica eru jöfn með átta stig í efri hlutanum eftir 1-1 jafntefli í gær. Þar var skorað úr sitthvoru vítinu þar sem Michael Oliver hafði í nægu að snúast með flautuna. Kylian Mbappé skoraði fyrir PSG en Joao Mario jafnaði af vítapunktinum fyrir Benfica. Klippa: Mörkin: PSG-Benfica Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
Chelsea fór á topp E-riðils með öðrum sigrinum á AC Milan í röð. Fikayo Tomori fékk þar rautt spjald fyrir brot á fyrrum félaga sínum hjá Chelsea og Derby County, Mason Mount, innan teigs. Jorginho skoraði af vítapunktinum áður en Pierre-Emerick Aubameyang innsiglaði 2-0 sigur Chelsea á San Siro. Klippa: Mörkin: AC Milan - Chelsea Vegna tæknilegra örðugleika er ekki hægt að sýna mörkin úr 1-1 jafntefli Dinamo Zagreb og RB Salzburg í sama riðli. Í F-riðli vann RB Leipzing 2-0 sigur á Celtic, annan sigurinn á liðinu í röð, og er liðið komið á fína siglingu eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum Timo Werner skoraði fyrra mark Leipzig og lagði það síðara upp fyrir Emil Forsberg. Klippa: Mörkin: Celtic - RB Leipzig Í sama riðli mistókst Real Madrid að vinna í fyrsta skipti í keppninni í vetur. Shakhtar Donetsk komst yfir í byrjun síðari hálfleiks en Antonio Rudiger fórnaði sér fyrir jöfnunarmark í blálokin og lá eftir alblóðugur. Leiknum lauk 1-1 og Real er öruggt áfram. Klippa: Mörkin: Shakhtar - Real Madrid Í G-riðli var ekkert skorað í markalausu jafntefli Íslendingaliðs FC Kaupmannahafnar og Manchester City á Parken en þá gerðu Dortmund og Sevilla einnig jafntefli, 1-1, í Þýskalandi. Tanguy Nianzou kom Sevilla yfir áður en Englendingurinn Jude Bellingham jafnaði fyrir Dortmund. Manchester City er öruggt áfram með 10 stig á toppnum og Dortmund stendur vel að vígi með sjö stig í öðru sæti. Sevilla og FCK eru bæði með tvö stig þar fyrir neðan. Klippa: Mörkin: Sevilla - Dortmund Í H-riðli urðu óvæntustu úrslit kvöldsins þar sem ísraelska liðið Maccabi Haifa vann 2-0 sigur á Juventus í Ísrael. Omer Atzili skoraði bæði mörk Maccabi í leiknum en liðin eru jöfn með þrjú stig í neðstu sætum riðilsins. Klippa: Mörkin: Maccabi Haifa - Juventus PSG og Benfica eru jöfn með átta stig í efri hlutanum eftir 1-1 jafntefli í gær. Þar var skorað úr sitthvoru vítinu þar sem Michael Oliver hafði í nægu að snúast með flautuna. Kylian Mbappé skoraði fyrir PSG en Joao Mario jafnaði af vítapunktinum fyrir Benfica. Klippa: Mörkin: PSG-Benfica
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira